þriðjudagur, ágúst 09, 2005

The Power of the Sun

Fyrir sextíu árum mótaðist nútímaheimurinn eins og við þekkjum hann og maðurinn var kynntur fyrir valdi guðanna þegar atómin sjálf rifnuðu í sundur í miðju japönsku borgarinnar Nagasaki af völdum bandarískrar kjarnorkusprengju, sem var kölluð 'Fat Man'. Síðan þá hefur heimspólitíkin mótast af þessum atburði á stórmerkilegan hátt - því að allar þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn vita að ef ein eldflaug með kjarnaoddi flýgur af stað upp í lofthjúpinn munu allir aðrir bregðast eins við, og þarmeð enda lífríki jarðarinnar endanlega.

Maðurinn stendur frammi fyrir áhugaverðum tíma - annaðhvort veljum við lífið eða dauðann, og ekkert liggur þar á milli. Ef það verður annað heimsstríð, verður það það síðasta, og þar að lokum tekst mannkynssagan á við samvisku mannsins. Allar sögulegar gjörðir mannsins hingað til benda til þess að við séum fullkomlega vonlausar skepnur og að allur tilgangur mannsins hafi verið að heyja stríð þar til við ýtum tækninni nógu langt til að við getum loksins eytt okkur algjörlega. Nú er sú tækni til, og það eina sem við getum gert er að standa í afneitun, líta framhjá sögubókunum og vona á móti allri skynsemi.

'The release of atom power has changed everything except our way of thinking... The solution to this problem lies at the heart of mankind. If only I had known, I should have become a watchmaker.'
-Albert Einstein