Hve léttstíg ertu í ilskónum,
höfðingjadóttir.
Ávöl lærin eru sem skartgripir,
handaverk listasmiðs,
skaut þitt kringlótt skál;
ekki skal það skorta vínblönduna,
kviðurinn sem hveitibingur
og liljur allt um kring,
brjóst þín eins og tveir hindarkálfar,
dádýrstvíburar,
háls þinn sem fílabeinsturn,
augun eins og tjarnirnar hjá Hesbon,
við hlið Batrabbím,
nef þitt eins og Líbanonsturninn
sem snýr að Damaskus,
höfuð þitt sem Karmelfjall
og hárið purpuri;
konung má fanga í lokkunum.
Fögur ertu, yndisleg ertu,
vina mín, dóttir lystisemdanna.
Vöxtur þinn er eins og pálmatré,
brjóst þín sem klasarnir.
Ég segi: „Þetta pálmatré klíf ég
og gríp í greinarnar,
megi brjóst þín líkjast vínberjaklösum,
andardráttur þinn eplailmi,
gómur þinn sætu víni,
nýju víni, rennandi um sofandi varir.“
Jaso. Þetta ofangreint er skýrt: Hann er að hreyfa sig upp á við, byrjar á lærum, færir sig upp til píkunnar sem hann líkir við vínbikar, þaðan mittið, brjóst, háls og varir. Þetta er, gott fólk, cunnilingus í biblíunni - 3000 ára gamall texti, að öllum líkindum. Þetta er ritið sem við fengum í hendurnar í Sunnudagaskólanum og var kennt um í Kristinfræði, og er í hverju hótelherbergi þessa heims. Argasta klám!
Ég hef mikinn áhuga á ritskoðun fornra verka til að fá þau til að passa inn í nútímalegan menningarheim, og þetta er engin undantekning. Ekki geta fyrrnefndar karlþurrkuntur hafa leyft þessu að standa hér í 3000 ár? Á íslensku, bæði í þessari þýðingu (þeirri nýjustu) og þeirri fyrri frá 1981 er hér þýtt "skaut". Það er hinsvegar ekki algilt. Látum oss sjá:
New International Version:
Your navel is a rounded goblet
that never lacks blended wine.
King James:
Thy navel is like a round goblet, which wanteth not liquor.
Önnur:
Your body is a chalice,
wine-filled.
Önnur:
Your navel is like a round drinking cup
always filled with wine.
Nú gefur svo að skilja að þetta er ekki nægilega vel rannsökuð ritgerð til þess að ég hafi tékkað á öllum enskum biblíum, en mér virðist a.m.k. ansi líklegt af ofangreindum dæmum að hinn enski málheimur hafi einfaldlega ekki þorað að þýða þetta á þann hátt sem á að þýða þetta, hvorki til forna né nú. Ég vildi tékka á öðrum tungumálum:
Vúlgatan á latínu:
umbilicus (nafli) tuus crater tornatilis, numquam indigens poculis.
Spænska:
Tu ombligo (nafli) es una copa redonda,
rebosante de buen vino.
Franska:
Ton nombril (nafli) est comme une coupe bien arrondie
où le vin parfumé ne manque pas.
Ítalska:
Il tuo ombelico (nafli) è una coppa rotonda, ove non manca mai vino aromatico.
Meðal rómönsku málanna er sem sagt sama hefð og á ensku. Nú á ég bara tvö tungumál hér eftir (nenni ekki að tékka á forngrískunni) o
g loks kemur eitthvað á óvart:
Gamla lúthersþýðingin á þýsku:
Dein Schoß (kjalta!) ist wie ein runder Becher, dem nimmer Getränk mangelt.
Og svo loksins, jafn dónaleg og íslenskan, að sjálfsögðu danska:
dit Skød som det runde Bæger, ej savne det Vin.
Jahá! Íslenska virðist vera í minnihlutahópi. Ég er óhebreskulæs en af wikipedia skilst mér að málið sé eftirfarandi:
Song of Songs
Verse 7:3 (verse 7:2 in the King James Version of The Song of Solomon) of the Biblical Song of Songs may contain a veiled reference to cunnilingus, although many translators render the key term "navel."[7] An alternate translation could read as follows: "Your vulva is a rounded crater, never lacking mixed wine". (Song of Songs 7:2 שררך אגן הסהר אל יחסר המזג)
The context, moving up from her sandals to her vulva to her belly to her breasts, however, makes the meaning of "vulva" (Heb. shor), as derived from an Aramaic word meaning "secret place", all but conclusive.[8] In many Christian and Jewish traditions the erotic intimacy between the bride and groom described in the Song of Songs is given spiritual significance.
Einmitt þetta er svo áhugavert: "is given spiritual significance." Já, reddingin fyrir þá sem stýra kristinni kirkju er sem sagt að þetta sé alls ekki í alvörunni kynlíf sem þarna fer fram: Þetta er metafóra fyrir samband Krists og kirkjunnar (Kristur var hreinn sveinn, giftur kirkjunni sem þó var þá ekki til, samkvæmt Kaþólikkum.) Fyrir utan það hve perraleg tilhugsun það er, þá er þetta teprulegt rugl - einhverjar kirkjudeildir hafa nefnilega áttað sig á því að þetta er eitthvað sem á bara ekki heima inn í því sem þær vilja kalla hið óhreyfða orð guðs. Mormónar segja, einkar skynsamlega, Söng Sólómons ekki guðs orð, ólíkt rest biblíunnar.
En ég, á minn einkar öfugsnúna hátt, vil halda öðru fram. Ég held að ef við ættum að ímynda okkur kristinn guð sem skiptir sér af lífum fólks og inspírerar það, þá sé það þessi bók biblíunnar einna helst sem ber þessa merki.
Ég vil nefnilega sjá fyrir mér að sá sem Sönginn skrifar sé manneskja sem hafi bætt heiminn með hverri niðurför,
Ég vil sjá fyrir mér að hann dreifi hamingju og kynjajafnrétti yfir þúsundir kynslóða, hefji kynánægju kvenna upp á æðra stig,
Ég vil sjá fyrir mér heim þar sem Söngur Sólómons er lesinn upphátt og af tilþrifum í kynfræðslutímum sunnudagaskólanna,
Ég vil sjá fyrir mér,
já,
(afsakið minn fyrsta dónalega bloggpóst!)