föstudagur, apríl 29, 2005

Cum industria!

Til æfingar í latínu, bæði minni eigin og annarra ef einhverjir hafa þörf á og gaman af, skrifast hérmeð latínustíll.

Frater tuus edebatur cum industria ab aquila. Si linguam latinam dicere non potueris, in casam tuam veniam et sanitati tuae nocebo. Credo, magistros nostros eo anno bonos fuerunt. Animus matrum odiosus sunt. Ars mathematica pro servis nostris est. Cum Deus diu seduisset, leo edebatur ab equis.

Ef þið munuð hafa eftir villum tekið, fyrir neðan athugasemd þið skrifa skuluð.

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Verwirrung! Götterdämmerung! Geschirrspüler!

Dönskuglósur og Tchaikovsky! Rargzagarg!

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Opto...

Mín helsta ósk, efst á öllum óskalistum síðustu ára, hefur verið að fá mér dverg. Og ekki bara hvaða dverg sem er, ég vil fá sænskan dverg sem heitir Hülk. Hann skal elta mig liðlangan daginn með litla trommu og tromma 'duruduTSJJJJJJJ' í hvert sinn sem ég segi fimmaurabrandara.

Ég veit að Darra K félaga mínum dreymir svipaðan draum, en hann vill sænskan morðingjadverg að nafni Erik. Kannski hittumst við í garðinum gamlir og rykfallnir við viðrun á dvergunum okkar?

föstudagur, apríl 22, 2005

Af MSN

Ég var að líta yfir gömul samtöl á MSN við hann Þórarinn, nýbakaðan Quaestor Scholaris - og sumt af þessu er alveg yndislegt. Kannski einkahúmor, en er það ekki hvort sem er pointið í bloggum sem þessum?

...

Doddi: minnimáttarmenn eru ekkert nema undanskafningur, flyðruleg froða sem blæs burt og sundrast í næstu vindhviðu örlaganna

Vox populi: Vindhviður örlaganna eru vart annað en áhrifsvaldar hreyfingar vatnsdropa örfárra í hinu óendanlega úthafi rúmtíma...

Doddi: typpi

Vox populi: :D

Vox Populi: Thy rhetoric has caused a spasmic lapse in my speech centers!

Doddi: aye

Doddi: it oft does

Vox populi: Mmmm.. spasms.

Vox populi: twitches of liquid timespace in the transcontinuum.

Doddi: haha

Doddi: haltu áfram að para saman einföld og ósamstæð afstæð hugtök

Vox populi: Art thou dazzled by my metaphysical spouting!?

Doddi: nay

Doddi: merely amused

Vox populi: intraconformal membranes shifting in superflux, oscillating energy fissures between geysers of antimatter liquids

Vox populi: Metaphysics on dope!

Doddi: indeed

Vox populi: Mér líkar einstaklega vel við 'intraconformal membranes'. Hljómar svakalega gáfulega.

Doddi: haha

Doddi: þessi setning lýsir Þorsteini fullkomlega

Doddi: 'Mér líkar einstaklega vel við 'intraconformal membranes'. Hljómar svakalega gáfulega.'

Doddi: yndislegt!

...

Doddi: blazraghazg?

Vox populi: The slime-god of the nether worlds?

Doddi: nei

Doddi: það er Kangaxx

Vox populi: Who defecates shampoo?

Vox populi: And farts bananas?

Doddi: blazraghazg er eitt hinna fjölmörgu sortuæxla hans

Vox populi: Ah. En Xixhizchantoxxirzabat?

Vox populi: Guð frumuskiptingar og letidýra?

Doddi: bwahahaha

Vox populi: Did that amuse you?

Doddi: aye

Doddi: I am the god of cellular meitosis and sloths

Vox populi: Indeed.

Vox populi: Hvað með ii, shaman skyrs og DVD-hulstra?

Vox populi: Það er nóg af guðum í þessum heimi...

Doddi: hahahaha

Vox populi: Þórarinn, ég er ástfanginn.

...

Doddi: þossi!
Vox populi: ÞÓRARINN!
Vox populi: :-O
Vox populi: Lifegiver; breeder of the infinite sky-circle!
Vox populi: Rider of the sky!
Doddi: golden guardian of the glorious gate of Zhanzhanbatzu!
Doddi: hoho
Vox populi: Verily!
Doddi: aye

...

Doddi: a pox on you!

Doddi: Doddi, the Skyrider, dragon-tamer, light-wielder, devourer of much candy, must now sleep to recover his energies.

Vox populi: Aye.

Vox populi: Do so!

Vox populi: Rest thy material presence before the ardous tasks that await thee at dawn!

