laugardagur, maí 28, 2005

Af MSN; partur III

Ég velti alvarlega fyrir mér hvort ég ætti að pósta þessu, þar sem ég er ekki viss hvort það sé einhver sem nenni að lesa meira af froðufellingum okkar Dodda.

Þá mundi ég eftir því að ég skil ekki af hverju nokkur les nokkuð hérna, og ákvað, what the hell.

- - -

Vox populi: Heyrðu, Þórarinn. Bloggaðu einhverntíman. :P
Doddi: hoho
Doddi: mayhap
Vox populi: I anxiously await thy musings of etiquette.
Doddi: I have no use for meaningless concepts such as etiquette!
Doddi: Light, love and happiness are all that matters!
Doddi: Along with the occasional eating of dwarves
Vox populi: And tentacles?
Doddi: they isn't very tasty, are they, preciousss?
Doddi: so sayeth Yollum, spawn of Yoda and Gollum
Vox populi: :D

- - -

Doddi: do as I tell thee
Doddi: so sayeth the Foe-Hammer!
Vox populi: Nay, I say. Thine is the voice of deliverance.
Doddi: Deliverance by requested redemption or holy purgation, it matters naught to me.
Vox populi: Nay, what matters to thee is drawn tenticles and their interaction with scantily clad schoolgirls!
Doddi: ha! Jestest thou?
Vox populi: Verily, I do.
Vox populi: Causes that thee mirth?
Doddi: It vexeth me somewhat, and doth worry allwhat.
Doddi: Thine spirit decayeth, fiend!
Vox populi: Ah. I do ask that thine majestical figure doth forgive this amiable servant.
Doddi: Thou art forgiven, peon. Know thee that thine life hath been spared from holy laseration by the Foe-Hammer!
Vox populi: Oh, forever is this pious figure indebted to thee!
Doddi: Enough of this! I have not lowered mineself to this abismal channel of converation to recieve a peltation of mewling adoration from puny mortals!
Doddi: So sayeth the Foe-Hammer.
Vox populi: Verily, thine lowering doth render all the earth soundless!

- - -

Doddi: Ghazgradoldious Kangaxx needeth no Danish! His is the gurgle of retorted splatterbarf.

- - -

Vox populi: Yea - the spirit of my life lies extinguished, and all the vagaries of life dance before a dark curtain that has been drawn to hide the hopes beyond.
Vox populi: The shadows of which seem like light in the lightlessness of the world...
Doddi: Hum... Dark are these tellings of yours. I can tell thee naught but to engage in wild partygoing and sodomical sex with donkeys

- - -

Doddi: Þossi?
Doddi: Smegmatron of the outer steppes!
Doddi: Plasmodious bumblebee!
Doddi: dimm þögn.
Doddi: ...
Doddi: ...
Doddi: is....
Doddi: is god...
Doddi: ....dead?
Vox populi: No, he lives.
Doddi: Praise the Lord!
Vox populi: Praise him with great praise!
Doddi: [leggst á grúfu]
Doddi: and there was great rejoicing.

- - -

Vox populi: Málfræðin er sem lögmál alheimsins fyrir mér, skrifuð í stjörnurnar.
Doddi: jújú
Doddi: þessvegna eru tungumálapróf höfð að degi til
Vox populi: :D:D

- - -

Vox populi: *ýtir mosavöxnum, drjúpandi vörum sínum að talopi Þórarins*
Doddi: eeeuuuurrrghhh!!!!
Vox populi: Ah, but enough cyberporn for now. :D
Doddi: refrain from such pericombobulabratory indiscrimination in the future, blasphemer!
Vox populi: Bah! Deny not the physical longing thou hath for mine loins!
Vox populi: :D
Vox populi: ...sometimes I disgust even myself. :D

- - -

Vox populi: Við þurfum einhverntiman að taka okkur til og skrifa eitt heljarinnar rit í þessum stíl okkar...
Vox populi: Hvað sem við getum kallað hann.
Vox populi: 'And the gelatious transslimety Blargzhagarg did travel from the deeps of the earth, and threaten the Astro-Midget's kingdom!
Vox populi: Búa til myndasöguseríu. :D
Doddi: Trelliohurglotron the wise, trelliohurglotron the fierce. Verily, 'twas spaken amongst the peoples of the Glebe that many a pit-beast was impaled upon his stalagmatron.
Vox populi: :D
Vox populi: Indeed.
Doddi: hoho
Doddi: ahh... stalagmatron
Doddi: ég sit hér og hlæ eins og fáviti

- - -

Vox populi: Verily, my thoughts stray to physical violence with defecation deliverance facilities!
Doddi: Fecal recepticle.

