þriðjudagur, október 07, 2008

Þótt mig gruni að ég hafi tapað mínum dygga lesendahópi

Í þeirri holskeflu efnahagsfrétta sem á mig hefur dunið og því næst sem grafið sig inn í öll mín skástu skynfæri, finn ég eilitla fróun í því að hlusta á Exile on Main St með Rolling Stones. Af einhverri furðulegri ástæðu er eins og hún hafi verið samin um þessa tíma, ég bendi á nokkra lagatitla þessa til sönnunar:

Rip This Joint, Rocks Off, Tumbling Dice, Torn And Frayed, Sweet Black Angel, Turd On The Run, Let It Loose, All Down The Line, Soul Survivor...

Og síðast en ekki síst Stop Breaking Down.