mánudagur, desember 29, 2008

Free Money

Jeij, bloggleikir! Ég fæ flassbökk.

Directions:
1. Put your iPod, iTunes, Windows Media Player, etc. on shuffle.
2. For each question, press the next button to get your answer.
3. YOU MUST WRITE THAT SONG NAME DOWN NO MATTER HOW SILLY IT SOUNDS

1. IF SOMEONE SAYS "IS THIS OKAY" YOU SAY?
Tangled Up In Blue (Bob Dylan). Kryptískt.

2. HOW WOULD YOU DESCRIBE YOURSELF?
Happiness Is A Warm Gun (The Beatles) ég er hættulegur.

3. WHAT DO YOU LOOK FOR IN A GUY/GIRL?
Death Or Glory (The Clash) Metnaður!

4. HOW DO YOU FEEL TODAY?
Sea Of Holes (The Beatles) Þetta er afar, afar sönn lýsing

5. WHAT IS YOUR LIFE PURPOSE?
Soul Kitchen (The Doors) Þetta skil ég hinsvegar ekki.

6. WHAT IS YOUR MOTTO?
Talking Back To The Night (Joe Cocker) meikar engan sens

7. WHAT DO YOUR FRIENDS THINK OF YOU?
Swing Low Sweet Chariot (Sister O. M. Terrel)

8. WHAT DO YOUR PARENTS THINK OF YOU?
On The Couch (Ry Cooder) haha, ónytjungur!

9. WHAT DO YOU THINK ABOUT A LOT?
La Noyée (Yann Tiersen)

11. WHAT DO YOU THINK OF YOUR BEST FRIEND?
Rock Me (Muddy Waters)

12. WHAT DO YOU THINK OF THE PERSON YOU LIKE?
Something (The Beatles) Vitrænt svar.

13. WHAT IS YOUR LIFE STORY?
Dum Dum Boys (Iggy Pop) ...kannski eftir nokkrar AA meðferðir.

14. WHAT DO YOU WANT TO DO WHEN YOU GROW UP?
Goodbye Blue Sky (Pink Floyd)

15. WHAT DO YOU THINK WHEN YOU SEE THE PERSON YOU LIKE?
Crash (Mark Isham) Húhú!

16. WHAT WILL YOU DANCE TO AT YOUR WEDDING?
Goodbye Cruel World (Pink Floyd) ó nei!

17. WHAT IS YOUR HOBBY/INTEREST?
Finest Worksong (R.E.M.) Sorglegt.

18. WHAT IS YOUR BIGGEST FEAR?
Break On Through (To The Other Side) (The Doors)

19. WHAT IS YOUR BIGGEST SECRET?
Cocaine (Eric Clapton) ...

20. WHAT DO YOU THINK OF YOUR FRIENDS?
Scarborough Fair (Simon & Garfunkel)

21. SONG THEY WILL PLAY AT YOUR FUNERAL?
Feio (Miles Davis) þetta er afar fökked öpp lag.

22. WHAT WILL YOU POST THIS AS?
Free Money (Patti Smith)

miðvikudagur, desember 17, 2008

Grískir harmleikir eru upplífgandi

But you, Orestes, do your part—
when your moment comes, be brave.
When she cries out "My son!"

cry in return "My father's son!"
Then murder her in innocence.

mánudagur, desember 08, 2008

Skondið

Áðan horfði ég á fréttir. Fannst mér þar merkilegast eitt stutt skot af háværu þinggestunum blessuðu.

Fjórir lögreglumenn, sumir með þennan venjulega lífsþreytusvip sem löggur eru alltaf með en einn með smá bros á vör, bera sín á milli, af einstakri blíðu, mótmælanda út úr Alþingishúsinu.

Mótmælandinn brýst ekkert um, heldur liggur makalega í því sem virðist einstaklega þægileg stelling. Þetta minnir á einhverskonar fögnuð fyrir markaskorara í fótboltaleik. Andlitið vísar niður að jörðinni en er vel sýnilegt í gegn um lögguþröngina. Hann virðist sallarólegur er hann kyrjar, þó lítið eitt fýldur:

'Fasistar, fasistar, fasistar, fasistar, fasistar.'