Doddi: aye

Vox populi: Ere the rising of the sun, mayst thou find that the skies are lightened up and the moon driven into the depths!

Doddi: the Rocket-Wulf doth throe.

Doddi: aye, it is by mine divine presence that hope is kindled, demons flee in panic and dwarves are cookd on George-Foreman grills

Doddi: but thou!

Doddi: Blazraghazg of the fertled Rut, wreather of darkfire, bringer of destruction and doom!

Vox populi: :D

Vox populi: Thou orator!

Doddi: Blazraghazg the great, Blazraghazg the corrupt!

Vox populi: Cyberspace sizzles in the wake of thy words!

Doddi: nought but searing scorch-paths through space time are seen whence I have made mine journey!

Doddi: scorch-paths of blinding color and conflagratory brilliance!

Vox populi: Loopholes of supertransconformalintracontinuum!

Doddi: Doddi, bender of existence! Doddi, explodator of cosmic imbalance and flaglurgulatori spatial hymns!

Doddi: All must kneel! Kneel, and repent! Kneel! And be consumed in the oblivion of absolute light!

Vox populi: Verily!!

Doddi: But thou!

Vox populi: I!

Doddi: Shade-fiend, harbringer of woe, devourer of worlds, wellspring of slime!

Doddi: awesome!

Vox populi: Aye! I verily do swallow the defecations of the cosmos and revel in its negatory nature upon my rectum and other anal organs!

Doddi: Blazraghazg, consumer of cosmicity, warped mutator of all that is, was and never will be!

Doddi: úff

Doddi: þessi steik er ótrúlega skemmtileg!

Vox populi: Ójá. :P

- - -

Þetta gæti verið endanleg sönnun þess að við Doddi eigum heima lokaðir í dimmum kjallara einhversstaðar, í spennitreyjum og og með kefli fyrir munninn. En gaman var það.

Og þetta er ekki einu sinni toppurinn á ísjakanum...

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Rokkpáfi

Nýji páfinn hefur víst lýst því yfir að hann sé á móti rokktónlist, og segir hana 'tjáningu hinna óæðri hvata'. Þetta er að sjálfsögðu ekki nógu gott, og vil ég efna til kosningu á rokkpáfa. Ég tilnefni Roger Waters, fyrrv. bassaleikara og textahöfund Pink Floyd.

Stórkostlegt ljósashow mun upphefjast á Péturstorgi, og svissneski vörðurinn mun ganga fram og til baka fyrir framan sviðið í hlutverki hamranna. David Gilmour mun taka sér hlutverk kennarans og Ratzinger 'Benedictus' mun æra lýðinn í hlutverki dómarans í ógleymanlegri uppfærslu á Veggnum sem mun skekja byggingarstoðir kaþólsku kirkjunnar og fá Pétur sjálfan Postula til að snúa sér sex hringi í gröfinni.

Þetta mundi örugglega framlengja dauða kaþólsku kirkjunnar um svona fimmtíu ár!

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Consecutio temporum

Oft er sagt að sumir einfaldlega fæðist á röngum tíma - að samtíminn henti þeim álíka vel og hlýrabolur kerlingu. Ég hef velt þessu fyrir mér nýlega, og þá í samhengi við nokkra félaga mína, til að byrja með.

Hann Darri hæstvirtur Edvards ætti í raun heima í Róm til forna, á tímum Súllu. Hann stæði á miðju Forum Romanum, tógað sviptandi á óæsandi hátt í kringum prívatparta hans, meðan hann læsi hárri röddu yfir hausamótum prólateirana að þeir væru einfaldlega fátækir að eðlisfari. Hann byggi í búgarði í Toscana, þar sem hann liggur mestallan daginn og rymur af ánægju yfir þögninni og einsemdinni meðan ástardrengirnir flykkjast í kringum hann með vínber, þó alltaf þegjandi.

Þórarinn Sigurðsson, hinsvegar, á heima á Ítalíu miðalda. Hann ferðast um með ítölsku 'Commedia dell'arte' ferðaleikhúsi yfir allt stígvélið og spilar á næsta hljóðfæri af mikilli ástúð, milli þess sem hann sprellar úr sér allt vit á litlu sviði i hlutverki Harlequins í ítalskri kómedíu með tilheyrandi söng, dansi og froðufellingum. Þegar hann fær frí frá leikhúsinu stundar hann sauðfjárrækt.

