þriðjudagur, maí 27, 2008

Bob fökkin Dylan

Það er stutt millum hláturs og gráturs. Bob Dylan hefur valdið hvoru tveggja en þó aðallega einhverskonar fríkí samblöndu þar á milli... tónleikar gærdagsins standa þessu til sönnunar.

Sá sem segir 'frábærir tónleikar! þetta var æði! líf mitt er fullkomnað, ég hefi heyrt orð sannleikans frá þurrum vörum meistarans,' sá hinn sami lýgur. Þetta er ómögulegt því að ómögulegt var að heyra orðanna skil.

Ég hafði undirbúið mig undir þetta að einhverju marki, skoðað upptökur af nýlegum tónleikum hans og vissi að það yrði kraftaverk ef hann segði meira en tvö orð við áhorfendur (hann sagði þrjú!)

Ég vissi að hann mundi syngja á ákveðinn hátt sem ég mun útskýra... en þetta var reyndar öllu lengra gengið en ég hafði ímyndað mér. Þessa dagana varíerar Dylan textum sínum þannig að það sem eitt sinn var

once upon a time you dressed so fine
threw the bums a dime in your prime,
didn't you?

varð

onceuponatimeyou eh dressedsofine
threwbumsadimeinyoprimedidn't
YOU?

Sem sagt. Hann byrjar að tala línuna frekar en að syngja á ofurhraða einhverntíman alltof snemma og endar hana svo á að hoppa skyndilega upp um áttund á seinasta atkvæði og þegja svo meðan laglínan klárast, algjörlega laus við samhengi við rödd hans.

Þetta var bæði hörmung, bráðfyndið og algjör snilld. Ég skellihló yfir verstu fraseringunum og ég byrjaði að átta mig á að Dylan veit vel af þessu... það heyrast ekki orðanna skil. Dylan er meistari orðanna og þau heyrast ekki.

Sú staðreynd að hann syngur fulleðlilega á nýjustu plötunum styrkir mig enn í þessari trú að hann sé eiginlega bara að fokkast í manni... og eitt er víst að mér finnst það frábært að Bob fökkin Dylan hafi fokkast í mér! Þar kemur inn takmarkalaus ást mín á honum sem hefur þó þau allskynsamlegu takmörk að ég ætla alls ekki að reyna að segja að þetta hafi verið frábærir tónleikar. Helst má segja gott um þá að bandið sem Dylan var með var þrusugott og spilaði sérstaklega vel í lögunum af Modern Times.

Eitt er víst að þetta voru áhugaverðir tónleikar. Miklu áhugaverðari en flestir sem ég hef farið á, og þeir eru allmargir sem ég hef séð. Annars tel ég þetta munu vera mína síðustu standandi tónleika... á þeim er ég fullleiður. Eða kannski hefur Dylan fælt mig endanlega frá þeim.

laugardagur, maí 24, 2008

Félagsskítur þjóðarinnar


Ég horfi ekki á Eurovision.

Þess vegna er ég hataður og fyrirlitinn

fimmtudagur, maí 08, 2008

Eftir langt hlé býð ég þér og þínum upp á það sem oft er kallað versta ljóð enskrar tungu

A Tragedy

Theophilus Marzials


Death!
Plop.
The barges down in the river flop.
Flop, plop.
Above, beneath.
From the slimy branches the grey drips drop,
As they scraggle black on the thin grey sky,
Where the black cloud rack-hackles drizzle and fly
To the oozy waters, that lounge and flop
On the black scrag piles, where the loose cords plop,
As the raw wind whines in the thin tree-top.

Plop, plop.
And scudding by
The boatmen call out hoy! and hey!
All is running water and sky,
And my head shrieks -- "Stop,"
And my heart shrieks -- "Die."
* * * * *
My thought is running out of my head;
My love is running out of my heart,
My soul runs after, and leaves me as dead,
For my life runs after to catch them -- and fled
They all are every one! -- and I stand, and start,
At the water that oozes up, plop and plop,
On the barges that flop
And dizzy me dead.
I might reel and drop.
Plop.
Dead.

And the shrill wind whines in the thin tree-top
Flop, plop.
* * * * *
A curse on him.
Ugh! yet I knew -- I knew --
If a woman is false can a friend be true?
It was only a lie from beginning to end --

My Devil -- My "Friend"
I had trusted the whole of my living to!
Ugh; and I knew!
Ugh!
So what do I care,
And my head is empty as air --
I can do,
I can dare,
(Plop, plop
The barges flop
Drip drop.)
I can dare! I can dare!
And let myself all run away with my head
And stop.
Drop.
Dead.
Plop, flop.
Plop.