mánudagur, júní 06, 2005

Félagi Einar Finnsson átti átján ára afmæli í dag - eða reyndar í gær, þar sem þetta er skrifað eftir miðnætti, þegar heilbrigt fólk sem er komið með vinnu ólíkt rónanum mér sefur værum svefni, en bloggar ekki óhamingju sína; veinar hjálparbeiðni yfir mannkynið sem enginn svarar, í fyrsta lagi vegna þess að hjálparbeiðni sú er á hrognatungumáli aðeins skiljanleg örfáum hræðum, og auk þess sem hún er ekki skrifuð í fullri alvöru. Eða þannig. Ójá, ég óska Einari kærlega til hamingju og þakka honum fyrir að vera afsökun til þess að hefja sjálfsvorkunnarbloggpóst.

Og þar sem síðasta Sandman tilvitnun vakti lukku:

'It has always been the prerogative of children and half-wits to point out that the emperor has no clothes.
But the halfwit remains a half-wit, and the emperor remains an emperor. '