mánudagur, júní 27, 2005

Málkringlun

Málkringlun, -ar; kvk: Það að fara í kringum málefni með orðaþvælu. Stundað af stjórnmálamönnum og öðrum lygurum. Sjá einnig málkringla.

Ég þakka vinnufélaga mínum Finni fyrir þetta orð...

fimmtudagur, júní 23, 2005

Nick Cave - The Mercy Seat

In Heaven His throne is made of gold
The ark of his Testament is stowed
A throne from which I'm told
All history does unfold.
Down here it's made of wood and wire
And my body is on fire
And God is never far away.

Into the mercy seat I climb
My head is shaved, my head is wired
And like a moth that tries
To enter the bright eye
I go shuffling out of life
Just to hide in death awhile
And anyway I never lied.


Eftir að hafa stolið fullt af Nick Cave diskum af mp3 haugunum í vinnunni hef ég fundið textalega uppljómun. Hvernig er þetta hægt!?

Vá...

sunnudagur, júní 19, 2005

Rýrihljóðskipti

Við Darri Edvards höfum nýlega þróað með okkur mikla notkun á því sem ég kalla rýrihljóðskipti - eitthvað sem þegar er dæmi um í málinu, en við höfum tamið okkur til persónulegra nota. Að fordæmi má m.a. nefna varpið maður - menni, sem að getur bæði verið til upphækkunar sem og niðurdragningar, eins og má sjá á orðunum ofurmenni og fúlmenni. Þetta er reyndar dæmi um meira en bara hljóðskipti, og má nefna þetta undantekningu frá reglunni, þrátt fyrir að maðurinn sé nú mælikvarði allra hluta. Betra dæmi er kannski matur - meti, en hvort það sé upphækkun eður ei skal hver maður ráða við sjálfan sig, með orðið grænmeti til hliðsjónar.

Þetta virkar einfaldlega þannig að hljóðvarpsreglu er framfylgt á fremsta sérhljóða orðsins, auk þess sem því er breytt í hvorugkyn og það látið enda á -i, orðinu eða hlutnum sem það táknar til minnkunnar. T.d. má taka þessi dæmi af mýþutengdum orðum;

Djöfull - djyfli, dvergur - dvirgi (dvyrgi lítur betur út, og leyfist í daglegu máli, en er ekki skv. hljóðvarpsreglum), tröll - trylli.

Einnig má vekja athygli á áhrifum rýrihljóðskipta á mannanöfn, og þá helst stutt nöfn/viðurnefni. Til að sýna hóf, tek ég mitt eigið nafn, og nafn félaga minna:

Þossi - Þyssi, Doddi - Deddi/Dyddi, Darri - Derri, Haukur - Heyki
Einu sinni enn ætla ég að vitna í MSN samræður okkar Þórarins:

Vox populi says:
Þverdeddi! Svar!
Doddi says:
Heill þér, Þverþyssi.

Augljóslega passa ekki öll nöfn inn í þetta. T.d. er nafnið Arngunnur - Erngynni (sorrí, Arngunnur) greinilega sett saman úr tvemur orðum, og því má einnig hljóðverpa seinni orðinu. Einnig eru sum nöfn fremur óhæf til hljóðverpingar, svo sem Halldór - Helldýri, sem að er frekar til upphækkunar en annað. Svo má ávallt benda á forskeytið þver sem höfundi er mjög svo annt um.

Einnig eru sum ókvæði vel til rýrihljóðskipta fallin, þrátt fyrir að til notkunar þeirra sé ekki hvatt hér - sem dæmi má taka til dæmis hommi - hymmi. Verða þá til ágætar setningar, svo sem 'Slímuga þverhymmið atarna hafði mig að féþúfu.'

Þetta er að sjálfsögðu ennþá í þróun og er ekki enn komið inn í sjitt-orðabókina, svo að ég hvet lesendur til að finna eitthvað skemmtilegt til rýrihljóðvörpunar og skilja eftir í kommenti.

laugardagur, júní 18, 2005

Bill Hicks

Fólk er líklega orðið leitt á þessum tilvitnunum mínum, en ég stóðst ekki mátið þegar ég rakst á þetta.

Þetta er tilvitnun í Bill Hicks, einn besta grínista allra tíma.

The world is like a ride at an amusement park. It goes up and down and round and round. It has thrills and chills and it's very brightly coloured and it's very loud and it's fun, for a while. Some people have been on the ride for a long time, and they begin to question: Is this real, or is this just a ride? And other people have remembered, and they come back to us, they say, "Hey – don't worry, don't be afraid, ever, because, this is just a ride ..." And we ... kill those people. Ha ha, "Shut him up. We have a lot invested in this ride. Shut him up. Look at my furrows of worry. Look at my big bank account and my family. This just has to be real." It's just a ride. But we always kill those good guys who try and tell us that, you ever notice that? And let the demons run amok. Jesus murdered; Martin Luther King murdered; Malcolm X murdered; Gandhi murdered; John Lennon murdered; Reagan ... wounded. But it doesn't matter because: It's just a ride. And we can change it anytime we want. It's only a choice. No effort, no work, no job, no savings and money. A choice, right now, between fear and love.

föstudagur, júní 17, 2005

Sykurfrauðsdagur

Frá barnæsku man ég eftir sautjánda júní einungis vegna þess að það er dagurinn sem ég fæ mér candy-floss.

Íslensk menning lifi, húrra, húrra, húrra, húrra!

fimmtudagur, júní 09, 2005

Arbeitdämmerung

Já, tónleikar Iron Maiden voru svo skemmtilegir að þeir eiga skilið sagnorð, járnfróvgun, og jafnvel nafnorð, járnfryggð. Búast má við þessu innleggi í sjitt-orðabókina á næstu dögum.

Annars er ég kominn með 'vinnu', en hún er, þótt ótrúlegt sé, tester hjá CCP, sem framleiða íslenska tölvuleikinn EvE.

...

Ég veit hvað þið hugsið og það er fullkomlega rétt hjá ykkur. Þetta er sjúklega og illilega hryllilega ó -og horbjóðslega nördalegt og leiðinlegra en allur andskotinn. En jæja, þetta er skárra en atvinnuleysi.

Held ég.

Vona ég.

Og það fyndna er, ég hef aldrei spilað EvE á ævi minni... ég óska hérmeð eftir samúðarklappi á bakið næst þegar þið hittið mig. Ég þarf á því að halda. Jæja, Skakspíri:

- I have become afraid of everything, an angler in the lake of darkness.

mánudagur, júní 06, 2005

Félagi Einar Finnsson átti átján ára afmæli í dag - eða reyndar í gær, þar sem þetta er skrifað eftir miðnætti, þegar heilbrigt fólk sem er komið með vinnu ólíkt rónanum mér sefur værum svefni, en bloggar ekki óhamingju sína; veinar hjálparbeiðni yfir mannkynið sem enginn svarar, í fyrsta lagi vegna þess að hjálparbeiðni sú er á hrognatungumáli aðeins skiljanleg örfáum hræðum, og auk þess sem hún er ekki skrifuð í fullri alvöru. Eða þannig. Ójá, ég óska Einari kærlega til hamingju og þakka honum fyrir að vera afsökun til þess að hefja sjálfsvorkunnarbloggpóst.

Og þar sem síðasta Sandman tilvitnun vakti lukku:

'It has always been the prerogative of children and half-wits to point out that the emperor has no clothes.
But the halfwit remains a half-wit, and the emperor remains an emperor. '