þriðjudagur, apríl 25, 2006

Kórtónleikar

Skellti loksins nokkrum myndum af kórtónleikunum á netið. Ég er tiltölulega nýr á þessar myndbirtingasíðum, svo þessar myndir eru tiltölulega litlar, án þess að ég viti hvernig skal laga það (þær eru í hárri upplausn á tölvunni hérna...)

En jæja, slóðin.

sunnudagur, apríl 23, 2006

Heimspekileg gamansaga

Eitt sinn var krotað á vegg í einhverju háskólahverfi í Bandaríkjunum ákveðin skilaboð, líklega af heimspekinemanda:

GOD IS DEAD.

-Nietzche


Þetta gat einhver guðfræðinemandi ekki sætt sig fyllilega við, og eftir nokkra daga fannst skrifað fyrir neðan:

NIETZCHE IS DEAD.

-God

mánudagur, apríl 17, 2006

Klukkan tvö fjörutíuogtvö póst meridíem vitleysupóstur

'Við hina helgu hryssu Kóla, sem hefur okkur öll til brunns borið. Vér erum illa villtir, herra Gústaf.'

Með ofangreindum orðum skauk Davíð, geisladiskahulstur með meiru og hross í frístundum, raunveruleikamunstrið sem umkringdi Sri Lanka. Úlfaldi flaug hjá, kurrandi Bubbalög, á meðan Ndongo, hjólhestur, hugleiddi svar sitt og óhjákvæmilegan landflótta.

'Þér skrökvið, herra Davíð. Orð þín eru mók og lérefti. Ef þú leggur við hlustir berast okkur til eyrna óm þríhyrndra guða, Ielaeon, Sufaratep og Seth. Þeir eru vegfarendur ljósvakans og eilífir sturtuverðir örlaganna. Ef við aðeins hlýðum á þá -'

Hjólhestur greip ruddalega og án viðurgengis fram í fyrir honum.

' - Og fyrst svo er, hver er þá feilnóta sú sem öngulenglar slá og flýtur með straumi sandsins frá hafi til hafs? Þér eruð fífl, sem og koppur þinn. Ég man þá tíð er móðir þín ól hrossi sæljón og himininn brann blautum eldi.'

Kalífi nokkur á reiðhjóli sveif hjá. 'Ha', sagði hann, 'ha! Ef aðeins þið vissuð leyndarmál sóldáns míns, sem svaf hjá konu varðmannsins og þræddi leg hennar snákum. Hún bar honum þrjá syni, allir hverjir tóku sér drottningartign og létu sér vaxa eggpoka. Þeir eru daglega frjóvgaðir af sendiboðum frá konungsríkjum dýranna, einn sendiboði af hverri tegund, og telja þeir þetta sæmdarlíf.'

'Ill er þín staða og fjálg. Ég reisi þá útlimi sem eru undir minni stjórn, en hlutaskipti ollu straumhvörfum í eignarhaldi líkamans. En vittu til, að hugar okkar fagna þér markvisst og án afbrýði, því allir erum vér sveinar, og erum ekki við annað kenndir en hólf', sagði geisladiskahulstrið Davíð með djúpri andstyggð í hálsi, og kökk að auki.

'Okkar er ríki sólarinnar', skaut Gústaf að, 'bænir okkar berast með ljósi. Hver okkar ósk er uppfyllt að eilífu í kyrrstöðu hraðans.'

Þetta voru hans síðustu orð, því hann greip andann á lofti og var öreindur þegar.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Úr líffræðiprófinu

Spurning: (minnir mig) Á hverju nærist lithimnan?

Svar mitt: Hún leggst á hross.

Mér gekk sem sagt illa.

laugardagur, apríl 01, 2006

Hahahahahaha!!

BÚJA MH! Og innilega til hamingju, vort Morfíslið. Ég skulda ykkur óborin börn mín.