sunnudagur, ágúst 21, 2005

Imagines

Ljósmyndun er eitthvað sem ég hef óttalega gaman af, verandi latur mannleri, þar sem það eina sem þarf í þá listgrein er tímasetning, augu og hæfileikinn til að ýta á takka, sem að þó útilokar furðulega marga frá iðkuninni. En hérna eru nokkrar myndir úr nýlegri ferð, njótið vel.
Stytta af Freddy Mercury í bænum Montreux.
Draumabíllinn, Ferrari 550 Maranello, sem einhver hefur lagt fyrir utan úrasafn í Genf. Já, úrasafn.
Matterhorn, séð frá bænum Zermatt.
Svissneskur bær og familían.
3883 metra hæð yfir sjávarmáli, upp á Klein Matterhorn.