laugardagur, desember 31, 2005

Bloggpóstur í flipp-moll, Doddetto

Mér leiðist, fertugsafmæli föður mins í fullum gangi fyrir ofan mig og gríðarlegur fjöldi fulls, miðaldra fólks. Vel má á það minnast að fullt fólk yfir unglingsaldri skal skjóta, éta og skjóta svo aftur. En til að bæta úr lífsleiða mínum ætla ég að byrja að stæla nánustu bloggara, allt í góðu gamni. Ég byrja á góðbloggaranum Dodda.Vaáááá, hvað ég elska lífið! Gærdagurinn var feitt þverdagseip þegar þrymgervill þessi skreik (forn þátíð af sögninni að skrækja) úr sér loftleiðalungun með söngl-þumbi allmiklu. Namm! Í hinum helgu orðum Helebelabs frá Kórenu, hver uppi var á tímum Hóla-prestsdæmisins þegat Guðmundr góði fléng (forn þátíð af sögninni að flengja) páfann með sverum víbr-tappa, var uppi gulmennið Jorgé hinn argi sem tók upp sverð sitt Rifgeir gegn flyg-fílnum hvíta Jóni, hvers vinghaf var þrír tygir faðma, og réð hann niðurlögum Sókratesar frá Ding, mesta illingi (illum snillingi) sólarinnar. Í hans helgu orðum: 'Argh! Ég er Sókrates frá Ding, greifi af Svíþjóð. Óttist mig og hræðist!'

Nú getur þrymepið ekki kveðið meir, svefn kallar á mig með hvellnum lúðri Zorglodions. Meira síðar!

Huhu. Nær þér ekki alveg, kæri vin...

mánudagur, desember 26, 2005

Gleðileg jól

Mér þykir fyrir því að geta ekki sagt öllum sem ég þekki og þekki ekki það í eigin persónu, en ég er fastur í strangri jólaboðadagskrá og á vart stund aflögu. Það er varla hægt að þverfóta fyrir ættingjum og öðrum óþægindum, en ég vona að það lagist sem fyrst.

föstudagur, desember 23, 2005

Kyrie Eleison


Hann á víst afmæli á morgun hann Jesús karlinn. Reyndar, þegar á það er minnst, hét hann sjálfur alls ekki Jesús, en það er gríska útgáfan af nafni hans, þar sem nýja testamentið var skrifað fyrst á grísku. Talið er að raunverulega nafn Jesúsar hafi verið Jósúa.

Annars óskum við öll honum til hamingju - verra er að yngri kynslóðin fer að ruglast á þessu öllusaman, telur að Jesús búi á Norðurpólnum í leynilegri kókverksmiðju og sé feitur, hvítur, miðaldra Ameríkani og/eða Bush forseti.

Jólin verða stöðugt minna kristin, og af einhverri ástæðu finnst mér það skemma þau lítið - þau snerust alltaf og munu alltaf snúast aðallega um samveru fjölskyldunnar, sem hefur nákvæmlega ekkert að gera við rangan fæðingardag Jósúa blessaðs, sem ég vil þó fullyrða að ég dáist mikið að - til að taka burt ásakanir um andkristni og eymdarörlög brenndur á báli fyrir guðlast og drottinsníð.

þriðjudagur, desember 20, 2005

Decem

Í latínu.

Wheee!


Og 4,5 í líffræði, en það er aukaatriði.

Munurinn millum huglægra gjörða og veraldlegra er geipilegur

Og það sökkar.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Einskonar kitl kennt við kattardýr

Á þessu ber hæstvirtur Quaestor sök. Morðhótanir og spýtur með beittum nöglum á berast til hans.

Sieben Dinge, die ich machen möchte, bevor ich sterbe [Sjö Hlutir, hverjir ég gera vil, áður en ég dey.]

