þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Þegar jólin ganga í garð fyllist ég kristilegum kærleik, og minnist þess hvað kristni hefur gert margt gott fyrir heiminn. Ég man sérstaklega eftir því að hafa gengið inn á vídeóleigu og rekið augun í teiknimynd fyrir börn, sem kallaðist Sódóma og Gómorra. Eitthvað stóð aftaná um að þessi mynd kenndi börnum að sjá muninn á vondu og illu og fylli þau af kærleiki Kriss.

Fyrir þá sem ekki við kannast, þá, skv. Gamla Testamentinu, gjöreyddi Guð borgunum Sódómu og Gómorru vegna villutrúar og rassriðlunar, og af þessu er orðið 'Sodomy' og 'Sodomite' komið.

Mig hálflangaði til að taka þessa mynd á leigu, en veskið sagði mér nei.

Lag dagsins: Pigs eftir Pink Floyd.