laugardagur, október 18, 2008

Dauði nei! Líf já!

Ég skrifa, skrift mín er til staðar, hún er heilleg og villt. Ótrúlegt er það hversu mikið minna ég skrifa með aldrinum. Heilasellur deyja og lifur leysist upp. Hyggjuvit víkur fyrir ófrjósemi og gigt.

Þó verður að segjast að ég telji mig hafa einn fjölbreyttasta vinahóp sem um getur. Þar kennir flestra grasa. Gras má reykja, beita fyrir mjaltadýr; sem svo sjá mér fyrir lífsþörfum flestum úr blíðum júgrum sínum, mér vinveittum.

Útskýringar nei.