mánudagur, nóvember 24, 2008

Nokkrar tillögur að mótmælaspjöldum

Við Ingi Vífill erum fyndnir menn og ég tel þetta þessa til sönnunar. Hugmyndir að mótmælaspjöldum sem skemmtilegt væri að koma með á Austurvöll:

Ingi Vífill says:

ég ætla að mæta með skilti á austurvöll næsta laugardag: GLEYMUM EKKI GÓÐA SKAPINU!

Ingi Vífill says:

og ÞAÐ ER RAUÐUM NISSAN LAGT ÓLÖGLEGA V. LÆKJARGÖTU!

Ingi Vífill says:

eða HVAR ER NÆSTA SALERNI?!?

Þorsteinn says:

Snilld!

Ingi Vífill says:

það verður sjúklega fyndið

Ingi Vífill says:

HVAÐ ERU ALLIR AÐ GERA HÉRNA?!?

Ingi Vífill says:

litli bróðir minn ætlar að vera með HELVÍTIS FOKKING FOKK!

Þorsteinn says:

Hehe, LOUD NOISES!

Ingi Vífill says:

:D

Ingi Vífill says:

ég hlæ enn upphátt

Þorsteinn says:

Eða bara HVAÐ MEINAR ÞÚ!?!?!

Ingi Vífill says:

haha

Ingi Vífill says:

það væri líka frábært

Ingi Vífill says:

TALAÐU HÆRRA, VIÐ HEYRUM EKKI HÉRNA AFTAST!!

Þorsteinn says:

FOR KONGEN!

Ingi Vífill says:

já!!

Ingi Vífill says:

hahahaha

Ingi Vífill says:

það væri sjúkt fyndið

Ingi Vífill says:

gleymum ekki góða skapinu!

Ingi Vífill says:

hehehe

Ingi Vífill says:

MÉR ER SKÍTKALT OG MIG LANGAR INN!

Þorsteinn says:

ÞIÐ ÞURFIÐ ÖLL Á FAÐMLAGI AÐ HALDA!

Ingi Vífill says:

ég er eins og hrísla í vindi, ég hlæ svo mikið

Ingi Vífill says:

hahahahhahahaha

Þorsteinn says:

BÖRN ERU ÆT

Þorsteinn says:

...

Þorsteinn says:

Ókei, kannski er þetta síðasta einkahúmor!

Ingi Vífill says:

það ber eilítinn latínukeim

Þorsteinn says:

Hehe, DA MIHI BASIA MILLE

Ingi Vífill says:

hhaahah

Ingi Vífill says:

eða hreinlega bara: AAAAAAAAARRRG

Þorsteinn says:

SMÆLAÐU FRAMAN Í HEIMINN

Ingi Vífill says:

hahahhaa

Þorsteinn says:

STUNDUM SJÁLFSFRÓUN

Ingi Vífill says:

HAHAHAHA

Ingi Vífill says:

HINGAÐ OG EKKI LENGRA GEORGE W. BUSH!

Þorsteinn says:

Snilld!

Ingi Vífill says:

ÍSLAND Í NATÓ - HERINN HEIM!

Þorsteinn says:

Haha, herinn heim!

Þorsteinn says:

ENDIRINN NÁLGAST

Ingi Vífill says:

hahaha

Þorsteinn says:

VELKOMUM FLUGSKEYTIN

Þorsteinn says:

Eða VELKOMUM GEIMVERURNAR

Ingi Vífill says:

GLEYMUM EKKI AÐ GEFA SMÁFUGLUNUM!

Ingi Vífill says:

ÞIÐ ERUÐ ÖLL GEÐSJÚKLINGAR!
Þorsteinn says:
GUÐ ER VONDUR VIÐ MIG
Þorsteinn says:
PÁFINN BJARGAR
Ingi Vífill says:
Á EINHVER TÍKALL Í STÖÐUMÆLI?
Þorsteinn Says:
:D
Þorsteinn says:
STÆRSTI SKEMMTISTAÐUR Í HEIMI!
Þorsteinn says:
FREEBIRD!
Þorsteinn says:
RÍÐUM HVERT ÖÐRU
Þorsteinn says:
...
Ingi Vífill says:
HAAAHAHAHAH

Ah! Tja, mér finnst þetta fyndið. Fleiri hugmyndir?

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Af einhverri ástæðu er ég ekkert reiður

Þegar maður leikur sér með eld eru líkur á að maður brenni sig. Þegar maður hins vegar ræðst á lögregluna er það algjörlega og fullkomlega víst að maður brenni sig. Því er ég alls ófær um að skilja hugsun unglinganna sem reyndu að, tja, hvað voru þeir að reyna?

Unglinganna sem voru að fá útrás á hurðum lögreglustöðvarinnar, látum það nægja. Þá skil ég ekki. Ég skil heldur ekki alla þessa reiði sem á að vera svo landlæg. Kannski er það því að ég er ungur og skuldlaus, en ekki stoppaði það fyrrnefnda unglinga!

