sunnudagur, júlí 17, 2005

Post Half-Blood Prince (sans spoilers)

...vá.

Aldrei hefði ég getað giskað á að Joanne Kathleen Rowling ætti þetta í sér.

Margir munu kannski vera á móti þessari. Þetta er ekki barnabók... aldrei láta börn komast í þetta. Ég hefði ekki haldið að JK mundi þora að skrifa svona - dimmasta og tragíska bókin í seríunni. Sú besta? Ég get bara ekki sagt um það. Ég þarf að lesa hana aftur til þess... en þetta er sú bók sem hefur mest áhrif á mig. Þetta er eiginlega mesta listaverkið í seríunni hingað til, ef svo má segja - hún er ekki jafn skemmtileg og Goblet of Fire eða Prisoner of Azkaban, en áhrifameiri.

Og verið viss, bók sjö verður meistaraverk. Meistaraverk...