föstudagur, janúar 22, 2010

Von den Deutschen

Eitt sem ég kem ekki úr höfðinu á mér.

Í tíma um daginn í Griechische Epigrafik (minn uppáhaldstími) var ekki hinn venjulegi prófessor að kenna heldur öllu yngri doktorsnemi hans, sem oft var viðstaddur tímana að vinna og skiptist stundum á bröndurum við okkar stórskemmtilega prófessor. Tíminn snýst sem sagt um grískar grafskriftir, lestur þeirra og úrvinnslu. Hópur nemenda samanstendur af tvemur stórskemmtilegum Þjóðverjum - báðir klæddir eins og herramenn frá árinu 1857, vatnsgreiddir og virðulegir (sem skemmist dálítið í því að annar er bólugrafinn og með unibrow, og hinn með lengsta nef sem nokkru sinni hefur sést á jarðkringlunni) - svo einni grískri stelpu, sem ber forn-grískuna fram með ný-grískum hreim, svo enginn skilur neitt í henni, og loks einum rússneskum skiptinema, sem ber allt fram með rússneskum. Svo er það ég.

Allavega. Doktorsneminn var smá nervös að vera skyndilega orðinn kennari, en þetta er nú ljúfur hópur nemenda. Hann talaði um doktorsritgerðina sína og lét okkur lesa afsteypur, eins og vanalega. En á einum tímapunkti gerðist sem sagt eitt sem mér fannst merkilegt: hann spurði okkur hvort við hefðum heyrt um einhvern ákveðinn fræðing á þessu sviði. Öh, nei, var svarið. Eilítið hneykslaður útskýrði hann manninn, og sagði, já, hann skrifaði heildarsafn um grafskriftir frá Rhodos, og já, hann var gyðingur, og var drepinn af Þjóðverjum árið 1944 - í Auschwitz (wurde 1944 von den Deutschen umgebracht - in Auschwitz.)

Eftir þetta kom eilítil pása, eilítil þögn í hópnum, og svo hélt hann áfram eins og ekkert hefði í skorist. Verkið var tilbúið fyrir en gefið út á þýsku fyrst eftir hans dag, enda voru ekki gefin út verk eftir gyðinga í Þriðja ríkinu. Við nýttum það ágætlega í tímanum. Það merkilega, hinsvegar, fannst mér vera orðalagið von den Deutschen. Af Þjóðverjum. Ekki von den Nazis, von den Nazisten. Deutschen! Ég efast ekki um að þessi doktorsnemi telur sig vera ein Deutscher - en varla var þetta tilraun til að taka sjálfur einhverja ábyrgð á Auschwitz? Eða hvað?

Til eru vissulega rök um að svona hlutir geti erfst á þjóðir yfir langan tíma, yfir kynslóðir, þ.e. að það sé ákveðið réttmæti í því að taka á sig syndir feðranna. Þjóðir eru symbólískar og skömm þeirra er jafn symbólísk. Það að skipt sé um ríkisstjórn þýðir ekki að þjóðin sé laus allra mála frá gjörðum þeirrar fyrri. En svo kemur á móti að það að taka ábyrgð á glæpum annarra og finna fyrir einhverri skömm þar fyrir lyktar að sjálfsvorkun frekar en nokkurri raunverulegri umhyggju fyrir öðrum.

En mér fannst hann sjálfur furða sig á því af hverju hann tók svona til orða, og þess vegna kom pásan. Þetta er náttúrulega alveg rétt! Þeir sem dóu í Auschwitz voru drepnir von den Deutschen - Deutschen þess tíma, en það er ekki beint eitthvað sem maður hendir inn í daglegar samræður.

Ég velti fyrir mér hvort prófessorinn sem venjulega kennir - öllu eldri maður - myndi hafa sagt þetta svona, hvort hann hefði ekki alveg örugglega sagt "von den Nazisten". Þetta er nær honum og pressan er meiri að halda einhverri fjarlægð til haga - því það er alls ekki augljóst að þessi manneskja hafi ekki verið í Hitlerjugend, eða faðir viðkomandi í hernum, eða eitthvað þvíumlíkt.

