fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Á betri bloggum er oft sagt frá stórskemmtilegum atburðum sem gerst hafa í lífi einstaklingsins sem það skrifar. Þar sem afskaplega fátt gerist í mínu lífi hef ég þurft að velta mikið fyrir mér hvaða skemmtilega hlut ég gæti skrifað hér, og mig grunar að ég hafi fundið einn. Here goes:

Eftir fallegan skóladag gengu ég og nokkir bekkjarfélagar að Lækjartorgi, hvaðan við tökum strætó. Ég var þá nýbúinn að fá iPod, og þótti mér mikið gersemi, og var ég eitthvað að fikta við hann á gönguleið minni þegar skyndilega og algjörlega án viðvörunar fann ég þyngdarpunktinn hverfa undan mér og ég tókst á loft! Og orsökin?

Ég hafði gengið á steintyppi.

Ég skora á ykkur að sýna meiri hrakfarir en þetta. Ímyndið ykkur mig, hangandi af steintyppi niður í miðbænum, fyrir framan allan MR sem var nýbúinn í skólanum, að ekki sé talað um aðra notendur Lækjartorgs, búðarrápara og róna og svo er ég viss um að stjórnarráðsfólkið flykktist út í glugga að hlæja. Þá hef ég framið þann erkiglæp að skemmta stjórnvöldum Íslands, við hverju ætti að leggja dauðadóm.

Bekkjarfélagarnir sem horfðu á hafa böggað mig síðan, og ég veit að ég á það skilið eftir slíkan atburð.

Lag dagsins: Adagio for Strings eftir Samuel Barber