sunnudagur, október 30, 2005

Í furðulega langan tíma hefur mér ekki dottið stakur sniðugur hlutur í hug til að setja hingað, og það hefur því miður ekki breyst. Til að sannfæra sjálfan mig um að ég sé lifandi, eru nokkrar tilvitnanir úr The Invisibles:

'Our world is sick, boy. Very sick. A virus got in a long time ago and we've got so used to its effects, we've forgotten what it was like before we became ill. I'm talking about cities, see?

Human cultures were originally homeostatic; they existed in a self-sustaining equilibrium, with no notions of time and progress, like we've got. Then the city-virus got in. No one's really sure where it came from or who brought it to us, but like all viral organisms, its one directive is to use up all available resources in producing copies of itself. More and more copies until there's no raw material left and the host body, overwhelmed, can only die. The cities want us to become good builders. Eventually, we'll build rockets and carry the virus to other worlds.

Cities have their own way of talking to you; catch sight of the reflection of a neon sign and it'll spell out a magic world that summons strange dreams.
Have you never seen the world 'IXAT' glowing in the night?'

laugardagur, október 15, 2005

Af MSN; partur IV

Jæja, það sem allir og jafnframt enginn hefur beðið eftir. Til að lífga upp á lágdeyðuna og skammdegisþunglyndið kynnist hérmeð fjórða bindi af magnum opus MSN samræðum okkar Dodda. Hefur verið lýst sem psýkadelískum hugburði, lekanda frá dópuðum baðmullarhugum, og hólki. Gjörið svo vel!

Vox populi: Dark God!
Vox populi: Frivolous deity of interlight!
Doddi: ...
Vox populi: Dots?
Vox populi: Archetypal splatters of non-meaning?
Doddi: The three great points of dimension, between which reality is writ.
Vox populi: Verily.

Vox populi: But this evening may not pass into lethargy and inaction.
Vox populi: I intend to have fun, by god, or engage in sodomical sex with a compact disc.
Doddi: Dotardish deterioration of the mind's eye shall ever by thine signature.

Doddi: Darkness comes, and with it all the horrors of the night!
Vox populi: What is this dark, smelly, slimy and frivolous entity in mine sight!?
Vox populi: Slay it fast, lest it corrupt us with gay sex and free speech!
Doddi: The eldar spake of one known as "Sindri", but his name is unbeknownst to Men.
Doddi: Bûkúzan they call him
Vox populi: Verily, his name is a curse in the Common Tounge, and only the slimeties of the Deeps can utter his name without excreting foodstuff via the mouth.

Vox populi: Doddi.
Doddi: Lurtur.
Vox populi: Cheer me up, you must.
Vox populi: Invoke gay spirits.
Doddi: Y M C A Y M C A You can get a good meal You can get yourself clean You can do whatever you feeeeeel Y M C A Y M C A ...
Vox populi: :D

Doddi: Ugh. Pick weed. Ugh. Hold... bag? UGH! Head hurt from think.
Vox populi: Yes,
Vox populi: Grass... back?
Vox populi: Me cut last time!
Vox populi: GRASS MAKE ÞORSTEINN ANGRY!
Doddi: Thu... th. oou.. urrrr stein? Ugghh!
Vox populi: Yes! Name too long!
Doddi: Thuk! Thuk good name!
Vox populi: Yes!
Vox populi: Thuk!
Vox populi: Thuk work good.
Doddi: Thuk smash.
Doddi: Thuk find village. Many things, Thuk smash things and eat food. Then Thok happy. Thok like sleep happy.
Vox populi: Thuk like sleep much.
Vox populi: And thuk like taking she-thuk from behind.
Vox populi: *thuk hlær stórtröllslega*
Vox populi: huk huk huk!

Doddi: your feeble mind cannot comprehend the gargantuated mental prowess of Zork.
Vox populi: Zork. Might is his.
Doddi: Great is his might. Arcane is his magic. Smelly are his armpits.
Vox populi: :D:D
Vox populi: Verily.
Vox populi: O, Zork. Thou who bringeth the people of Zork our aptly deserved misery. Thou who steps on grass which mayst ne'er be walked 'pon, thou who leads children off dams and into shardy rocks below.
Doddi: Zork, dream winder, life runner and chopper of many foes.
Doddi: Few things spark his divine glee as chopping foes.
Doddi: Except leading children off dams, of course.
Vox populi: Indeed.
Vox populi: Though he is kind to felines.
Vox populi: And pets them often.

Vox populi: Lich!
Vox populi: Wyrm!
Vox populi: Tyger!
Doddi: Lewd Krill!
Vox populi: Topless transforming tree!
Doddi: bzz.
Doddi: bzz goes the topless transforming tree
Vox populi: Bzz?
Doddi: happily it buzzes, and rivets with delight during its spanflidgious transmorphification.
Vox populi: Dares it utter that?
Doddi: bzz.
Doddi: the sound of the universe.
Vox populi: Spanflidgious.
Doddi: the sound of infinity
Vox populi: Spanflidgious.
Vox populi: :D

Doddi: Blue and gargantuous, with large bushy eyebrows. Lurker of the depths!
Vox populi: Eyebrow-god, dark god.
Vox populi: Impure god, traverser of the chaos path.
Doddi: Stygian mega-beast, instigator of spatio-temporal ludicrosity!
Vox populi: Aye, its dung is five-dimensional and smelly.
Doddi: Velocitously doth he through the abyss fly, excreting death from every hell-warping thought!
Vox populi: 'Till the Day of Tentacles shall he go on.
Vox populi: A dark day, when tentacles will fumble through the private parts of all.


