þriðjudagur, júlí 01, 2008

Víenn-vú... Stykkishólmur?

Hrifning mín á frönsku er langtum meiri en tök mín, eins og sannaðist er ég reyndi að kría út far frá franskri fjölskyldu áleiðis til Stykkishólms. Frakkarnir flúðu eins og hænsn undan hestum.

Eins og ávallt þegar mér misheppnast eitthvað geri ég mér upp aðra útgáfu af orðnum hlut, sem endar á því að ég er hylltur sem bylting. Í þeirri útgáfu raunveruleikans hvísla ég kynþokkafullt í átt til ferðalangsins franska:

[dularfull tónlist undir]

-Excusez-moi, monsieur... je veux dire.- [afsakið mig, herra.. ég vil tala.]

-Oui, monsieur?- [já, herra minn?]

-Sa existence est sans savons.- [Þín tilvera er ei sápu snortin.]

Á þessum tímapunkti dreg ég upp eggvopn og hegg frakkann; úr sárum hanns hellist kaffi og vín, ég ræni farartæki hans sem er einhyrningur vængjaður og flýg því áleiðis, syngjandi 'Je t'aime... moi non plus' hástöfum.

Möh. Fyndinn næst. Þetta nú. Stykkishólmur er fínt pleis; ég hef sjaldan skemmt mér út á landi en það tókst í þetta sinn. Nú þarf ég bara meiri frönsku og eggvopn.