laugardagur, febrúar 12, 2005

Þegar tveir dagar voru eftir til árshátíðar, var ekkert búið að klippa af árshátíðarsjónvarpinu og u.þ.b. þrjár mínútur komnar af efni fyrir árshátíðarmyndina, sem fellur hvort tveggja á mig í stöðu minni sem myndbandsnefnd MR. Nú, á tvemur dögum tökum við upp fáránlegt magn af efni, og loksins á kvöldi þriðjudags fæ ég spólur sem ég þurfti á að halda frá framtíðinni við gerð árshátíðarsjónvarpsins. Ég hringi í klipparann og hann hótar mér að hætta við að klippa það, örfáum klukkutímum áður en því þarf að skila, en eftir gríðarlangar tiltölur yfir síma næ ég að sannfæra hann. Eftir að hafa týnt á framtíðarskrifstofunni nauðsynlegu millistykki þurfti ég að eltast við það uppí Háskólabíó hvaðan ég sníkti lykla af Inspectori Scholae, fara upp á skrifstofu, ná í stykkið, hendast aftur til klipparans sem býr útí rassgati, fara heim og fá vel útilátið taugaáfall.

Morguninn eftir þurfti ég að skrópa í þýsku til að hendast með spólurnar með sjónvarpinu upp í Skjá Einn, gefa þær heimskri afgreiðslukonu, koma mér heim, ræða við klipparann sem nú hatar mig útaf lífinu og fá hann til að klippa myndina líka, fara til hans að klippa með honum, þegar heim er komið klippa meira með samskiptum við hann yfir MSN, bíða alla nóttina eftir að fá sent rough-cut, senda aftur lista með breytingum, bíða eftir final cut, gefa nokkrar breytingar á því, og þá fara í rúm, sofa í örfáa tíma, fara í morgunpartí, sýna myndina í hálftómum sal, fara á La Primavera, éta með bekknum, fara í partí og á ball.

En mín helsta minning frá öllu þessu ferli er örugglega að standa í fyrirparíi og horfa á bekkjarstöllur mínar fara yfirum í Singstar.

Ég elska bekkinn minn, það er ekkert grín.