miðvikudagur, mars 29, 2006

Svo er víst

Væri ég jólasveinn, héti ég glósuskemmir.

mánudagur, mars 20, 2006

MjólkNú rétt í þessu rak ég olnbogann í mjólkurfernu, innihald hverrar tók upp á þeim ósóma að sullast yfir stofuborðið og nálægan stól. Þegar þetta hafði gerst, bölvaði ég gríðarlega með djöflarödd (nokkuð sem er sparað fyrir mikil tilefni) og tók svo upp á því að þrífa þennan viðurstyggilega vökva upp.

Já, mjólk er einn ógeðslegasti hlutur sem fyrirfinnst. Í fyrsta lagi kemur þetta innan úr beljum. Í öðru lagi lyktar þetta hryllilega, einskonar sæt næringarsúpulykt, sem þránar og seytir út úr sér gunnþef miklum, sem ég bölva hérmeð með nöfnum á við Jaerazivar, Lievzohrix og Georg. Í þriðja lagi bragðast hún hræðilega ef hennar er ekki neytt í samvinnu við eitthvað, svo sem kornflex eða mjólkurkex (hvort tveggja endar á x, sem er illur bókstafur. Sjá Xerxes.)

Þetta ættu að vera meira en nóg rök fyrir hvern sem er til að afneita þessum sullhellingi Satans og snúa sér til drykkju og neyslu á einhverju bragðbetra og betur lyktandi. Neitum prótínsúpunni úr brjóstum Huppu! Ég segi hérmeð mjólk stríð á hendur. Neitum henni! Látum ei breyta oss í kvígur og kálfa. Þetta er alltsaman lævís áætlun ríkisstjórna, sem hefur staðið frá fornöld, að snúa fólki til beljulegrar leti og hlýðni, svo ekki þarf meira en gott spark í afturenda heilu þjóðanna til hlýðni! En ég hef séð ljósið. Ég hef séð ljósið!

Mjólkurlaus öld! Sjúg ei slímspenann! Tálma á kálfa! Á braut með naut! Kvígan má bíða! Beljur til heljar!

laugardagur, mars 11, 2006

Ég hló eins og satanískur hottintotti

Stundum kemur upp í mér demón.

Í kvöld vaknaði þessi demón.

Þeir sem það sáu munu ekki líta mig sömu augum aptr.

Demón þessi kom upp við áhorf á kvikmyndinni Naked Space með Leslie Nielsen.

Kæri lesandi. Hver sem þú ert, þótt þú sért hrakinn af ystu landamærum jarðar, og rekir ættir þínar til harðgerðra Galla -

ekki horfa á þessa mynd.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Klukk

Huh, ekki mjög spennandi gerð af klukki. Ojæja.

4 Störf sem ég hef unnið við um ævina:
-Bæjarvinnan. Mér fannst það ekki jafn leiðinlegt og flestum, enda kynntist ég afar góðum vini þar, og vann mér óvini meðal margvíslegra hópsleiðbeinenda.
-Tester hjá CCP. Ég tala ekki um það tímabil. Þá fara hlutirnir að birtast í heilanum, syndandi.
-Orkuveitan, meiri garðyrkja. Án vafa framtíðarstarf mitt.
-Hm. Ekkert annað. Ég hef ekki fjölbreyttari vinnureynslu en svo, þrátt fyrir minn góða hæfileika að fara í taugarnar á yfirboðurum. Ojæja.

4 Bíómyndir sem ég get horft endalaust oft á:
-The Matrix
myndirnar, allar. Eitthvað við þessar myndir snertir mig á heimpekilegan og sjónrænan og hljóðrænan og alrænan hátt. Engin leið að útskýra þetta nákvæmlega, en þessar myndir eiga afar vel við mig.
-Star Wars, allar gömlu. Ég elskaði þær sem krakki og það hefur aldrei horfið. Ennþá sömu gömlu galdrarnir.
-Fight Club. Verður bara betri og dýpri þegar maður horfir oftar á hana. Stórkostlegur sjónrænn stíll og frábært umfjöllunarefni.
-Lord of the Rings trilógían. Það má kalla þessar myndir tæknilega best gerðu listaverk mannkyns á kvikmyndaformi. Hreint út sagt stórkostlegt listrænt afrek.