Og hversu oft skyldi svona koma upp hérna í Þýskalandi? Nákvæmlega einhver svona móment, þar sem einhver þarf að tala um glæpi feðranna. Þá held ég að margt komi í ljós. Það er nefnilega merkt hvernig andstaða við nasista hefur birst hér í Þýskalandi. Í það fyrsta, á meðan landinu var skipt í vestur og austur, þá kenndi hvor aðilinn hinn við nasista - V-Þjóðverjar sögðu, nasismi og kommúnismi eru hvort tveggja alræðislegar hreyfingar, og nasisminn lifir því í austri - og A-Þjóðverjar sögðu, það eru Vesturveldin sem eru fæðingarstaður fasismans, og eins arms hans, nasismans. Þaðan koma hin illu áhrif, en andfasisminn kemur úr Austri - kommúnisminn.

Það er mikið af minnismerkjum gegn nasistum hér í Berlín og þau eru algjörlega ólík eftir því af hvaða ríkisstjórn - Austur-, Vestur- eða sameinaðri - þau voru byggð. Göturnar í Austur-Berlín heita eftir kommúnistum/andfasistum sem voru drepnir í Þýskalandi fyrir stríð - Sredzki og Knaack og allt þar fram eftir götunum. Sumum nöfnum hefur verið breytt eftir sameininguna - allir kommar sem voru ekki beint drepnir af nasistum misstu göturnar sínar og þær þá kenndar við lönd og borgir eða eitthvað álíka saklaust.

Þetta er ekki sú hugmynd sem maður hafði fyrst þegar maður kom hingað um hvernig fólk hefur sæst við fortíðina - það er sannarlega satt að mikið hefur verið gert í því en það hefur verið í svo miklum pólitískum tilgangi. Í það minnsta fær maður alltaf á tilfinninguna að þetta hafi verið allt framið von den Hitlerfaschisten í austri, eða von den Totalitarianisten í vestri, eða stundum í sameiningarbyggðum innismerkjum almennt von den Nazisten.

Í því tilfelli er kannski gott að hugsa til þess að ungir doktorsnemar segi það sem enn sannara er. Von den Deutschen gæti verið það eina sem hægt er að segja í fullkominni, ópólitískri hreinskilni, sem var það eina sem ég skynjaði frá kennara mínum - Þjóðverja annarra og betri tíma.

miðvikudagur, janúar 20, 2010

Endurtekning, nema nú á þýsku

[Þetta er, þótt ótrúlegt megi virðast, þýðing á grein sem ég skrifaði á frönsku fyrir skólann í denn, og mig langaði til að snara yfir á þýsku, mér finnst ég læra á því. Allar leiðréttingar eru vel þegnar. Einnig er skondið að þegar ég samdi greinina þá náttúrulega hugsaði ég hana á íslensku, notaði ensk-franska orðabók, svo ég þurfti líka að setja hana yfir á ensku, og svo úr frönskunni nú yfir á þýsku, notandi einnig ensk-þýska orðabók... því má segja að hún sé afsprengi fjögurra tungumála, og ber þess án vafa merki.]

Historisch zu sein im Neuen Island

Die Leute, die, wie der Verfasser dieses Artikels, nach oder gegen das Ende des Kalten Krieges geboren sind, empfinden oftmals, dass die Geschichte etwas lang vergangen ist, etwas fernes und unanfechtbares. Die Idee, dass wir daran Teil nehmen könnten, kaum existierte – aber nichts ist sicher in der Welt.

Was schien, der schnelle und unglaubliche zwanzig-Jahre-Aufstieg der isländischen Wirtscaft zu sein, ist schnell und unglaublich, während drei Wochen in Oktober, ein totaler Einsturz geworden. Die drei größte Banken des Landes sind gestorben und von der Regierung in einer Panik verstaatlicht worden. Die Stimmung des Volkes wurde augenblicklich nicht weniger als selbstmörderisch.

