mánudagur, ágúst 29, 2005

Thanatos

Ég dey úr grísku.

Gjörið svo vel að hlusta á Black Eyed Dog með Nick Drake í tilefni þessa - frábært lag.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Botninum er náð...

...því að nemendaaðstaða MR...

...er gámur.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Fyrsti latínutíminn...


Mmmmm. Latína...

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Imagines

Ljósmyndun er eitthvað sem ég hef óttalega gaman af, verandi latur mannleri, þar sem það eina sem þarf í þá listgrein er tímasetning, augu og hæfileikinn til að ýta á takka, sem að þó útilokar furðulega marga frá iðkuninni. En hérna eru nokkrar myndir úr nýlegri ferð, njótið vel.
Stytta af Freddy Mercury í bænum Montreux.
Draumabíllinn, Ferrari 550 Maranello, sem einhver hefur lagt fyrir utan úrasafn í Genf. Já, úrasafn.
Matterhorn, séð frá bænum Zermatt.
Svissneskur bær og familían.
3883 metra hæð yfir sjávarmáli, upp á Klein Matterhorn.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Í fréttum er það helst...

...að lögreglan í London myrti saklausan mann að nafni Jean de Menezes. Og þeir myrtu hann ekkert með einu slysaskoti, þeir skutu manninn átta sinnum og skv. fréttunum sem ég var að horfa á voru sjö skot í höfuðið og eitt í öxlina.

Lögreglumenn eltu hann á lestarstöðina þar sem hann stökk ekki yfir miðastöðina, ólíkt því sem Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði, og hann hljóp í lestina vegna þess að hann var að missa af henni, og hann var, ólíkt því sem Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði, ekki í þykkri úlpu eða nokkrum fötum sem bentu til þess að hann gæti falið sprengiefni inn á sér.

Þegar hann var sestur inn í lestinni komu lögreglumenn og héldu honum í sætinu meðan aðrir þungvopnaðir og nýlega löglegir hermenn/lögreglumenn stigu inn í vagninn og skutu hann - sjö sinnum í höfuðið og einu sinni í öxlina. Á meðan höfðu ættingjar hans verið fjarlægðir úr íbúðum sínum og settir í lokað hótelherbergi án símasambands. Og eftir þetta flutti Ian Blair ávarp þar sem hann hélt því fram að maðurinn væri hryðjuverkamaður, og hefði hagað sér grunsamlega, og að þetta væri liður í stríðinu gegn hryðjuverkum.

Garg, ég skrifa ekkert nema hroðvirknislega og lélega pistla um fréttir þessa dagana. En andskotinn hafi það, höfuðið var skotið af manninum vegna þess að hann var ekki breskur að uppruna.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

The Power of the Sun

Fyrir sextíu árum mótaðist nútímaheimurinn eins og við þekkjum hann og maðurinn var kynntur fyrir valdi guðanna þegar atómin sjálf rifnuðu í sundur í miðju japönsku borgarinnar Nagasaki af völdum bandarískrar kjarnorkusprengju, sem var kölluð 'Fat Man'. Síðan þá hefur heimspólitíkin mótast af þessum atburði á stórmerkilegan hátt - því að allar þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn vita að ef ein eldflaug með kjarnaoddi flýgur af stað upp í lofthjúpinn munu allir aðrir bregðast eins við, og þarmeð enda lífríki jarðarinnar endanlega.

Maðurinn stendur frammi fyrir áhugaverðum tíma - annaðhvort veljum við lífið eða dauðann, og ekkert liggur þar á milli. Ef það verður annað heimsstríð, verður það það síðasta, og þar að lokum tekst mannkynssagan á við samvisku mannsins. Allar sögulegar gjörðir mannsins hingað til benda til þess að við séum fullkomlega vonlausar skepnur og að allur tilgangur mannsins hafi verið að heyja stríð þar til við ýtum tækninni nógu langt til að við getum loksins eytt okkur algjörlega. Nú er sú tækni til, og það eina sem við getum gert er að standa í afneitun, líta framhjá sögubókunum og vona á móti allri skynsemi.

'The release of atom power has changed everything except our way of thinking... The solution to this problem lies at the heart of mankind. If only I had known, I should have become a watchmaker.'
-Albert Einstein

mánudagur, ágúst 08, 2005

Aptr á GMT+[0]

Kannist þið við þessa tilfinningu sem maður fær eftir að hafa flogið tvær flugferðir og keyrt þvert yfir lönd og maður gengur út af Leifsstöð - og kaldur, nístandi íslenskur vindur lemur mann í andlitið þegar rennihurðirnar opnast og maður getur ekki annað gert en að brosa eins og hálfviti framan í miðnætursólina?

Netið liggur niðri hjá mér á stundinni svo að ég skrifa úr vinnunni. Ég hef aldrei verið talinn góður starfsmaður og góð ástæða fyrir, enda súpuanarkisti af verstu gerð.

Ferðin var stórskemmtileg, eins og venjulega. Ég er að spá í að gera gelgjulega hlutinn og pósta nokkrum myndum sem ég tók, hundleiðinlegar artí myndir af sólsetrum allar, að sjálfsögðu, þegar að samband við umheiminn ég fæ aftur gegnum netið. Því að gelgja er ég.

Þunglyndisleg tilvitnun til að drepa færsluna niður og gera mig hamingjusaman:

'All that we see
or seem
is but a dream within a dream.'
-Edgar Allan Poe