mánudagur, nóvember 28, 2005

Ég skil enganveginn í fólki sem hlustar ekki á Sigur Rós. Tónlistarbesserwisserlegir vinir mínir og félagar hafa bent mér oft og mörgum sinnum á aðrar nýrokksveitir sem eiga að vera heitastir og bestir með mínímalískum póst-módernískum þvergripum og textum sem eru á fornu tungumáli Hittíta spiluðu hægt og sungnu í demónískri fimmtund - og alltaf á þetta að vera bezt og flottazt. Ekkert af þessu er svo mikið sem hár á rassi Sigur Rósar...

laugardagur, nóvember 26, 2005

Bob Dylan - Love Is Just A Four-Letter Word



Seems like only yesterday
I left my mind behind
Down in the Gypsy Cafe
With a friend of a friend of mine
She sat with a baby heavy on her knee
Yet spoke of life most free from slavery
With eyes that showed no trace of misery
A phrase in connection first with she I heard
That love is just a four-letter word

Outside a rambling store-front window
Cats meowed to the break of day
Me, I kept my mouth shut, too
To you I had no words to say
My experience was limited and underfed
You were talking while I hid
To the one who was the father of your kid
You probably didn't think I did, but I heard
You say that love is just a four-letter word

I said goodbye unnoticed
Pushed towards things in my own games
Drifting in and out of lifetimes
Unmentionable by name
Searching for my double, looking for
Complete evaporation to the core
Though I tried and failed at finding any door
I must have thought that there was nothing more
Absurd than that love is just a four-letter word

Though I never knew just what you meant
When you were speaking to your man
I can only think in terms of me
And now I understand
After waking enough times to think I see
The Holy Kiss that's supposed to last eternity
Blow up in smoke, its destiny
Falls on strangers, travels free
Yes, I know now, traps are only set by me
And I do not really need to be
Assured that love is just a four-letter word


Og karlinn gaf þetta ekki einu sinni út...

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Geburtstag heute

Fyrir einum sjötíuogfimm mínútum fékk ég þann langþráða rétt að gifta mig!

mánudagur, nóvember 14, 2005

Vegna bumbs

Það er víst nýtt klukk að bumba, og skal þá segja frá þremur uppáhaldsdrykkjum og þremur uppáhaldskvöldverðum - Vinur vor Einar hefur kallað þessa yfir heiminn. Ég biðst afsökunar á að hafa verið svo lengi að þessu, Einar, en þú ert nú þekktur fyrir þolinmæði. ;)

Zu trinken:
  • Ískalt kók. Þegar það rennur niður finnur maður fyrir hálfgerðri brunatilfinningu í maganum og maður man skyndilega eftir því að maður er að torga einhverskonar samþjappaðri vessasúpu satans, sem fyllir magann af rotvarnarefnaóbjóði, leysir upp tennurnar og fyllir þvagblöðruna, en manni er einhvernveginn samt alveg sama og drekkur samt. Áhugavert.
  • Brazzi. Á bakvið þetta val er saga. Þegar ég var smámenni hér á tímum risaeðlna, þótti ég mjög stórtækur í matar -og drykkjarneyslu, og benti karl faðir minn mér á að ég mætti ekki þamba eplasafann. Yfirleitt leiða börn svona hluti hjá sér, en í þessu eina tilfelli festist þetta rækilega í mér, og síðan þá hef ég alltaf staupað Brazza eplasafa, og geri það til þessa dags. Þetta þykir mér nógu skemmtilegt í endurliti til að setja drykkinn hér.
  • Drykkur númer þrjú er leyndardómur. Múrmeldýri skal fórnað til Bafómets til að komast að því hver hann er.
Zu essen:
  • Lasagne. Lasagne er byggingarfræðilegt meistaraverk. Öll hönnun þessa ómetanlega neysluklumps er svo stórkostleg að ég tel að hugvit manna hafi hreinlega aldrei fundið upp á öðru eins. Pýramídarnir blikna í samanburði...
  • Calzone sem ég fékk í bæ í Amalfi á Ítalíu. Ég hef sjaldan smakkað annað eins. Annað dæmi um ítalskt hugvit, að leggja pítsuna saman! Hvílíkir snillingar.
  • Crème Brûlée. Besti eftirréttur heims, og annað dæmi um hugvit í mat. Ókei, hér höfum við búðing. Hvað gerum við? Jú, notum logsuðutæki á hann! Frakkar eru sniðugir.
Og já, það er allt. Ég bumba mon Dodd og Katrínu.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Bonnie 'Prince' Billy - I See A Darkness

Well, you're my friend
And can you see
Many times we've been out drinking
Many times we've shared our thoughts
But did you ever, ever notice, the kind of thoughts I got
Well you know I have a love, a love for everyone I know
And you know I have a drive, to live I won't let go
But could you see its opposition, comes rising up sometimes
That its dreadful imposition, comes blacking in my mind


And then I see a darkness
And then I see a darkness
And then I see a darkness
And then I see a darkness
Did you know how much I love you
Is there hope that somehow you
Can save me from this darkness

Well I hope that someday buddy
We'll have peace in our lives
Together or apart
Alone or with our wives
And we can stop our whoring
And pull the smiles inside
And light it up forever
And never go to sleep
My best unbeaten brother
This isn't all I see

Oh no, I see a darkness
Oh no, I see a darkness
Oh no, I see a darkness
Oh no, I see a darkness
Did you know how much I love you
Is there hope that somehow you
Can save me from this darkness


Jesús.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Til að stela orði frá gáfaðri manneskju...

...þá er þetta minn fyrsti alnáttungr vegna náms. Og það skemmtilega er að hann nægði ekki einu sinni alveg. Klukkan er 6:22.

Jæja, alltaf gaman að prófa.