Ich erinnere mich an einen für mich sehr symbolischen Moment: mitten in der Verwirrung wurde Oktoberfest vor der Universität gefeiert. Ich saß in einem großen Zelt mit ungefähr zweihundert anderen Studenten, ein dänisches Bier in meiner Hand, denkend, dies sei alles vorbei: eine Leiche, die sich weigert, sein Grab zuzugeben. Diese Idee war nicht einzigartig; alle, die ich sah, entweder tranken hart, oder schienen traurig und schockiert: das Ende von Alles, was sie gekannt hatten, stand ihnen vor.

Aber in der Nähe jemand ist aufgestanden: er kletterte seinen Tisch hoch und ließ seine von Alkohol und Gefühl falsche Stimme gehört werden, mit der für Amateure zu singen notorisch unmöglichen Nationalhymne Islands – und alle, ich meine alle in diesem kalten Zelt fingen allmählich an, mitzusingen; ein verdrehtes Lächeln auf jedem Gesicht!

Und als dieser improvisierte Chor die Strophe “Ein ewiges Blümchen / mit einer zitternden Träne / das zu Gott betet / und stirbt” erreicthe, füllten die Schönheit und die Heiterkeit das Luft, damit jede Sorge verschwand, obwohl nur für einen Moment.

In diesem Moment war ich in der Tat stolz, ein Isländer zu sein. Es gab einen verdrehten und sarkastischen Sinn für Humor, den in solchen Verzweiflungszeiten zu sehen es mir sehr gefällt – aber dies hat nicht lange gedauert. Langsam verschwand der Anfangsschock und wurde von der Wut ersetzt. Island, das friedlichste Land der Welt, lernte Aufruhr, Tränengas, jugendliche Anarkisten, bewehrte Polizisten und Gewalt auf der Straße kennen. Das ist alles oft vorher in anderen Länden gesehen worden, aber hier könnte das genannt werden und wurde auch in der Tat eine “Revolution” genannt.

Als der Parlament Islands am 20. Januar 2009 sich wieder versammelte, nach den Weihnachtsferien, passierte zwei Dinge, die in die Geschichtebücher eingehen werden, in zwei verschiedenen Orten der Welt. Auf der einen Seite, in Amerika, hat Barack Obama den Eid des Präsidenten der Vereinigten Staaten geschworen, und hat eine historische Rede gehalten, eine schlagende und begeisternde Rede, die Hoffnung den Völkern der Welt brachte. Auf der anderen, in Island, hat eine große Demonstration sich vor dem Parlamentgebäude gebildet.
Das Ziel war klar: die Versammlung zu stören, die vollständig ohne Kraft und Interesse schien, um die Situation zu verbessern, die Stimmung des Landes zu verstehen, Verantwortung überzunehmen, die Bürger zu hören und die Regierung, immernoch in Panik, aufzulösen. Um das zu machen, haben die Demonstranten massenweise Töpfe und Pfannen mitgebracht, und schlagend darauf machten sie einen riesigen Lärm, der leicht die verwirrten Senatoren drinnen übertönte. Die Polizei hat versucht, das Gebäude zu schützen, und Kämpfe haben vor den Augen der Medien begonnen.

Für mich, der nicht da war, war dies ein unvergleichliches Fernseherlebnis. Der Staatskanal hat zwischen die stoische Rede Obamas, das erschreckende Bild von der Gewalt vor dem Parlament und die fast komische Verwirrung der Senatoren drinnen gependelt, die versuchten immer noch, ihre Arbeit wie gewöhnlich zu leisten, während das Land sich außerhalb der Fenster veränderte. Die Wut war solche, dass die Regierung einfach zusammenbrechen mußte, was eine Woche später passierte.

