laugardagur, maí 23, 2009

Sú ofdirfska að vera ungur

Ég var að koma úr útskriftarathöfn systur minnar úr MH. Var athöfnin löng og leiðinleg eins og hæfir slíkum alvarleikastundum. Þó fannst mér þar mætast tvö ólík sjónarmið - mikið var um ræðuhöld, en stigsmunur á efni eftir aldri.

Ungir útskriftarnemar tveir stigu fyrst í pontu og héldu óskaplega skemmtilega (og afar menntaskólalega) flippræðu. Bros voru á vörum og allir hinir kærulaustu, ungt fólk og fallegt, athöfnin frjálsleg og skemmtileg. Kom svo að eldri stúdentum og rektor að tala - og annað var uppi. Umræðuefnið var kreppan.

KREPPAN!!!

Vesalings MH-ingarnir þurftu að sitja undir löngu tali um erfiðleikana þeim í vændum, hinn djúpa pytt sem Ísland er í statt og alla uppbygginguna sem verða þyrfti. Þeir voru hvattir til að leggjast í útrás fyrir góðu útrásarfyrirtækin þrjú (Marel, Össur og CCP) og loks var öll ábyrgð á endurreisninni þunglega lögð á þeirra unglingsbognu herðar. Maður fann gleðina leka frá athöfninni með hverju mæltu orði.

Ég held satt að segja að þessir menntaskólanemar séu í góðum málum í kreppunni. Þeim er nefnilega mest sama um hana, og þannig hefur hún minnst áhrif á þá. Kreppan er 70% huglæg, og langfyrirferðarmest meðal eldri kynslóða. Það ætti því að vera lágmarkskurteisi að láta hina glöðu huga hinna yngri ráða ferð í þessari athöfn - en nei. Þetta er tíminn fyrir föðurlegar hagfræðiábendingar og lúmskar dómsdagsspár innan um harmræna ættjarðarsöngva.

Er það svo vitlaust að láta þetta unga fólk bara í friði frá þessu, fyrir utan eina kurteislega bón: að vera hamingjusamt?

Einhver þarf nú einu sinni að vera það á þessu landi.

þriðjudagur, maí 12, 2009

Meyrð

Sem stendur þykir mér fátt fallegra en eftirfarandi setning, sem er titill á smásögu eftir Tolstoj sem ég var að klára -

'Guð sér hið sanna en bíður'

mánudagur, maí 04, 2009

Skuldarar, píslarvættir hinna síðari daga

Kannski er ég tilfinningalaus bastarður, eða skuldlaust, saklaust háskólaelítugerpi á blogginu. Allt þetta má kalla mig. En eftir sem áður er ég alls ófær um að vorkenna skuldurum.

Nú eru uppi háværar kröfur skuldara þessa lands um réttlæti gagnvart þeim í boði yfirvalda. Nú í mogganum í dag er viðtal við atvinnulausan fyrrum atvinnubílstjóra með tvö bílalán, eitt 100% húsnæðislán og loks ein sjö börn - hann ætlar að hætta að borga, segir annað ekki vera hægt.

Maður þessi var atvinnubílstjóri - af starfstétt sem var ekkert á leiðinni að verða langlíf. Samt tekur maðurinn, í miðri bólu, tvö bílalán og 100% húsnæðislán. Hann virðist gefa í skyn að hann bara hafi ekki getað annað, lánin voru svo vel seld og kynnt. Þess vegna vill hann að fólk taki sig saman og hætti að borga, því ef hann gerir það einn er það glæpur, en ef það gera þúsundir er það pólitík.

Þar með sest íbúðalánasjóður á hausinn og nýju bankarnir verða að afskrifa fé, svo ríkisstjórnin þarf að veita þeim nýtt, sem hún þarf að innheimta frá skattborgurum. Með þessu er sem sagt skuldum helstu fjármálaóvita þessa lands, sem telja kannski 10% þjóðarinnar, velt yfir á hin 90%. Allt í nafni réttlætis.

Þetta fer í taugarnar á mér. Það neyddi enginn neinn til að taka lán. Það var vissulega andi fyrir því í þjóðfélaginu - andi sem ég hefði án vafa dottið í væri ég fæddur bara tvemur árum fyrr - en það er engin afsökun. Fólk er á eigin ábyrgð. Það ber ábyrgð á eigin heimskulegu lántökum og ábyrgð á því að velta þeim yfir á annað, blásaklaust fólk.

Þetta er kallað að hætta að borga, ekki það sem það er, sem eru svik, eða stuldur. Það bitnar á öllum nema þeim sjálfum, sem telja sig alsaklausa - nema að það er rangt. Stórskuldarar þessa lands eru í nákvæmlega sama hópi og hinir alræmdu útrásarvíkingar - þeir eru dæmi um fáránlegt fjármálavit Íslendinga sem keyrði sig nú nýlega, algjörlega verðskuldað, í kaf.

Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið hversu fáránlegt það er að taka gígantískt húsnæðislán - maður er í raun að treysta því að það verði efnahagslegur uppgangur í 25 ár eða hvað sem borgun að fullu á að taka. Það getur enginn treyst á þetta. Sá sem tekur svona lán tekur rosalega, rosalega áhættu - áhættu sem Íslendingum í þessum sporum hefndist fyrir.

Megi þeim svo leyfast.

laugardagur, maí 02, 2009

Nú set ég met í tilgerð - grein sem ég skrifaði fyrir skólann á frönsku

Être historique en nouvelle Islande

Les personnes qui, comme l’auteur de cet article, sont nées après ou vers la fin de la guerre froide, éprouvent souvent que l’histoire est quelque chose de bien passé, quelque chose de distant et d’imprenable. L’idée que nous en pourrions faire partie n’existait presque pas– mais rien n’est sûr dans ce monde.


Ce qui semblait être l’ascension rapide et incroyable de l’économie islandaise de vingt ans est devenu, rapidement et incroyablement, un effondrement complet pendant une semaine en octobre. Les trois banques les plus grandes du pays sont mortes et nationalisées par le gouvernement dans la panique. L’humeur du peuple est devenue pas moins que suicidaire en un instant.


Je me souviens d’un moment pour moi très symbolique: au milieu de la folie, ‘Oktoberfest’ était fêté à l’université. J’étais assis dans une grande tente avec environ deux cents autres étudiants, une bière danoise à la main, pensant que tout ça était fini, un cadavre qui refuse d’admettre sa tombe. Cette idée n’était pas unique; tous ceux que je voyais ou buvaient fort ou semblaient choqués et tristes, la fin de tout qu’ils connaissaient les regardait fixement.


Mais à proximité, quelqu’un s’est levé, est monté sur sa table, et a fait entendre sa voix, faussée par l’alcool et par l’émotion, avec l’hymne national d’Islande – notoirement impossible à chanter pour des amateurs – et tous, je veux dire tous dans cette tente froide ont commencé progressivement à chanter avec lui, un sourire malsain sur chaque visage!


Et quand cette chorale improvisée a atteint le vers immortel qui sonne “Une petite fleur éternelle / avec une larme tremblante / qui prie son Dieu/ et meurt”/, la beauté et l’hilarité a rempli l’air pour que tout souci ait disparu, ne serait-ce que pour un instant.


En ce moment-là, vraiment, j’ai été fier d’être islandais. Il y avait un sens de l’humour malsain et sarcastique que j’aime voir à tels moments de désespoir - mais cela n’a pas duré longtemps. Lentement, le choc initial disparaissait et la colère prenait sa place. L’Islande, le pays le plus pacifique du monde, a fait la connaissance avec les émeutes, le gaz lacrymogène, les adolescents anarchistes, la police blindée, la violence dans la rue. Tout cela a été vu souvent déjà dans d’autres pays, mais ici cela peut s’appeler et a vraiment été appelé une “révolution”.


Quand le parlement islandais s’est encore assemblé le 20 janvier 2009, après les vacances de Noël, l’histoire était faite en deux endroits différents au monde. D’un côté, en Amérique, Barack Obama a prêté serment du président des États-Unis et a fait un discours historique, frappant et exaltant, qui a apporté de l’espoir aux peuples du monde. De l’autre, en Islande, une grande manifestation s’est formée spontanément en face de l’édifice du parlement.


Le but était clair: perturber l’assemblée qui semblait complètement dépourvu de pouvoir et d’intérêt d’améliorer la situation, de comprendre l’humeur du pays, de prendre de la responsabilité, d’écouter les citoyens et de dissoudre le gouvernement encore en panique. Pour ce faire, les manifestants ont apporté des casseroles en masse, et en tapant sur celles-ci ont fait un bruit incroyable qui a vite atteint les parlementaires perplexes. La police a essayé de protéger le parlement, et des bagarres ont commencé devant les yeux des médias.


Pour moi, qui n’étais pas là, c’était une expérience télévisuelle sans égal. La chaîne publique a basculé perplexe entre le discours stoïque d’Obama, l’image effrayante de la violence en face du parlement, et la confusion presque comique des parlementaires là-dedans qui essayaient encore de faire leur travail comme d’habitude, pendant que le pays se transformait sous leur yeux. La folie était telle que le gouvernement simplement devait s’effondrer, ce qui s’est passé une semaine après.


La plupart des demandes des manifestants a depuis été satisfaite, mais le système politique n’a pas été transformé comme beaucoup de gens ont voulu. Plus les jours passent, plus il devient ridicule d’appeler cela une “révolution”. Mais vraiment, ce qu’il s’est passé, a dû se passer. L’humeur du pays, sur laquel j’ai écrit ci-dessus, avait besoin de quelque chose de dramatique - d’une rédemption après l’effondrement humiliant de nos rêves, nôtre avenir. Nous avions besoin de faire partie de l’histoire – et bien que la “révolution” soit petite et ordinaire vue de l’extérieur, en Islande le but était vraiment atteint.


Donc, maintenant nous attendons les temps meilleurs, quand l’histoire sera encore une fois distante et imprenable.