Þeir sem bregða upp vörnum yfir mótmælahreyfinguna þessa dagana gera það með því að segja að ef þetta leiði til þess að ríkisstjórnin stokki upp og fari að reka eitthvað fólk sé þetta þess virði. Gott og blessað, en er það ekki óskaplega mikið skópiss út af fyrir sig að einhverjir ráðherrar verði reknir? Til hvers? Hvað mun lagast við það?

Það er margt að gerast á Íslandi núna sem ég skil ekki. Ég hlakka til, ég hlakka mikið til að komast annað í nám. Mér finnst ég ekki skilja neitt lengur og ekki tengjast neinu lengur. Ég er að missa trúna á því að þetta muni yfirleitt lagast, og er þá botninum nokkurn veginn náð.

sunnudagur, nóvember 16, 2008

Roðn

Það má kíkja undir linkana hér til hægri og spila... eitthvað... þíng?

Nú fer ég og fel mig

Afmæli

Í kring um þann ágæta viðburð sem 21 árs afmæli mitt er hefur línurit líðan og tilfinninga minna skoppað veglega um. Deyfð fyrir partíið, stress á undan partíinu, fjör í partíinu, örvænting undir lok partísins, kaldhæðnisleg fjarlægð í bænum eftir partíið, skýr hreinskilni á heimleiðinni. Og saurþynnka í dag.

Alvöru afmælið mitt er á morgun og ég vonast til að sá dagur verði í skörpu ósamræmi við líðandi stund. Annars þakka ég öllum sem mættu. Partí eru eins og börn; maður er stoltur af þeim þegar þau takast, þótt endrum og eins þurfi að skipta um bleiu fulla af hryllingi.

mánudagur, nóvember 10, 2008

Ég bið ykkur að fyrirgefa, ég skal ekki skrifa um þetta aftur

Allir og mamma þeirra hafa tjáð sig um efnahagsmál undanfarið. Þeir sem ekki skilja efnahagsmál og hafa ekki áhuga á þeim hafa nú hvað hæst um þau; á netinu má hreinlega heyra dyninn af skoðanaræpunni. Nú er það svo að fólk sem skrifar með efsta stigs lýsingarorðum og caps lock á netinu mundi yfirleitt ekki einu sinni hækka róminn úti í samfélaginu, en þetta er samt farið að verða dálítið skerí.

Nýlega horfði ég á þátt af South Park þar sem gert var grín að því sem virtist vera hnitmiðaðar tilraunir bandarískra fjölmiðla að láta Britney Spears drepa sig. Þeir sneru þessu upp í að þetta væri risastórt plan hjá öllum Bandaríkjunum að fórna meynni fyrir góða uppskeru... afar fyndinn þáttur. Líkindin eru ótvíræð.

Fólk tekur sér heykvísl í hönd og bloggar af eldmóði, mælir með að þessi og hinn verði handtekinn og eignir hans frystar, ef ekki hann drepinn og kjöt hans notað til að fæða almúgann. Skyndilega verður allt mjög einfalt í framsögn þessara manna og kvenna. Bara drepa rétta fólkið og allt verður allt í lagi...

Sú skoðun að allt sem yfir efnahag Íslands hefur dunið sé allt einhverjum tuttugu 'auðmönnum' að kenna er stórkostleg. Farið ykkar fram, hengið þá og frystið eigur þeirra, og hvað svo? Ég skal lofa að ekkert mun hafa breyst eða skánað að því loku. Þetta er ekkert nema volgt þvag í stóran skó sem lekur.

Sumir tala um 'þjóðstjórn hæfra manna' og virðast alls ekki heyra hvað það þýðir, sem er einfaldlega afnám lýðræðis. Um það má ræða ef fólk viðurkennir að það sé markmiðið. Svo hefur enginn þorað að segja hingað til, og er það vel. Sjálfur mundi ég gera allt til að koma í veg fyrir að sett yrði á slík 'þjóðstjórn hæfra manna'.

Fólk sem er í sárum, eða er í góðri stöðu en fylgist of mikið með fréttum, er greinilega búið að vinna upp með sér reiði sem krefst einhverjar einfaldrar lausnar. Þetta getur ekki orðið. Efnahagsmál eru ekki einföld. Það er engin 'lausn' að handtaka tuttugu auðmenn og skipa 200 manna nefnd til að úthúða þeim. Þetta er grátleg einföldun.

Eini sökudólgurinn er einfaldlega efnahagsstefna Íslands síðustu tuttugu ár - efnahagsstefna sem allir, já allir Íslendingar hafa stutt, með neysluhegðun sinni, með atkvæðum, með ráðum og dáð. Fólk er hrætt við að skoða sjálft sig, tek ég eftir, og sjá að það voru allir glaðir þegar bankarnir græddu, það voru allir reiðir þegar þeim var spáð falli.

