mánudagur, janúar 22, 2007

Í jarðarför minni

Vil ég að spiluð verði þriðja symfónían eftir Henryk Mikolaj nokkurn Górecki. Hún er æði, hún er snilld, hún er verðug þess stórviðburðar sem verður dauði minn.

Þó fer ég varlega í þetta. Í heimi klassískrar tónlistar þykir víst fegurð það síðasta sem tónlist þarf á að halda og mér skilst að þetta verk sé alls ekki kúl. Ég skal þó þola þá skömm, enda verð ég önnum kafinn við að rotna og/eða reyna að brjótast út úr kistunni, sem skúrkar hafa troðið mér ofan í vegna tengsla minna við Indiana Jones.