mánudagur, febrúar 11, 2008

Yarr!

Þegar ég starfaði á elliheimili fann ég að hlutirnir í kring um mig hétu hinum ógeðfelldustu nöfnum sem pössuðu ótrúlega vel í nöfn á þungarokkshljómsveitum, ef mér dytti í hug að stofna eina slíka. Eða tvær slíkar, jafnvel. Helst má nefna

SORBITOL, sem er hægðalyf, eða

BÓRSÝRUSLÍM.
(ímyndið ykkur myrka og drungalega rödd urra þetta!)


( B Ó R S Ý R U S L Í M ! ! !)

eh, þið viljið ekki vita til hvers það var notað.

Við félagarnir höfðum eitt sinn í hyggju að finna upp tónlistarstefnuna Pirate Metal og verða frægir. Ímyndið ykkur loðinn sjóræningja með lepp á íðifagurri galeiðu draga upp úr farteskinu gríðarstóran rafmagnsgítar lagaðan eins og ryðgað sax; og slá strengina harðlega með krók í stað handar! Úr tannlausu gini hans stafaði hás rödd;

'WENCH! Shiver my timber;
WENCH! WENCH!
Shiver my timber!
WENCH! WENCH!
WENCH!'
Gítarsóló.

Öh, hér tel ég mig hafa náð lægstu lægðum á mínum bloggferli í einskæru tilgangsleysi. Morðhótanir berist mér í gegn um kommentakerfið.

föstudagur, febrúar 08, 2008

Pólitísk rétthugsun

Spaugstofan var fyndin í fyrsta sinn um daginn og uppskar mikla gagnrýni fyrir vikið. Við því hef ég aðeins eitt að segja.

Viðurkenndu það, þú hlóst!