föstudagur, ágúst 28, 2009

Bækur til að taka með

Um daginn fór ég í bókahilluna mína og togaði út til merkingar þær bækur sem ég taldi mig munu þurfa á að halda í Þýskalandi. Þær voru eftirfarandi.

 • Chronicles Vol. 1 eftir Bob Dylan (ómissandi!!!)
 • Íslandsklukkan e. Halldór Laxness (náttborðsbókin þessa stundina)
 • Practical Italian Grammar frá 1930, léttfasísk lestrarbók sem amma mín átti
 • Liddell & Scott Greek-English Lexicon, doðrantur
 • The Development of the Greek Language
 • The Oxford History of Greece and the Hellenistic World
 • A History of Ancient Greece
 • The Blackwell Guide to Ancient Philosophy
 • Oxford-Duden German Dictionary
 • Þýska fyrir þig - Málfræði
 • Ensk-íslensk skólaorðabók
 • Frönsk-íslensk skólaorðabók
 • Handbók um ritun og frágang (ég get ekki ímyndað mér að ég geti skrifað ritgerð án þessarar bókar)
 • Ævintýri góða dátans Svejks
 • Watchmen
 • Eneasarkviða á íslensku
 • Eneasarkviða á latínu
 • Cassell's Latin Dictionary
 • The First Philosophers: From the Presocratics to the Sophists (leiðinlegasta bók ever)
 • Cicero: In Catilinam
 • Caesar: Commentarii De Bello Gallico
 • New Testament Greek
 • The Dialouges of Plato
 • Ríkið e. Plató
 • Siðfræði Níkómakkosar e. Aristóteles
 • Menón e. Plató
 • Frumspekin e. Aristóteles
 • Oxford Grammar of Classical Greek
 • Novum Testamentum Graece et Latine (nýja testamentið á latínu og grísku hlið við hlið, keypt í Vatikaninu = awesome)
 • Síðustu dagar Sókratesar e. Plató
 • Samdrykkjan e. Plató
 • Latnesk málfræði e. Kristinn Ármannson
 • The Greeks e. Paul Cartledge

Ég er ruglaður.

mánudagur, ágúst 24, 2009

Ég er skrítinn

Skyndilega laust því niður í huga mér að ég þyrfti nú virkilega að skrifa langt kvæði sem héti, eftir sinni fyrstu línu:

'Ó HOLDS MÍNS BORG'

what the fuck

miðvikudagur, ágúst 19, 2009

Kvalir!

Ég er eilítið klofinn álits þetta nálægt brottflutningi mínum af landi. Í fyrsta lagi verður mér meira sama um íslensk stjórnmál með hverjum deginum og er farinn að átta mig á því að hlutir sem eru persónulegir standa alltaf framar hlutum sem eru ópersónulegir, sem er helsta einkenni stjórnmála og opinberrar umræðu.

Ég held satt að segja að ég sé ekki fáviti fyrir að þykja líðan vina minna merkilegri í heiminum en lyktir Icesave-málsins. Þeir sem eru ósammála eru ómenni og mega fokka sér.

Í öðru lagi finnst mér ég skyndilega vera að missa af ofboðslega miklu. Ég sá lýsingu á myndunum sem verða sýndar á RIFF og áttaði mig skyndilega á því að ég væri ekki að fara á þær með Ragnhildi eins og venjulega. Þetta var meira en lítið sjokk og eitt fyrsta skiptið sem raunveruleiki brottflutnings míns slær mig. Ég er seinn í þessu sem öðru.

Í þriðja lagi finnst mér eins og allt það góða sem ég upplifi þessa dagana sé einmitt vegna þess að ég á takmarkaðan tíma eftir á landinu. Hlutirnir hafa þessa ágætu tilhneygingu til að fara ekki eins og þeir fara venjulega, þar sem þeir eru að fara að breytast. Mér þykir skyndilega vænna um það sem mér þykir vænt um, og mér er eiginlega meira sama um hluti sem mér þykir ekki vænt um. Þetta er líka til eftirbreytni.

Eitt af því helsta sem þessi ferð átti að gera var einmitt að draga mig eitthvað áfram í þroska hvað þessa hluti varðar og þvo af mér einhverja unglingaveiki með sápu raunveruleikans. Líkurnar á því að það heppnist virðast góðar.

Lesendur afsaki trúnóið