miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Þetta er líklega magnaðasta afmælisgjöfin sem ég fékk

Best er að taka fram að þetta var ekki gefið í gríni!

Í framtíðinni ætla ég að verða alveg eins og þessir menn.

mánudagur, nóvember 26, 2007

Modern times

Hah! Eg er ad skrifa thennan post a ipoddinum minum a kaffihusi yfir cappucino. Eg er svo modern ad eg gaeti aelt. A hest, no less.

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Wicingas

Ég var að taka upp stuttmynd eftir handriti eftir mig í sumarbústað mínum í marga sólarhringa án svefns og átti afmæli á meðan. Mæli ekki með þessu, er að leggjast í kuml tvítugur að aldri.

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Ódreymi

Mér er sífellt erfiðara að sofna og ég sef sífellt verr. Þetta getur aðeins leitt til bráðrar geðveilu í náinni framtíð og ekki þykir mér ólíklegt að einhvern daginn vakni ég bundinn á hjól í stöðu hins vetrúvíska manns, kvikanakinn og drifinn blóði hamstranna. Þá mun ég segja fokk sjitt sjæse og helvíti og fara svo að sofa.

Í gærnótt var andvaka löng og skemmtileg. Heilinn vildi alls ekki slökkva á sér og mér til mikillar furðu hóf hann að greina deilu Ísraela og Palestínumanna í kjölinn, algjörlega þvert á mínar óskir. Hauskjötið masaði yfir mér engjandisk og ekki varð mér um rótt.

Pólitík er farin að hafa stóráhrif á líf mitt.

Varist! Blóð hamstranna

mánudagur, nóvember 05, 2007

Talandi um smáhesta

Dong.

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Í gegn um ölvunarnifl

Öll heimsins fegurð er falin í ást og ofbeldi.