Ég held að það megi hérmeð afsanna þá fullyrðingu að krúttkynslóðin sé dauð.

þriðjudagur, desember 02, 2008

Ennfremur

mánudagur, desember 01, 2008

Hamborgari úr helgri kú

Nokkrar helgar beljur hafa sprottið upp í froðufellandi þjóðfélagsumræðu Íslands undanfarið. Margar af þeim meika hreint engan sens en það er bara einfaldlega of mikið öskrað til að athugasemdum verði komið að. Ég vil reyna að gera efasemdir mínar hér opinberar, það má svo meta verðleika þeirra gegn fuglabjargi múgins.
  • 'Allir Íslendingar, börn þeirra, barnabörn og barnabarnabörn eru orðnir að þrælum til að borga upp afglöp auðmanna, ríkisstjórnarinnar, Sjálfstæðisflokksins og fleiri illmenna.'
Þetta er afskaplega skrýtin skoðun og einnig alveg ótrúlega vinsæl. Hana sér maður allstaðar og er greinilega viðtekinn sannleikur hjá stórum hluta þjóðarinnar. Lítum samt aðeins á þetta með gagnrýnum augum.

Ég býst við því að hér þýði 'þrældómur' 'skattar'. Mjög skrýtin þýðing en ekki sér maður að annað sé meint; Íslendingar eru ósáttir við að skattpeningar þeirra (og sumir segja barna og barnabarna þeirra) muni fara í að greiða upp skuldir bankanna vegna hrunsins, þar Icesave-reikningana fremsta meðal jafningja.

Vissulega er það slæmt að ríkið sé orðið svona skuldugt en ég sé ekki þrældóminn hér. Verður það semsagt þrældómur að borga skatta þegar þessir skattar fara ekki beint í opinberar framkvæmdir? Voru Íslendingar þá þrælar öll þessi ár sem íslenska ríkið skuldaði, og hættum fyrst að vera þrælar þegar skuldir þjóðarbúsins voru greiddar upp hér nýlega? Er fólk þá reitt því við erum orðin þrælar á ný?

Það væri vissulega ástæða til að vera pirraður en ég held að svona sé þetta ekki hugsað. Satt að segja held ég að þetta sé ekki mikið hugsað yfirleitt; orðið er merkingarlaust og táknar bara almenna óánægju. Sú óánægja á sér ágætar ástæður en við skulum ekki láta tungumálið bitna á henni.
  • 'Aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda er algjört!'
Svo virðist sem að ætlast sé til að þetta sé óumdeilt. Ég er deili um þetta hérmeð. Ég ætla ekki að benda á einhver dæmi, enda auðvelt að lesa sér til um þau. Að sjálfsögðu er það fjarstæða að íslensk stjórvöld séu aðgerðarlaus - þetta eru ýkjur og fólk sem áður var handvisst í sinni sök mun viðurkenna það þegar það er krafið.

Vel má vera að aðgerðir stjórnvalda séu manni ekki að skapi, en það er bara allt annað en bein merking ofangreindra orða.
  • 'Þetta eru verstu tímar Íslandssögunnar síðan Móðuharðindin voru og hétu!'
Það er enginn dauður enn af völdum þessa, ég stórefast um að mannfallstalan verði yfirleitt nokkur. Ég veit hinsvegar ekki betur en að Móðuharðindin hafi komist ansi nálægt því að hreinsa hér út allt líf. Ef fólk ætlar að beita fyrir sig svona ýkjum mun ég miskunnarlaust bera það heilshugar saman við Ixxor, klónað vélmennabarn Hitlers og Stalíns sem snæðir tunglið, ríðandi könguló úr stáli.
  • 'Eina vonin liggur í unga fólkinu.'
Sem ungt fólk hef ég eilítið tilkall til að segja eitthvað hér (sjaldgæft!). Ég er ekki von Íslands. Mig hefur dreymt um að yfirgefa landið lengi (sem sagt frá því fyrir bankahrunið). Mig langar ekki til að búa hér, mig langar ekki til að bjarga efnahagnum hér. Ég held að jafnaldrar mínir séu að mestu sammála mér í þessu hirðuleysi um þjóðerni sitt - ég tala fullt af tungumálum og get mjög auðveldlega orðið Þjóðverji, Frakki, Englendingur, Bandaríkjamaður, eða bara nokkurn veginn hvaða þjóða kvikindi sem mér sýnist.

