þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Ég er ófónemísk breyting

Námsvilji minn er gjörsamlega dauður. Margir finna fyrir því sama, og þeir ráfa um ráðalausir, og spyrja sig klökkir hver veldur. Það vitið þið ekki. En ég veit.

Það er George Bush.

Já, þetta illmenni hefur tekið burt stolt og þjóðarfrægð Bandaríkjanna og svipt landa sína frelsi og eigum; og svo gjört þetta. Ég veit ekki, byltingar er þörf. Hvílík illska í einum manni! Hvílíkt epítóm erfðasyndarinnar. Tilfinningin verður...
og ég þjáist.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Það voru útlendingarnir sem komu með fuglaflensuna!

Hinn akfeiti, nei, það nægir ekki til að lýsa þeim mannbolta, hinn sverbólgni, hinn hvelti, hinn steypireiddi, hinn plánetuvaxni formaður Frjálslynda flokksins hefur víst nýlega lýst þeirri skoðun sinni að útlendingar beri með sér sjúkdóma til landsins og varið þessa afar gáfulegu staðhæfingu sína með einhverri tilvísun í skýrslu frá heilbrigðisráðherra. Þetta minnir mig afar mikið á það þegar gyðingum var líkt við rottur hér í denn, fagrir tímar að mati hins vaggandi fúhrers, hvers bingóvöðvi svo mikill að hann er meðvitað smámenni sem heitir Júbba. Þá voru rottur þekktar sem smitberar og óbermi sem útrýma þurfti af fulltrúum hins aríska kynstofns, hinum ljóshærðu, tannfögru, mjóu og kynfráu. Ekkert af þessu átti við Hitler, sem nota bene var eineista, og sannarlega ekki við hinn feita Führer Íslands; en það hindrar þá ekki frá enn frekari hollustu við málstað hins hreina kynstofns; enda eru þeir báðir taldir hafa verið/vera gjörsamlega getulausir.

Eftir að einhver þingmaður hafði stamað upp úr sér að þetta sé nú kannski ekki alveg í takt við þær skoðanir sem við hæfi er að hafa uppi á alþingi, kom þá annar framsóknarmaður í pontu og lýsti því yfir að 'hættulegir hryðjuverkamenn hefðu verið gripnir á flugvöllum landsins!' eða eitthvað þvíumlíkt. Féll ég þá í stafi. Þetta er nefnilega það sem heitir lygi, og er ennfremur mjög hitlerískur boðskapur, en Das Propagandaministerium í Þriðja ríkinu stundaði það að einfaldlega halda fram bulli nógu sterkt og nógu lengi og þá hlyti fólk að trúa því á endanum. Þetta er nefnilega fullkomlega tilhæfulaus hræðsluáróður, sem margir munu þó hafa gleypt við þá og þegar í leit að haldreipi fyrir þær skoðanir sem vilja brjótast upp í dagsljósið, þessar gömlu, góðu nasísku skoðanir.

Þetta er allt gert til að vernda hina 'íslensku þjóð', eða 'einkenni' hennar. Nú, staðreyndin er sú, að hvorugt er til. Það eina sem gerir okkur að þjóð er tungumálið. Að öllu öðru leiti erum við bara hvít. Hvítt fólk, já, þetta yndislega hvíta fólk. Hvergi er til stærri óvinur mannkyns sem heildar. Teljum upp nokkur afrek hvíta mannsins.
  • Við fluttum milljónir af svertingjum frá Afríku með byssuvaldi og tróðum þeim ofan í hripleka skipdalla stjórnuðum af siðlausum Hollendingum. Þar hírðu þeir þúsundir saman í örsmáu rými, þar sem þeir voru látnir lifa í eigin saur og þvagi; hlekkjaðir fastir mánuðum saman. Flestir dóu úr sjúkdómum á leiðinni. Ef skip frá óvinveittri þjóð bar að, var einfaldlega einum hent fyrir borð, svo restin dróst með ofan í sjóinn. Þar höfum við án vafa drepið einhverjar milljónir og þrælkað fleiri.
  • Við að sjálfsögðu gjöreyddum nær algjörlega frumbyggjum Ameríku með ómælanlegri skynsemi okkar og mannúð, en þó aðallega með sjúkdómum sem við bárum með okkur; en restina gerðum við með því að drepa þjóðflokka, reka þá af löndum þeirra og offveiða af lifibrauði þeirra.
  • Ah, svo koma allar styrjaldirnar þar sem við drepum annað hvítt fólk og eyðum landi annarra fyrir kaup eða heimskulegt þjóðernisstolt! Þessar eru of margar til að nefna, ég man ekki nöfnin á þeim öllum, þær renna allar saman.
  • Og svo að sjálfsögðu, hið allra kaldlyndasta þjóðarmorð hingað til; útrýming gyðinga í þar til gerðum útrýmingarbúðum. Hingað til höfðum við alltaf framið þjóðarmorðin 'óvart'; þarna fórum við beint út í það með járnvilja.
'En þetta er ekkert mér að kenna' er oft sagt. Góður punktur, ég mótmæli því svo sem ekki - en hverjum er þetta þá að kenna? Hverjum getum við þá kennt um? Þeim sem frömdu verknaðinn? Hvað með þá sem fyrirskipuðu verknaðinn? Hvað með þá sem mótmæltu ekki verknaðinum? Hvað með þá sem leyfa verknaðinum að endurtaka sig án þess að gera neitt í því? Hvar nákvæmlega endar ábyrgðin?

Staðreyndin er sú að hvíti kynstofninn hefur bara engan rétt á að vera rasistar lengur. Sá réttur er löngu fyrntur. Það eina sem þetta merkir er að okkur hefur tekist enn og aftur að læra ekkert af sögunni og að við finnum ekki fyrir neinni skömm; skömm sem er hreinlega nauðsynleg til að koma í veg fyrir svona þróanir eins og sú sem er að gerast hér með nýlegri stefnubreytingu Frjálsynda flokksins. Það er einfaldlega aldrei langt í þá augljósu lausn að drepa til að leysa vandamál sín. Maðurinn er frábrugðinn dýrum á þann hátt að hann er gæddur þeim samskiptahæfileikum til að geta leyst vandamál sín án þessa; og þetta er eitthvað sem verður að nota ef við eigum mögulega að geta lýst tegund okkar sem nokkru öðru en hinum verstu mistökum guðs og náttúrunnar fyrr og síðar.