föstudagur, júlí 29, 2005

Gottkopf

Ljósir punktar hingad til í fríinu:

  • Amélie og Schindler's List á DVD ódýrt í Danmörku - 50 danskar hver.
  • Kaupaedi í Magasín á Strikinu. Á skyndilega föt.
  • Jardarber á saensku er 'jordgubb'.
  • Fékk 'Is med Guf o' det hele'.
  • Smakkadi humar beint úr skel og komst tarmed á hitlist hjá Greenpeace.
  • Ótrúlega glaesileg afgreidsludama hér á hótelinu... tid kannist vid tjodsöguna um franska fegurd? Ég get sannfaert ykkur um ad tad er í raun til núna...
  • Sá Hotel Cornavin, sem allir sem hafa lesid Tinna í aesku aettu ad vita hvad er.

Gallar:

  • Ég fae ekki ad tala neina tysku - teir tala frönsku í Genf. Hef ekki getad uppfyllt draum minn um ad spyrja um Änderungen auf dem Platz der dämmerungen der Pferde im Seelisches Land eda nokkud tvi líkt.
  • Tad er varla nokkud annad en egg í morgunmat. Ég er naest tvi ad breytast í haensn.

Tad er svo fjaaaaandi gaman ad ferdast...

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Ausland gehen.

Fyrst til Svíþjóðar/Danmerkur og svo til Sviss. Ég hafði þá kenningu eftir Dilberti að Sviss væri í raun ekki til heldur væri bara brella - ég meina, hver hefur hitt einhvern frá Sviss? Nú mun ég vonandi komast að sannleikanum í því máli. Á meðan, adieu, ave atque vale, bless og Gruss Gott.

sunnudagur, júlí 17, 2005

Post Half-Blood Prince (sans spoilers)

...vá.

Aldrei hefði ég getað giskað á að Joanne Kathleen Rowling ætti þetta í sér.

Margir munu kannski vera á móti þessari. Þetta er ekki barnabók... aldrei láta börn komast í þetta. Ég hefði ekki haldið að JK mundi þora að skrifa svona - dimmasta og tragíska bókin í seríunni. Sú besta? Ég get bara ekki sagt um það. Ég þarf að lesa hana aftur til þess... en þetta er sú bók sem hefur mest áhrif á mig. Þetta er eiginlega mesta listaverkið í seríunni hingað til, ef svo má segja - hún er ekki jafn skemmtileg og Goblet of Fire eða Prisoner of Azkaban, en áhrifameiri.

Og verið viss, bók sjö verður meistaraverk. Meistaraverk...

föstudagur, júlí 15, 2005

Til að blogg mitt fari ekki að sérkennast af fullnægingum...

Þá ætla ég að reyna að skrifa eitthvað af viti. Afsakið ef allt fer fjandans veg, ég reyndi þó.

Sá ég myndina Closer í dag. Var hún blendin. Söguþráður hennar einkenndist af einum rosalegasta ástarvef sem ég hef nokkrun tíman heyrt um - ég hef kenningu um að myndir af þessu tagi séu að keppa sín á milli um titil sem gefinn er fyrir mesta fjölda bitra skilanaða á skjánum. Flækju þessa er ómögulegt að skýra án aðstoðar líkindareiknings, lógariþma aukinheldur væns skammts af Meskalíni, svo að mögulegt er að ég hafi eitthvað rangt eftir:

Clive Owen: A
Julia Roberts: B
Natailie Portman: C
Jude Law: D

Nú tjái ég þetta með örvum:

A -> C ; A -> B
B -> D ; B -> A ; B -> A
C -> A ; C -> B ; C -> A
D -> C ; D -> B ; D -> C

Ef hebresk nöfn leikaranna eru sett inn í þessa formúlu umritast hún í hið 217 talna hebreska nafn guðs, sögn hvers mun framfleyta mannkyninu á æðra stig þróunar og hugsunar svo að skynjun okkar lætur af staðnaðri heimsmynd og tekur sér stað í hinu eilífa ríki Síon andans.

Q.e.d.

Þetta er eina mögulega skýring þess að þessar manneskjur einfaldlega geti ekki haldið sér frá því að fara upp á hver aðra...

Og Julia Roberts er ekki einu sinni það falleg. Natalie Portman, hinsvegar...

HARRRRYYY POTTERRRRRR!!!

SAGHDasjsdoaggghha aaa h

sunnudagur, júlí 03, 2005

PPIIIINNNNKKK FLLLOOOYYYYDDDD!!!!!!

ghaaghhahzkahhhghaaa a