sunnudagur, maí 08, 2011

Brot úr Saffó - úr ritgerð

Ég segi það satt, ég vildi að ég væri dáin.

Hún grét þegar hún fór frá mér.

Hún sagði mér margt og meðal annars þetta:

Ó, hvað við þurfum að þola!

Saffó, trúðu mér, sjálf vil ég ekkert fara.”

Ég svaraði henni þessu:

Vertu sæl og farðu af stað,

og hugsaðu til mín, því þú veist hvað við vorum hrifnar af þér.

Og ef ekki, þá skal ég minna þig á...

... og nutum okkar.

Því þú krýndir þig mörgum krönsum

úr fjólum og rósum og ... af sama stað ...

...fyrir mig,

og þú lagðir um mjúkan hálsinn

marga ofna sveiga

alla úr blómum,

og þú smurðir þig

með mikilli ... ríkri olíu

og konunglegri ... [myrru],

og á mjúku rúminu ...

mjúku ...

svalaðirðu þrá þinni...

og ekki finnst nokkur ... né nokkuð

hof ...

sem við heimsóttum ekki...

eða laut ... dans

...”

"Hér er mjög auðvelt að sjá kynferðislegt samhengi: Stúlkan farin og Saffó rifjar upp þær stundir sem þær áttu saman og hvernig þær nutu sín. Lýsingin á blómunum og krönsunum er flæðandi og stigvaxandi, og kvæðið virðist vinna sér leið niður á við á líkama hinnar horfnu stúlku: hún setur krans um höfuð sér, blómsveig um hálsinn, smyr sig með olíu og svalar loks þrá sinni á mjúku rúmi..."