Enginn stjórnmálaflokkur og enginn Íslendingur, kannski að Albaníu-Valda undanskildum, hvatti ekki til þessarar niðurstöðu. Kerfið sem ábyrgðina á hefur verið nefnt 'nýfrjálshyggja', sem er þó orðið nú að hálfmerkingarlausu orði, eins og flest sem kemst milli tannanna á stjórnmálamönnum.

Þetta er öfgakapítalismi, sem miðar við kenningar Miltons Friedmans þess efnis að markaðurinn sé afl ofar mennskum skilningi, sem miðast stöðugt við að rétta sig og vaxa. Ef markaðurinn er bara látinn í friði, er frjáls, þá mun hann stækka og jafnast að eilífu. Frjáls markaður mun, samkvæmt þeim, aldrei hrapa eða falla eða nokkuð þvíumlíkt - ef slíkt gerist er það út af of miklum ríkisafskiptum, saurgun markaðsfegurðarinnar.

Fjármálaeftirlitið, bankarnir, stjórnvöld og öll þjóðin, ég þar með talin, trúðu þessu. Og það var bara ekki rétt. Marx hafði víst rétt fyrir sér að þegar hagvöxtur og velsæld ganga nógu langt brýst skyndilega almannavitundin í gegn um huluna og kemst að því að þessi velsæld er ímyndun. Allt hrynur þarmeð. Þetta, sagði Marx, gerist reglulega ef hinn frjálsi markaður fær að virka óáreittur.

Þessu trúði ég ekki, þessu trúðu Íslendingar ekki, þessu trúðu bankarnir ekki, þessu trúði ríkisstjórnin ekki. Þessu trúir Evrópa og Ameríka ekki, en munu líklega komast að því innan skamms.

Svo hver ber ábyrgð? Best er að segja Milton Friedman, en hann er dáinn. Hvert skal þá þessi reiði beinast? Jú, að fólki sem á peninga og að stjórnmálamönnum, en allra helst fyrir hina litlu, aumu þjóðarsál Íslands, skal hún beinast að Bretum.

Nú virðist það vera almennt samþykkt að fólk eigi að geta komist upp með að fullyrða 'Ísland og Bretland eru í stríði!' Þessu stríði vita Bretar sem betur fer ekki af, enda hafa þeir langa reynslu af því að vinna stríð. Í þeirra sporum mundu íslensk bæði stjórnvöld og íslenskur almenningur hafa brugðist eins við. Við hefðum kallað þá glæpamenn og fasista og allt þar fram eftir götunum... en reyndar, bara Íslendingum mundi detta í hug að segja að hér sé á ferðinni stríð.

Nei, þetta er strámaður til að reiðin þurfi ekki að beinast inn á við... að þetta sé öllum öðrum að kenna en mér og fólki eins og mér, 'almenningnum í landinu', 'þjóðinni'... merkingarlaus orð. Davíð Oddsson er almenningur í landinu og partur af þjóðinni. Það eru einnig allir auðmenn og bankamenn og ríkisstarfsmenn. Þetta mál verður ekki leyst með því að skipta landinu niður í 'þá' og 'okkur'.

Ég tók minn reiðitíma eitt kvöldið, hlustaði á rokktónlist og bölvaði stjórnvöldum. Fólk verður að ná sér upp úr því. Þetta er ekki það einfalt að það verði leyst með tantrúmi. Það sem skiptir máli er að ríkisstjórnin fái að reyna að leysa þetta. Þau hafa mikinn hvata, því allt stefnir í að stjórnarflokkarnir missi allt sitt fylgi. Eina leiðin til að fá það til baka er að sýna árangur, sem þeir munu gera, trúi ég, von bráðar.

Þangað til getur maður ekkert gert annað en að taka því rólega, fara og fá sér kaffi og elda sér spagettí, halda lífi í menningunni. Hrætt og reitt fólk er andstæða við allt sem kallast menning, og það er það sem helst er í hættu á þessu landi sem stendur. Ég er þó tiltölulega vongóður um að menning muni lifa af - reiðin hlýtur að renna einhverntíman, og ég vona bara innilega að ekkert hræðilegt muni hafa gerst í millitíðinni. Þá fyrst mun fólk þurfa að íhuga að flýja land.

Ég býst við að lokaskilaboð mín séu hippaleg: elskið hvert annað, mig sérstaklega, enda á ég afmæli bráðum.

sunnudagur, nóvember 02, 2008

La gueule de bois

Líðan mín er suddaleg, eins og lyktandi rass ofan á rassi sem lyktar.

Eftir því sem hallar meira á líðan mína verð ég grófari í bitrum hugsunum mínum, og leitast hljóðlega við að draga gervalla heimsbyggðina niður á mitt eigið lágkúrulega plan. Mun sú áætlun vonandi misheppnast.

þögn