sunnudagur, janúar 30, 2005

Si linguam latinam non discam, Deus oculos meos sica divina sua percusserit...

Eða hvað?

Er þetta acc.c.inf. setning?

Si linguam latinam non discam, Deum oculos meos sica divina percussurum esse...

En... en... en... þetta er aukasetning, er þetta þá með coniunctivus?

...

Ég ætla að skríða hægt út í dimmt horn og deyja núna, takk fyrir.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Síðustu bloggpóstar hafa innihaldið alltof mikið af gleði og frásögnum af lífinu, sem ég á ennþá í erfiðleikum með að viðurkenna að ég eigi mér, og ætlaði ég að leysa úr þessu og það snöggt - en þá gat ég ekki hugsað upp á einu einustu þunglyndislegu athugasemd eða kaldhæðnislegu viðmóti gagnvart einhverju viðurkenndu normi.

Ég er veikur... veikur af gleði.