Sjónvarpsþættir sem falla mér vel í geð:
Svo vill til að ég hata sjónvarp að staðaldri. En það eru nokkrir góðir hlutir:
-Band of Brothers: Einfaldlega besta sjónvarpsefni allra tíma. Ástæðan: Það líkist ekkert sjónvarpsefni heldur kvikmynd, langri kvikmynd, ótrúlega vel leikinni og átakanlegri. Seinni heimsstyrjaldarupplifun.
-Fraiser. Þetta eru þættir sem ná alltaf að vera fyndnir. Ég sá þá oft vegna þess að þeir voru í sjónvarpinu á meðan kvöldmatnum stóð, og gat því fylgst með, og skellihló oftar en ekki. Niles Crane er alveg hreint stórkostlegur gaur.
-Lost. Ég horfði á alla fyrstu seríuna í rykk um daginn, og hafði stórgaman af. Locke er bara svo flottur eitthvað...
-'Allo 'Allo. Gamlir BBC gamanþættir, voru sýndir í sjónvarpinu þegar ég var krakki. Gamanþættir um franskan kráareiganda i seinni heimsstyrjöldinni. Kannski var þetta ekki jafn fyndið í alvöru og þetta er í minningunni, en ég get bara vonað.

4 Staðir sem ég hef búið á:
-Kópavogur einhversstaðar, þegar ég var nýfæddur. Ég man ekki nafnið, enda hafði ég betri hluti að hugsa um á þeim tíma, svo sem bleiur og brjóst.
-Reykjavíkurvegur 24, en þar bjó ég lengi fram eftir aldri. Fínn staður, ég man aldrei langt aftur í tímann en ég fæ afar mikla nostalgíutilfinningu þegar ég sé þetta hús.
-Einarsnes 8, næsta hús sem við bjuggum í. Ég man einnig furðulega lítið eftir því (minnisleysi mitt er einstakt...), en þar var stór gluggi sem vísaði út að flugvelli, og ég gerði mér það til gamans að glápa á flugvélarnar lenda. Það var auðveldara að skemmta sér í þá daga.
-Svíþjóð, er ég var in utero. Ég fæddist þó á Íslandi og hefur það án vafa bjargað mér frá sænskum smitáhrifum, svo sem félagslyndi og ljóshærðni.

Matarkyns sem ég held uppá:
Mmm, ítalskur matur. Elska ítalskan mat.
-Lasagne. Hinn fullkomni matur.
-Pasta. Elska mat sem hefur ekki fisk eða kjöt að aðalfæðuefni.
-Pizza, já, ekki mjög hipp og kúl, en betra en hvaða íslenski grámygluýsupottréttur sem fyrirfinnst. Og hana nú.
-Grænar baunir, til að hafa eitthvað ekki ítalskt, og eingöngu Ora baunir úr dós. Þetta úlfum við mútter í okkur hver jól og uppskerum mikinn vindgang fyrir vikið.

Síður sem ég heimsæki daglega:
-wikipedia.org
. Eilíf leit að visku heldur áfram.
-hugi.is. Ég veit ekki einu sinni af hverju ég fer þangað lengur.
-aintitcoolnews.com, fyrir kvikmyndaskammtinn. Viðtöl, krítík og fréttir.
-bloggsíður hjá fólki sem ég þekki og þekki ekki.

Staðir sem ég mundi frekar vilja vera á núna:
-Ítalía, í Toscana. Gulir akrar og sól og litlir miðaldabæir, fullir af litlum veitinga -og kaffihúsum. -Gamlir, reykjandi Ítalar sem sitja þar allan daginn og spila á spil.
-Grikkland, Súníonhöfði. Einn fallegasti staður sem ég hef komið á.
-Forum Romanum. Mun sjá það eftir sjötta bekk, en get ekki beðið...
-Inn í bíómyndinni Amélie. Manni líður ósjálfrátt vel þegar maður horfir á þá mynd.

Ég klukka engan. Bwahaha, haha, ha. Ha!