Die Mehrheit der Bedarfe der Demonstranten ist seitdem gedeckt worden, aber das politische System hat sich nicht verändert, wie so viele Leute wollten. Je mehrere Tage vergehen, desto wird es lächerlicher, dies eine “Revolution” zu nennen. Aber in der Tat: was passierte, mußte passieren. Die Stimmung des Landes, über die ich herüber gesprochen habe, brauchte etwas dramatisches – eine Erlösung nach dem beschämenden Einsturz von unseren Träumen und Zukunft. Wir benötigten, an der Geschichte teilzunehmen – und obwohl die “Revolution” von außen klein und gewöhnlich schien, wurde in Island das Ziel tatsächlich erreicht.

Also, jetzt erwarten wir bessere Zeiten, wenn die Geschichte noch einmal wieder etwas fernes und unanfechtbares wird.

mánudagur, janúar 18, 2010

Af nurli

Mér er ekkert búið að detta í hug til að skrifa um lengi, svo nú ætla ég einfaldlega að demba mér út í eitthvað banalt til að halda þessari síðu smá við, þ.e. peninga og hvernig ég er skyndilega farinn að skilja þá hér úti.

Það er í raun eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að forðast, að hugsa um verð og peninga allan daginn: en það er eitthvað sem gerðist að sjálfu sér eftir að ég flutti út. Það tók tíma - fyrst þegar ég kom hingað kunni ég ekkert að spara. Ég er ekki nógu góður í reikningi til að umreikna allt strax yfir í krónur, og ég hafði ekki nægilega reynslu til að vita hvað er ódýrt í evrum. Ég bjó í einn mánuð í Prenzlauer Berg og undir lok þess tíma var ég farinn að öðlast smá skilning á þessu - hvaða búðir voru ódýrar, og hvernig þær voru ódýrar.

Það breyttist hinsvegar þegar ég flutti tímabundið þar eftir til Wilmersdorf í Vestur-Berlín. V-Berlín er nefnilega öðruvísi - ótrúlega öðruvísi. Byggingarnar eru öðruvísi, þar er vart eitt einasta barn, verðin eru miklu hærri, keböbin verri. Verðskynið hjá mér fór algjörlega í fokk, og bætist það ofan á að það að flytja út af fyrir sig er dýrt - leigubíll til að flytja dótið og allt þar fram eftir götunum.

Eftir tvær vikur í V-Berlín fluttist ég svo aftur búferlum í annað tímabundið húsnæði, í Kreuzberg. Það er einnig í V-Berlín en er eins austur-legt og maður finnur - allt er hrörlegt, fullt af Tyrkjum, verðin rosalega lág, og allt þó nokkuð meira bóhem og sjarmerandi en kapítalismahorrorinn við Ku'damm. Upp á verðskyn var þetta samt aftur tráma - hér var allt svo miklu, miklu ódýrara að ég hreinlega fékk samviskubit þar eftir um allt sem kostaði meira en tvær evrur (sem er afar heilbrigt!)

Loks flutti ég í mitt lokahúsnæði í Prenzlauer Berg, á Kuglerstraße, aftur með skyndilega enn hrikalegri leigubílakostnaði og veseni. Þar þurfti ég að kaupa mér innanhúsmuni - sem betur fer hafði fyrri leigjandi þó skilið margt eftir - og þar helst heilan fokking ísskáp, mér til afskaplegs hryllings.

Eftir þetta er ég farinn að velta sparnaði afskaplega mikið fyrir mér. Nokkur viðmið eru: Kvöldmáltíð á generalt ekki að kosta meira en tvær evrur, og allra best ef ágiskað verð hennar er í kring um eina. Þ.e. 180 kr. á núgengi.

Þetta gengur mjög auðveldlega, mikil uppgötvun fyrir mig, ef maður er grænmetisæta, sem ég þessa dagana er de facto orðinn, flesta daga. 500 gr. af pasta kosta um 30 cent. Lítil rjómadós (Schlagsahne!) kostar einnig um 30 cent. Þetta plús tómatpúrre (heil ferna einnig, þótt ótrúlegt megi virðast, um 30 cent) er orðið að rétti, með smá steiktum paprikum og/eða sveppum (sem kostar einnig afar lítið.) Maður notar hálfan pasta-pakkann og hálfa rjómadósina og ekki þriðjung af tómatpúrre-inu, og svo er það krydd og balsamik-edik - allt hræódýrt stöff. Heildarkostnaður er minna en evra, og þetta er fín máltíð!

