laugardagur, september 23, 2006

Og meira um Nick Cave

Því kvikmyndin The Proposition, sem hann skrifaði, er svakaleg. Mæli með henni.

sunnudagur, september 17, 2006

Nick Cave

var frábær í gær, hefði ekki viljað missa af þessu, og það gilti greinilega líka um marga þjóðþekkta einstaklinga sem ég sá þarna, svo sem Björk Guðmundsdóttur og forsetahjónin. Mér finnst einhvernveginn dálítið fyndið að forsetinn hafi verið að hlusta á Stagger Lee, lesið texta þess lags til útskýringar, en kannski er hann einlægur aðdáandi, maður veit aldrei.

þriðjudagur, september 05, 2006

Þetta er met, ég er hættur að geta fengið mig til að læra heima eftir eina viku og einn dag.

sunnudagur, september 03, 2006

Seint sumar

Það er sumar úti í september, en það hefur víst tekið upp á því að endurstaðsetja sig á dagatalinu.

Þessu valda vafalaust moskusuxar.

Hinsvegar færðist með sumrinu ofnæmið mitt, og flóðgáttir nasa minna eru galopnar og streymið er við það að drekkja heimili mínu. Einn Kleenex pakki á dag, u.þ.b., ég hlýt að vera einn af máttarstólpum þess ágæta fyrirtækis.