miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Í fréttum er það helst...

...að lögreglan í London myrti saklausan mann að nafni Jean de Menezes. Og þeir myrtu hann ekkert með einu slysaskoti, þeir skutu manninn átta sinnum og skv. fréttunum sem ég var að horfa á voru sjö skot í höfuðið og eitt í öxlina.

Lögreglumenn eltu hann á lestarstöðina þar sem hann stökk ekki yfir miðastöðina, ólíkt því sem Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði, og hann hljóp í lestina vegna þess að hann var að missa af henni, og hann var, ólíkt því sem Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði, ekki í þykkri úlpu eða nokkrum fötum sem bentu til þess að hann gæti falið sprengiefni inn á sér.

Þegar hann var sestur inn í lestinni komu lögreglumenn og héldu honum í sætinu meðan aðrir þungvopnaðir og nýlega löglegir hermenn/lögreglumenn stigu inn í vagninn og skutu hann - sjö sinnum í höfuðið og einu sinni í öxlina. Á meðan höfðu ættingjar hans verið fjarlægðir úr íbúðum sínum og settir í lokað hótelherbergi án símasambands. Og eftir þetta flutti Ian Blair ávarp þar sem hann hélt því fram að maðurinn væri hryðjuverkamaður, og hefði hagað sér grunsamlega, og að þetta væri liður í stríðinu gegn hryðjuverkum.

Garg, ég skrifa ekkert nema hroðvirknislega og lélega pistla um fréttir þessa dagana. En andskotinn hafi það, höfuðið var skotið af manninum vegna þess að hann var ekki breskur að uppruna.