Að sjálfsögðu á Darri Kristmunds að lifa 'in the seventies'. Hann gengi í þröngum, innfóðruðum leðurbuxum - og hann mundi aldrei nokkurn tíman fara úr þeim - og í engu öðru. Hann byggi í London eða L.A. - erfitt að sjá hvor var meiri rokkborg - og hann væri orðinn karlkynsgrúppía flestallra hljómsveita sem fundust á þeim tíma. Hann selur blíðu fyrir tónleikaaðgang og neytir ofskynjunarlyfja daglega. Þau hafa engin áhrif á hann - níu af hverjum tíu kattarhausum inní bleiku hringiðunni sem táknar jafnvægi mannssálarinnar gagnvart hinum óendanlega rúmtíma segir honum svo.

Einar elskulegur Finnsson á hinsvegar heima í Soyuz Sovetskikh Sotsialisticheskikh Respublik, ellegar Sovétríkjunum. Hann gegnir mikilvægri stöðu í þjóðernishreinsunum Stalíns - og finnst gaman af. Hann safnar rússneskum vopnum og áróðursmyndum, hann hefur ánægju af því að stilla grammófóninn á allra hæsta stig og spila nallann, og ef einhver nágranni svo mikið sem lítur ásakandi á hann, er náð í Komitet Gosudarstvennoy Bezopasnosti, ellegar KGB, og viðkomandi sendur til Síberíu, og Einar sjálfur fylgir þeim út á lestarstöðina, og bendir og hlær háum hlátri þegar lestin flytur þá út í eilífðina.

Kannski fleiri seinna, svefn núna.

mánudagur, apríl 11, 2005

Sjálfsvorkunn

Þegar ég lít yfir nánustu bloggflóru þá get ég vart gert annað en að finna til minnimáttarkenndar. Hér eru öll skrif svo skraufþurr og rykfallin að þau molna við of ákveðna störu - meðan ég linka á eðalblogg sem eru drekkhlaðinn aðhlátursefnum. Ég hef því miður húmor á við fullan björn - maður hlær aðeins úr fjarlægð - og fyrirfinnst því lítið af slíku efni hér...

Þó vil ég benda fólki á þetta blogg, sem er án vafa með því fyndnasta sem ég hef lesið... mæli með 'Kína spa'.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Proletarii

Finnst mér stórkostlegt hvernig gamlir og góðir siðir eru við lýði í kosningabaráttu innan MR eins og annarsstaðar í skólalífinu. Við MRingar erum of sjálfstæðir til þess að vera 'flokksbundnir' við einhverja ákveðna frambjóðendur, nei, við erum eins og prólaterarnir í Róm til forna, við seljum atkvæði okkar fyrir veraldlegan auð.

föstudagur, apríl 08, 2005

Kvabb

Mótmæli er grunnur hins meingallaða lýðræðis. Það er eina leiðin fyrir þegnana að sýna að minnsta kosti einhvern samhug gegn yfirvöldum - því að það sem byggir upp siðmenningu er aðeins einn hlutur; ótti. Ótti við stjórnvöld, og ótti við skort á þeim...

Ég held því fram að eitt virkasta lýðræði heimsins sé Frakkland... þar verður stjórnin einfaldlega að taka þjóðina í reikninginn, því að stjórnin veit af því að ef þjóðinni er misboðið, er ekki bara samkoma af örfáum gömlum hræðum á Bastillutorginu, flestir af hverjum eru útbrunnir hippar sem halda enn í kommúnistahugsjónir; það eru risastórar kröfugöngur um allar borgir landsins, vorubílstjórar loka vegunum og menn jafnt og konur hætta vinnu - landið lamast.

Það væri gaman ef hefð fyrir þessu væri á Íslandi - en Íslendingar eru öðrum þjóðum betri í að beygja sig niður og láta taka sig í rassgatið. Það kemur 'fjölmiðlafár' sem samanstendur af tvemur kastljóssviðtölum, offhand mention í leiðara og fimm innsendum greinum faldar í miðju moggans, auk einnar illa skrifaðrar fréttar úr fréttablaðinu - og svo gleymist heila klabbið á tvemur vikum. Hver man eftir Falun Gong málinu, einu versta hneiksli í íslenskri stjórnmálasögu? Íraksstríðið gleymist líklega næst, og þá er það eina sem er eftir endurkjör sjálfstæðismanna og fastur starfssamningur um þátttöku í næstu fjórtán stríðum Bandaríkjamanna, og líklega lögbann á múslíma og skeggjað fólk.

En annars voru óvenjulega góð mótmæli gegn styttingu framhaldsskóla í gær - sem ég er ekki að minnast á fyrr en hér, gat nú verið... en þannig vil ég sjá aftur frá þessari kynslóð. Kannski nær hún loksins að koma stjórninni frá og sýna það og sanna að það sé einhver von um að lýðræði geti virkað ef maður rembist nógu andskoti mikið við að fá það til þess...