Doddi: veistu af hverjum myndin mín er?
Vox populi: Jób?
Doddi: af guði, flón, af GUÐI.
Doddi: af mér.
Vox populi: Ah.
Vox populi: DODDVS PRVDENS MAXIMVS OPTIMVS DVVH XIV.
Doddi: as always, bebathed in an aura of spyflurgothious plasma.
Vox populi: :D

Doddi: þorsteinn
Vox populi: Yea?
Doddi: nothing.
Vox populi: Nothing - save The Name.
Vox populi: Nihil, modo Nomen.
Vox populi: At the bleakest point, only one string of syllables come to the poplar's mind...
Vox populi: Þor-steinn.
Vox populi: God of the Eternal Wheel.
Vox populi: Eða hvað?
Doddi: Mu.
Doddi: Nothing.
Doddi: Emptyness, chaos absolute.
Vox populi: The almighty shade which nothing casts.
Doddi: More terrible than any sound is the silence of God himself.
Vox populi: But be free; for the Wheel turns still...
Doddi: but it never moves!
Vox populi: Aye, it is movement in stillness.
Vox populi: 'Tis a raindrop into a frozen ocean.
Doddi: And fate runs along like a hamster within its gibbet of existential possibility.
Vox populi: And it shifts...
Doddi: No. For it is a hamster.
Vox populi: :D

Doddi: Bloated Cylinder! Hammer of the Gods!
Vox populi: Tendril of despotic patronyms!
Vox populi: Ókei, það meikar ekkert sens. :D
Doddi: Denditic stalagmite of turgidity!
Vox populi: :D:D
Doddi: Muahaha!!
Doddi: My mastery of mortal tounges is absolute!
Doddi: Dendritic
Vox populi: Periphrastic phlegm from arboreal phalluses.

Doddi: rollur eru ekki persónugerving neins.
Doddi: Allt er persónugerving rollunnar.
Doddi: Og kallaðu þær sauðkindur.
Vox populi: :D:D:D
Doddi: Þær eru yfir þér hafnar, og skal ávarpa með konunglegri fleirtölu.
Doddi: yfir þér, n.b.
Vox populi: Gaudifer ertu.
Vox populi: Þér fyndni mann. :D

Doddi: column of ecstasy!
Doddi: Love pump!

miðvikudagur, október 12, 2005

Ablabs

Hún amma mín blessunin gaf mér um daginn, eftir að hafa heyrt að ég sé kominn á fornmálabraut í MR, nokkrar af gömlu latínubókunum sínum sem hún var með þegar hún var á málabraut í MR - Cicero: First and Second Speeches Against Catiline, fjórða bindi af Eneasarkviðum eftir Virgilius og Catiline eftir Sallustus - og það er eitthvað yndislegt við það að blaða í gegnum þessar gömlu bækur og sjá að amma mín, fyrir égveitekkihvað mörgum árum síðan, hafði skrifað 'abl.abs' fyrir ofan undistrikaðar setningar og 'abl.sep.' og 'plusq.coni', 'partic.neutr.pl.' og 'ath!' á spássíurnar, alveg nákvæmlega það sama og stendur í latínubókunum mínum í dag.

Eh, erfitt að koma þessari tilfinningu fram í letur. Einhvernveginn fær þetta mig til að brosa.

sunnudagur, október 02, 2005

Ómissandi tilvitnun:

'The only people on earth who do not see Christ and His teachings as nonviolent are Christians.'
-Gandhi

laugardagur, október 01, 2005

Vegna klukks

Klara klukkaði mig víst. Fimm hlutir sem fáir vita um mann sjálfan - here goes.

VNVS: Ég hef stórglæsilegt ör á enninu, og ég fékk það á ekki óæðri hátt en vegna katanasverðs; sem að félagi minn hjó mig með við upptökur á stuttmynd eitt sinn. Ég er gríðarlega stoltur af þessu, ég hreyfi mig aldrei og er svo latur að ég viðheld varla mannsformi, en ég hef bardagaör, meðan félagar mínir sem hafa stundað bardagalistir frá fimm ára aldri hafa ekkert til að sanna það, ónei...

DVO: Ég hef holu í miðjum brjóstkassanum, sem er einkenni í ættinni minni. Rifbeinin beygjast inn að miðju og mynda þannig innfellingu. Þetta er tilvalið fyrir sjálfsmorðssprengjur, sælgætisgeymslu og morgunkornsát.

TRES: Ég átti að heita Hreggviður. Þetta var hugmynd móður minnar, sem ég hef litið grunsemdaraugum síðan. Karl faðir minn miskunnaði sig yfir mig og kom því fram að ég mundi heita Þorsteinn eftir afa mínum.

QVATTVOR: Ég hef átt í mjög svo heimskulegu karlmannsstoltsstríði við leikfimikennara menntaskólans frá byrjun. Það er eitthvað við það að sjá hálffullorðna stráka lyppast niður hóstandi og andandi með erfiðismunum, sveittir og ógeðslegir, fyrir framan fimmtuga perralega durga í gerviefnagöllum sem að fær æluna til að berjast upp í kok mitt. Ég hef svarið þess heit að reyna aldrei mikið á mig í leikfimitíma, því að ég skal ekki láta sigra mig...

QVINQVE: Ég get lækkað röddina afskaplega mikið og talað með það sem ég og fleiri kalla 'satansröddina'. Jafnvel bassar eins og hæstvirtur Doddi ná þessu ekki. Ég hlæ! Þið getið aldrei fórnað geitum á jafn sannfærandi hátt og ég, amlóðar. Ég hef verið að vinna upp hæfni í höfuðsnúningum og þeirri list að tala latínu afturábak til að uppfylla andkristsímyndina, en útlitið vinnur á móti mér, þar sem ég telst eitthvað of elskulegur í framan til að leggja mér hold til munns dags daglega.

Ég klukka að lokum il Doddo.