 • Slá Gunnar í Krossinum utanundir til að sjá hvort hann býður hina kinnina
 • Segja eitthvað ógeðslega fyndið
 • Læra að elda
 • Lesa fokking allt
 • Læra sanskrít
 • Skrifa eitthvað sem breytir lífi fólks
 • Lesa inn á kvikmyndatrailer
Sieben Dinge, die ich machen kann [Sjö Hlutir, hverjir ég gera get]
 • Skipt um rödd að vild
 • Skrifað geipilegt magn af texta um ekkert
 • Talað um heimspeki og meinað það
 • Lesið hratt
 • Lært málfræði
 • Romsað upp úr mér Shakespeare eftir minni
 • Hlegið með fólki
Sieben Dinge, die ich nicht machen kann [Sjö Hlutir, hverjir ég ekki gera get]
 • Kynnst fólki á stuttum tíma
 • Sungið
 • Skemmt mér meðal fulls fólks
 • Munað tölur (ártöl, afmælisdaga, stærðfræðisannanir)
 • Talað skýrt
 • Spilað eða haft gaman af boltaíþróttum
 • Flautað
Sieben Dinge, die... mich... mit das ändere Kyn... einheillen eða eitthvað. [Sjö Hlutir, hverjir mig við hitt Kynið hylla]
 • Andlit. Betra að hafa það.
 • Augu, líka betra að hafa þau
 • Skoðanir
 • Hlátur
 • Stundarbrjálæði
 • Hár
 • Bros
Sieben Orte, wo ich reisen möchte [Sjö Staðir, hvert ég ferðast vil]
 • Grikkland
 • Róm
 • Kína
 • Þýskaland á meðan Oktoberfest stendur
 • Suður-Frakkland
 • Egyptaland
 • Fáskrúðsfjörður (fjarlægt markmið)
Sieben Wörter oder Sätze, die ich oft sage [Sjö Orð eða Setningar, hverjar ég oft segi]
 • Sheee-at.
 • Geðveikt (reyni að venja mig af því)
 • Það er bara best
 • Beast! (Við Dodda)
 • Þú hér?
 • Jebús
 • Noli flere!
Sieben Dinge, die ich jetzt sehe [Sjö Hlutir, hverja ég nú sé]
 • Tölva
 • Latneskt greiningarblað á glámbekk
 • Kleenex (dónt ask.)
 • Indiana Jones DVD pakkinn.
 • Bassamagnari
 • Bolli. Hann er hreinn og ónotaður, ég veit ekki hvað hann er að gera hér
 • Tölvuleikur að nafni Deus Ex. Hann er bara bestur
Mwahaha! Röðin komin að Katrínu og Ragnhildi. Valfrjálst, að sjálfsögðu, hefndaraðgerða er ekki vænst af minni hálfu.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Garg!

Íslenskunám það sem okkur er troðið í gegnum er við það að hrekja mig af landi brott. Mig langar að fara til Senegal, læra afrískt smelltungumál og segja aldrei stakt þorn framar.

Íslensk ljóðalist virðist mér snúast að mestu leiti um einn hlut - að sýna hversu vel maður getur fylgt bragarháttareglum eftir. Íslenskt ljóð sem fjallar um eitthvað er vandfundið. Persónuleg ljóð varla til. Atómskáldin okkar voru alltof uppfull af hroka til að einu sinni reyna.

Mér finnst gott dæmi vera einmitt nám okkar núna. Við eigum ekki að lesa klassísk íslensk ljóð og greina merkingu þeirra, rýna í ævi skálda og reyna að finna nýjar merkingar - nei, við teljum atkvæðin í fornu orðasulli og greinum í flokka á mjög íslenskan hátt, því merking ljóðsins er í raun bara tjáning á einhverskonar frumtilfinningum: 'Ég er fullur.' Ég er saddur.' 'Ég er reiður.' 'Mamma, skipta á mér' og annað í þeim dúr.

Ég viðurkenni mig þá vera óþjóðlegan sora, föðurlandsníðing og danadindil - því ég kýs alltaf miklu frekar enska ljóðalist.

-taka skal fram að nú er ákveðið stundarhatur í gangi gagnvart tungumálinu vegna ákveðins prófs sem mig langar svo mjög til að troða ofan í kokið á einhverjum.-

miðvikudagur, desember 07, 2005

Do not go gentle into that good night

Do not go gentle into that good night,
Old age should burn and rave at close of day;
Rage, rage against the dying of the light.

Though wise men at their end know dark is right,
Because their words had forked no lightning they
Do not go gentle into that good night.

Good men, the last wave by, crying how bright
Their frail deeds might have danced in a green bay,
Rage, rage against the dying of the light.

Wild men who caught and sang the sun in flight,
And learn, too late, they grieved it on its way,
Do not go gentle into that good night.

Grave men, near death, who see with blinding sight
Blind eyes could blaze like meteors and be gay,
Rage, rage against the dying of the light.

And you, my father, there on the sad height,
Curse, bless me now with your fierce tears, I pray.
Do not go gentle into that good night.
Rage, rage against the dying of the light.

- Dylan Thomas

Fólk er án vafa orðið leitt á ljóðapóstun minni, en þið verðið að viðurkenna að þetta er flottara en flest.

Hvaða fjálgi þversori...

fann upp á faginu líffræði. Megi tær hans vera étnar af typptum lesbískum skækjum sem heita Xanþippa.

Grrr...