mánudagur, ágúst 08, 2005

Aptr á GMT+[0]

Kannist þið við þessa tilfinningu sem maður fær eftir að hafa flogið tvær flugferðir og keyrt þvert yfir lönd og maður gengur út af Leifsstöð - og kaldur, nístandi íslenskur vindur lemur mann í andlitið þegar rennihurðirnar opnast og maður getur ekki annað gert en að brosa eins og hálfviti framan í miðnætursólina?

Netið liggur niðri hjá mér á stundinni svo að ég skrifa úr vinnunni. Ég hef aldrei verið talinn góður starfsmaður og góð ástæða fyrir, enda súpuanarkisti af verstu gerð.

Ferðin var stórskemmtileg, eins og venjulega. Ég er að spá í að gera gelgjulega hlutinn og pósta nokkrum myndum sem ég tók, hundleiðinlegar artí myndir af sólsetrum allar, að sjálfsögðu, þegar að samband við umheiminn ég fæ aftur gegnum netið. Því að gelgja er ég.

Þunglyndisleg tilvitnun til að drepa færsluna niður og gera mig hamingjusaman:

'All that we see
or seem
is but a dream within a dream.'
-Edgar Allan Poe