þriðjudagur, september 13, 2005

Hugsun dagsins

Ég var að muna eftir atviki þegar ég var að ganga til hans Darra félaga míns eftir stígnum hérna meðfram ströndinni í Skerjafirðinum. Ég var kominn u.þ.b. hálfa leið þegar ég leit niður og sá að köttur nokkur svartur gekk á móti mér. Við litumst stuttaralega í augu og héldum svo áfram.

Það var ekki fyrr en þá sem að ég áttaði mig á því að þessi köttur hafði hagað sér nákvæmlega eins og manneskja í öllum minnstu smáatriðum mannlegs atgervis, og mér fannst það andskoti fyndið. Ég leit við, og hann var ennþá trítlandi burt, hægt og virðulega eins og köttum er vant.

Ég ákvað að hann hefði allan rétt á friðsæld einkalífsins og gekk áfram.

Já, ekki merkilegt, svosem, en eitthvað sem maður man alltaf eftir.