laugardagur, apríl 25, 2009

Lýðræði

Það er eitthvað svo tilgangslaust að yfirleitt hafa lýðræði þegar öll framboðin eru rusl.

föstudagur, apríl 17, 2009

Ástþór

Það besta í allri ömurð kosningabaráttunnar er að sjálfsögðu Ástþór Magnússon. Mér finnst hann æðislegur, af sérstökum ástæðum. Fyrir mér er hann nefnilega táknmynd fyrir stóran hóp þjóðarinnar, hvort sem þeim hópi, eða Ástþóri sjálfum, líkar það betur eða verr. Sá hópur er bloggarar.

Hvert og eitt einasta tryllingslega orð sem veltist úr honum undir helsjúku augnaráði hefur birst aftur og aftur og aftur á helmingi allra moggablogga þessa lands undanfarið hálft ár, sem og á kommentum á bloggi Egils Helgasonar, þess vinsælasta þessa lands. Þetta finnst mér óborganlegt.

'25 auðmenn sem hafa lagt þjóðina í rúst', 'verður að handtaka og frysta eigur TAFARLAUST', 'landráðamenn', 'beint lýðræði', 'spjöll, rán, arðræningjar' o.s.fr. Ekki bara orðin sjálf, heldur andinn á bakvið setningu þeirra, hin fræga 'helvítis fokking fokk' tilfinning, froðufellandi hneykslun, yfirþyrmandi réttlæting á eigin sakleysi, skýr skipting heimsins í gott fólk og illt - þetta er náskylt.

Ástþór og bloggarar sjá samsæri í hverju horni. Þegar einhver andmælir þeim er farið á Íslendingabók og fjölskyldutengsl grafin upp við ljóta útrásarvíkinga. Rökum er aldrei svarað. Allt er persónulegt. Þeir tala beint við fólk sem ekki er til staðar. 'SKILAÐU PENINGUNUM JÓN ÁSGEIR' í hverju kommentakerfi og í hverju viðtali.

Bloggarar og Ástþór eru afleitlega máli farnir, með hryllilega stafsetningu, algjört rökhatur, eru geigvænlega ósjónvarpsvænir, svo pínlegt er að horfa á. Ráðgátan er, af hverju hefur hann ekki þegar unnið sér inn yfirburðastuðning meðal þessara skoðanabræðra sinna?

Þótt ótrúlegt megi virðast hata bloggararnir Ástþór meira en flest annað. Ekki neita þeir því að þeir eru sammála honum í flestöllu? Er kannski málið það að þeir átta sig vel á því sjálfir, að enginn úr þeirra hópi ætti í raun og veru skilið að koma nálægt stjórnun þessa lands?

Þar hafa þeir að minnsta kosti fullkomlega rétt fyrir sér. Áfram Ástþór, verð ég því að segja, þú óborganlegi spegill froðubloggara þessa lands, sem hörfa undan þér eins og rónar undan holdsveikum flassara á Hlemmi. Skemmtileg sjón ef maður er í hæfilegri fjarlægð!

(segi ég af blogginu og ávarpa Ástþór beint.)

mánudagur, apríl 06, 2009

OMGZORBOOBIE

Dear Ms/Mr,

wir haben Ihre Nominierung dankend erhalten.
thank you for your nomination.

Wir bitten Sie sich unbedingt online bis zum 15.05.2009 zu bewerben!!!
Please fill out the online-application until 15.05.2009!!!

Im Rahmen des Onlinebewerbungsverfahrens erhalten Sie von der
Humboldt-Universität eine Nominierung mit den für Sie möglichen
Studienfächern. Diese Mail drucken Sie aus, lassen Sie von Ihrem
Koordinator der Heimatuniversität unterschreiben und senden Sie bitte
per Post an uns zurück. Erst danach erhalten Sie die Bestätigung für das
Programmstudium (per E-Mail).
In the bound of online application you will get a nomination from
Humboldt-Universität showing the subjects, you can study at our
university. Please print this mail, take the signature of your
coordinator of home university and send it back to us by letter. Only
than you will get the confirmation for your programme study (by e-mail).

Í allri minni geðshræringu yfir þessum mail hlýt þó ég að taka eftir, og flissa nervöst að, hinni hörmulegu þýsk-ensku höfundarins sem bjargað hefur degi mínum!