þriðjudagur, október 21, 2008

Sauðyrði

Stundum koma upp fréttamál sem sautsvartur almúginn (ég með talinn) skilur ekki, þótt þau komi honum samt sem áður mikið við.

Efnahagsmál eru í eðli sínu afskaplega flókin. Ekki einu sinni hagfræðingar eru áreiðanlegir um þau, ég hef afar sjaldan séð tvo sem voru í nokkru sammála um nokkuð. Starfsgrein þessi virðist klofin.

Þessa dagana hafa allir eigin fjölmiðil og misskilda skyldu til að básúna eigin skoðanir á öllu milli himins og jarðar, þar með talið á því sem það skilur ekki. Notar fólk þá í staðinn tilbúið lingo, frasasafn sem tjáir einfaldar tilfinningar (gott, vont) frekar en merkingu.

Þessa frasa hafa óheppnir Íslendingar, sem slysast hafa til að fylgjast með fréttum undanfarið, heyrt aftur og aftur og aftur. Ég fullyrði að ég muni missa vitið ef ég heyri aftur um:
  • Hjól atvinnulífsins
  • Fárviðri í efnahag þjóðarinnar
  • Að veðra af sér storminn
  • Þjóðarskútuna (ég skýt, ég skýt næsta mann sem segir þetta orð)
  • Þjóðarsátt
  • Efnahagsástandið
  • Útrásarvíkingana
  • Að sigla á önnur mið
  • Að einkavinavæða (aaarrrrrr!!!!!!)
...og margt fleira sem ég man ekki.

George Orwell samdi bestu ritgerð sem ég hef lesið: Politics and the English Language, sem fjallar um hvernig á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar hafði enskan orðið svo lituð af pólitískri umræðu að merking hennar var hreinlega að hverfa.

Sé ég hér skýra samleið!