- - -

Vox populi: Ghazg?
Vox populi: Ghazg. :(
Doddi: ghazg
Vox populi: Ghazg! :D
Doddi: Ghazg. Blahzu-hagratlatokk?
Vox populi: Hizkriznakarch, rudz-malzorg, ghazg?
Doddi: Hugljáúk, sukl lumratrokuluk blaztrazok.
Vox populi: Ôniirazchringit, ponrachirzumxantingox?
Doddi: Khazg. Khazg-ib-ilthroblorgotron, ib balthroblorgotron, krimpkrantrokkþ.
Vox populi: Khazg? Drittiruluzcge, li-ignirozog!
Doddi: Hohoho, krakk, krakk. Uk, potrpozkazrakat, tralkrohappatatt. Shint, shint bluztrolop.
Vox populi: Izg uk ghazg?
Doddi: Izg.
Vox populi: Krizori lud-zoericxhi!
Doddi: Mmmm... [klórar í einu höfði sínu með svartri kló] kurtulmatak, lud-zoericxhio, erkratrokk zu-kurtulmatak.
Doddi: sonn-sonn, marklatorkoblod. [stígur ofan á skinfót nærliggjandi gelskrýmsls]
Vox populi: Lozgh! Lozgh lud-igirir!
Vox populi: *stekkur ákaft upp og niður og hrínir*
Doddi: Hzog Hzog Hzog! [útgáfa þver-plasmódísks djöfuls af gáskafullum hlátri]
Doddi: Huk! [þýðir: Doddi þarf að borða snúð, hvern móðir mín færði mér af kostgæfni og föðurlandsást, hver er þakin súkkulaði, hverju bakarinn smurði af kostgæfni, hvert var framleitt í belgíu, og kem svo aftur á MSN.]
Vox populi: Ghazg.

- - -

Doddi: húah!
Vox populi: :-O Yfir mér stendur gelskrýmsl, slímugt og óviðrandi á hvern veg!
Doddi: Yfir þér stendur skrílsygglt Fönktröll, þvingað til niðurkoðnunar í stað útflengingar líkamsparta!
Vox populi: Og það opnar ginið og úr fúlum kjafti þess spýr það eitraðri sýru auk gass!
Vox populi: Ó, hryllingurinn!

- - -

Doddi: well, spank my ass and call me a bitch, I certainly am in a pleasant mood!
Vox populi: Can I?
Vox populi: Spank?
Vox populi: Your ass?
Vox populi: And call you bitch?
Vox populi: Please?
Vox populi: :)
Doddi: mine golden buttocks are not spankible to any mortal peon, thou churlish lout!

- - -

Vox populi: Ghazg!
Doddi: Ghazg.
Vox populi: Dichotomy of dreams!
Vox populi: Dice thrown by the tyrannous stars rule the fates of lepers!
Doddi: Sanctimonious spifflitrator, unspoken of by the Ancients! Mover of the Firmament! Instigator of gleeful melancho-spasms!
Vox populi: Exvertor of atoms! Wafer of spacetime!
Doddi: And a damn fine lad too!
Vox populi: Yes, I do say.
Doddi: :D
Doddi: þessi var nú nokkuð góður
Vox populi: Hvur?
Doddi: nei, bara þessi syrpa, og síðan lokuðum við magnaðri lýsingu á "and a damn fine lad too!" "I do say."
Vox populi: :P Yes, this thing will be blogged in the future. :D

- - -

Hmmm. Ég er nokkuð viss um að þetta er hætt að vera fyndið fyrir flesta, svo að ég lofa að lengra muni líða þangað til partur IV kemur...

föstudagur, maí 27, 2005

'The ability to quote is a serviceable substitute for wit.'