Einnig í þessu samhengi vil ég benda á að það var aðallega ungt, há-háskólamenntað fólk úr hagfræði sem keyrði bankana í gjaldþrot. Að leggja von sína í það klósett er fremur dapurlegt.
  • 'Bretar hafa lýst yfir stríði við Íslendinga og kallað okkur hryðjuverkamenn!'
Ég er fullviss um að ef hlutskiptunum hefði verið snúið við, við í sporum Breta og þeir í okkar, hefðum við gert nákvæmlega það sama, og íslenskur almúgi hefði öskrað af kæti. Krafa Bretanna var fullkomlega sanngjörn: að Íslendingar færu að lögum. Þessu voru Íslendingar afar mótfallnir og stungu upp á hinum ýmsu leiðum til að svíkjast undan skatti, ef svo má segja. Slíkt er stundum kallað þjóðaríþrótt Íslendinga, og á tímabili leit út fyrir að það yrði staðreynd.

Aðgerðirnar voru harkalegar, og lagagreinin sem leyfði þetta féll meira að segja undir grein um hryðjuverk. Notkun þessara laga þýðir hinsvegar ekki að þeir hafi kallað Íslendinga hryðjuverkamenn. Þarna erum við að taka þetta full nærri okkur, þegar Landsbanki er talinn táknrænn fyrir alla íslensku þjóðina - ég vil helst ekki hafa misheppnaðan banka í þeirri heiðursstöðu (þótt það sé reyndar raunin á alþjóðavettvangi).

Það er vel hægt að agnúast yfir þessari lagasetningu Breta, en við höfum líklega nákvæmlega sömu lög einhversstaðar, þau bara kallast ekki hryðjuverkalög hjá okkur. Fólk vill spá því í taumlausri bjartsýni að Kaupþing hefði lifað af hefðu aðeins Bretar verið blíðari. Ég er ekki sannfærður. Glitnir og Landsbanki sögðu að allt væri í himnalagi þangað til þeir fóru á hvolf - af hverju ætti ég að taka því trúanlegu þegar Kaupþingsmenn segja að þetta hefði allt reddast hjá þeim?
  • 'Ísland er einstakt; stjórnmálamenn okkar eru spilltastir og verstir og þjóðin er lötust, aðgerðarlausust, tregust í heiminum.'
Þessa sjálfshatursskoðun sé ég ótrúlega oft nú til dags. Þarna er reiðin farin að beinast inn á við, sem ætti að vera gott, sjálfsskoðun er af hinu góða. Hér er hinsvegar ekki meint 'ég', heldur 'þeir', öll restin af þjóðinni. Það er hér gefið í skyn að sá sem svo skrifar sé krækiber í helvíti, guð meðal maura. Það er misskilningur.

Íslendingar eru bara ekkert betri og ekkert verri en annað fólk almennt. 'Við' erum ekkert slæm í fjármálum; við erum hinsvegar heldur ekki 'fjármálasnillingar' eða 'útrásarvíkingar' eins og við höfum hingað til talið okkur trú um. Fólkið er ekki 'rollur' eða 'feitir aumingjar sem þora engu' þótt það mæti ekki á mótmælafundi - það er bara fullt efasemda (eins og ég) eða treystir sitjandi ríkisstjórn til að laga þetta.

Við höfum litið of stórt á okkur og raunveruleikinn er harður. Það er hinsvegar algjör óþarfi að snúa þessu upp í andhverfu sína og byrja að bölsótast út í eigin þjóð fyrir að vera ekki eins og maður vill að hún sé. Ég vil til dæmis að fólk rói sig, sætti sig við að það getur bara ekki bætt þetta neitt og kjósi þegar að kosningum kemur, mögulega fyrr, mögulega á settum tíma. Aðrir eru ósammála. Ég og þeir eru partur af sömu þjóð og það dugar ekkert að kalla báðar hliðar hálfvita og þykjast góður... þó ég reyndar geri það oft.

Sorrí fólk!