mánudagur, desember 25, 2006

Jól

Það voru jól. Sannast þetta best í því að ég var að horfa á Love Actually. Sú kvikmynd er svo yndislega mikið jól, með allri væmninni, peningaplokkinu og stemmingunni sem því fylgir. Stemming sú er ekki mikið að koma í ár. Ég veit ekki hvað það var sem drap hana endanlega, en einhvernveginn finnst manni að ákveðin tilfinning sé farin sem maður muni koma til með að sakna seinna meir.

Annars gleðileg jól! (aftur er endað á upphrópunarmerki.)

föstudagur, desember 22, 2006

Undanfarið hefur allt endað á upphrópunarmerki

Svo nú mun þetta enda á punkti. Hah! .

(þetta er önnur leið til að skýra frá því að ég hef ekkert að segja í augnablikinu. Ég hef hugleitt ýmsar leiðir til að tæla heila minn úr þagnarfylgsni og ræna músunni frá föðurhúsum, en fátt virkar. Nálgast stöðugt þá úrslitaaðferð að nota skurðhníf og skeið við þetta. Förum ekki nánar út í það.)

föstudagur, desember 15, 2006

Próflok

somnus dulcis!

sunnudagur, desember 10, 2006

Áskotnaðist oss tímavél

færi ég aftur í hinstu fortíð og kæmi einhvernveginn í veg fyrir útgáfu De Bello Gallico. Þetta rit, þetta fökking rit. Þetta er svo yfirmátahroðalegaleiðinlegursjittskítur. Caesar, mætti tunga þín rotna og breytast í folald; og fingur þínir umturnast í kaðal, ef þú værir ekki þegar dauður.

Séu þetta áhrif latínunnar, tali ég í öngvu öðru en viðtengingarhætti. Oratio obliqua innan oratio obliqua. Ó mig auman í accusativus exclamationis!

þriðjudagur, desember 05, 2006

Bardenfleth

er fegursta nafn í heimi!

sunnudagur, desember 03, 2006

Ég er eimreið

Megi jólaprófin vera kramin undir daunillri hryssu.