miðvikudagur, október 12, 2005

Ablabs

Hún amma mín blessunin gaf mér um daginn, eftir að hafa heyrt að ég sé kominn á fornmálabraut í MR, nokkrar af gömlu latínubókunum sínum sem hún var með þegar hún var á málabraut í MR - Cicero: First and Second Speeches Against Catiline, fjórða bindi af Eneasarkviðum eftir Virgilius og Catiline eftir Sallustus - og það er eitthvað yndislegt við það að blaða í gegnum þessar gömlu bækur og sjá að amma mín, fyrir égveitekkihvað mörgum árum síðan, hafði skrifað 'abl.abs' fyrir ofan undistrikaðar setningar og 'abl.sep.' og 'plusq.coni', 'partic.neutr.pl.' og 'ath!' á spássíurnar, alveg nákvæmlega það sama og stendur í latínubókunum mínum í dag.

Eh, erfitt að koma þessari tilfinningu fram í letur. Einhvernveginn fær þetta mig til að brosa.