Þegar svona ódýrt er borðað verður maður eiginlega að gera sér það upp í drykk - fá sér vín með eða bjór. Kippa af hálfs-lítra glerflöskum af Bergadler-bjór kostar 2.15 evrur út í Lidl. Maður fær rétt undir helming þessa til baka sem skilagjald á flöskunum í sömu búð - svo heildarkostnaður er þá aðeins meira en ein evra fyrir kippu. Ef maður vill fá vín fær maður fína flösku af Montepulciano D'Abruzzo-rauðvíni á 1,99 á sama stað, eða Vin du Pays D'Oc-hvítvín á 1,69. Það er merkt að Ísland er eina landið í gervallri Evrópu þar sem það er ekki inni í myndinni að fá sér almennilegt vín með matnum.

Ef maður þarf kjöt er gott að fá hakk - 1,89 evrur - og skipta því í tvennt, með því að fá sér Spaghetti Bolognese einn daginn og Chili con Carne hinn. 250 gr. af hakki í hvorn rétt skilar sér í afgangi, svo hægt er að fá sér heitan mat í hádeginu daginn eftir. Önnur afar góð notkun peninga!

Þegar vín er svona ódýrt getur maður svo notað það óspart í matargerðina sjálfa, sem eykur enn á evrunýtinguna og þar að auki gerir mat eitthvað svo fansí þótt hann kosti ekki neitt. Þess vegna vil ég halda því fram að þrátt fyrir öll þessi verðvandræði sé ég samt sem áður að éta fjári vandaðan mat.

Þegar maður hinsvegar sparar svona rosalega á venjulegum vikudögum fyllist maður þörf til þess að taka kvöld þar sem maður segir einfaldlega fökkit. Þá fer maður á bar, og kaupir hálfan lítra af bjór á tvöföldu kippuverði - þ.e. 2,70 evrur, og það er vel sloppið! Verð á bar eru allt frá 2,50 yfir í 3,20, á hálfum lítra, en það er bara þannig að maður verður að láta sig hafa það. Barirnir eru frábærir og á þeim er fáránlega gaman. Svo býður maður stundum í mat, allir gera það hér reglulega, og þá er aðeins meira spreðað í réttina - þetta er algjörlega nauðsynlegt svo að maður gangi ekki af göflunum í sparnaðarhugsunarhætti.

Ég er því kominn í þá furðulegu stöðu að ég man verð á helmingi varanna í Lidl-súpermarkaðnum sem ég versla við, ég get gengið niður Kastanienallee og talið upp bjórverðið á helmingi þeirra bara sem á leið minni verða. Ég kann svo verðskrá bakarísins míns utan að. Mér finnst þetta áhugavert. Aldrei hefði ég fyrir mitt litla líf haldið að svo yrði! En þetta er víst partur af því að flytja út.

Ég velti því fyrir mér hvort allar þessar bönlu (beygð mynd af banal) tölur muni haldast í huga mér til dauðadags. Mun ég á elliheimilinu, með Alzheimer á háu stigi, muldra berlínsk bjórverð ofan í pirraðar hjúkrunarkonur, og minnast góðu dagana?

Í heildina þá er mér satt að segja alltaf þeim mun meira sama um upphæð Icesave-samningsins sem ég borga minna fyrir matinn minn. Þetta kynni að vera afskaplega öfugsnúið... en er án vafa einnig einkar heilbrigt.

þriðjudagur, janúar 05, 2010

Þar fór það

Mikið andskoti vona ég að þetta reddist einhvernveginn.

Og af hverju er þetta gerpi ennþá forseti?