föstudagur, júlí 15, 2005

Til að blogg mitt fari ekki að sérkennast af fullnægingum...

Þá ætla ég að reyna að skrifa eitthvað af viti. Afsakið ef allt fer fjandans veg, ég reyndi þó.

Sá ég myndina Closer í dag. Var hún blendin. Söguþráður hennar einkenndist af einum rosalegasta ástarvef sem ég hef nokkrun tíman heyrt um - ég hef kenningu um að myndir af þessu tagi séu að keppa sín á milli um titil sem gefinn er fyrir mesta fjölda bitra skilanaða á skjánum. Flækju þessa er ómögulegt að skýra án aðstoðar líkindareiknings, lógariþma aukinheldur væns skammts af Meskalíni, svo að mögulegt er að ég hafi eitthvað rangt eftir:

Clive Owen: A
Julia Roberts: B
Natailie Portman: C
Jude Law: D

Nú tjái ég þetta með örvum:

A -> C ; A -> B
B -> D ; B -> A ; B -> A
C -> A ; C -> B ; C -> A
D -> C ; D -> B ; D -> C

Ef hebresk nöfn leikaranna eru sett inn í þessa formúlu umritast hún í hið 217 talna hebreska nafn guðs, sögn hvers mun framfleyta mannkyninu á æðra stig þróunar og hugsunar svo að skynjun okkar lætur af staðnaðri heimsmynd og tekur sér stað í hinu eilífa ríki Síon andans.

Q.e.d.

Þetta er eina mögulega skýring þess að þessar manneskjur einfaldlega geti ekki haldið sér frá því að fara upp á hver aðra...

Og Julia Roberts er ekki einu sinni það falleg. Natalie Portman, hinsvegar...