Ég var að ljúka við lestur á The Kindly Ones úr Sandman seríunni... og ég rakst á þessa senu eða ræðu, sem mér finnst alveg fullkomlega ódauðlega flott...

A: Have you ever been in love?
B: You might say that.
A: Horrible, isn't it?
B: In what way?
A: It makes you so vulnerable. It opens your chest and it opens your heart and it means someone can get inside you and mess you up. You build up all these defenses. You build up this whole armor, for years, so nothing can hurt you, then one stupid person, no different from any other stupid person, wanders into your stupid life... you give them a piece of you. They don't ask for it. They do something dumb one day like kiss you, or smile at you, and then your life isn't your own anymore. Love takes hostages. It gets inside you. It eats you out and leaves you crying in the darkness, so a simple phrase like 'maybe we should just be friends' or 'how very perceptive' turns into a glass splinter working its way into your heart... it hurts. Not just in the imagination. It's a soul-hurt, a body-hurt, a real gets-inside-you-and-rips-you-apart pain. Nothing should be able to do that. Especially not love. I hate love...

miðvikudagur, maí 25, 2005

Decem...

Í latínu.

...

jessjesssjessjess!

fimmtudagur, maí 19, 2005

Sed finis mundi nunc erat.

Við þetta rómantíska tækifæri ætla ég að þakka bekkjarfélögum mínum yndislegu fyrir veturinn, þar sem sumir ætla ekki með í bekkjarferðina, þar sem þeim væri annars þakkað. :P

Annars er ég ekki lengur hér - ég er í drauma/sumarskapi, og ég ímynda mér að ég standi á Sunion höfða í Grikklandi, við Póseidon hofið. Hér.

Líklega besta ljósmynd sem ég hef nokkurn tíman tekið.

þriðjudagur, maí 17, 2005

Exspectemus finem mundi!

Búinn.

...

Einhvernveginn nenni ég ekki að hreyfa mitt mikilfenglega rassgat neitt. Héðan í frá mun ég liggja á gólfinu og bíða eftir að heimurinn og hans lystisemdir komi til mín, ég á það skilið, fjandinn hafi það.

Ég elska heiminn allan... Sigur Rós og Egilssaga kæta mitt geð og búa mig undir komandi leti endalausa.

Þó sakna ég þegar latínunnar... og gríska á næsta ári, gríska! Eina gríska orðið sem ég kann er episkopos, sem þýðir víst biskup. Það að læra tungumál sem er er skrifað með öðru stafrófi hljómar gríðarlega spennandi, og ef það er jafn gaman og latínan þá ætti ég að vera alsæll.

Ég finn fyrir eggjum og ýmsum fúlávöxtum á leið að andliti mínu, kastað af öllum þeim sem hata latínuna, og skil vel... en þetta er fullkomið fyrir þá afar fáu lærdómshæfileika sem ég bý yfir - bara kerfi, og ef þú kannt á kerfið, þá er þetta komið. Svo fullkomlega einfalt í flækjunni, allri, og þetta virkar alltsaman og er tengt í gullfallegri heildarmynd.

En það er bara ég og mitt Verwirrung. Þó ætla ég að slá því fast að fimmti bekkur verði déskotans snilld og að heimurinn sé einn stór og mjúkur og loðinn púði sem vill ekkert frekar en að faðma okkur öll að sér þangað til við sofnum værum ungbarnasvefni og okkur dreymir um græna haga, tré í blóma, eilífa sólarupprás og ítalskan mat og alla aðra hluti sem fegra tilveruna á myrkustu stundum.

mánudagur, maí 16, 2005

The deep breath before the plunge, eins og sagt er.

hhhhhaaaah...

Það sem eftir er af þessum degi til þess að lesa Eglu til enda og læra alla latínuna. Einnig morgundagurinn frá kl. 9 til kl. 12:20, eo tempore ég tek strætó, með libri latini í farteskinu. Og eftir það próf, fæ ég nokkra klukkutíma til að frumlesa Snorra-Eddu frá byrjun til enda. Fari málsagan til fjandans. Svo tekur við stærðfræðipróf sem ég nenni ómögulega að læra nokkuð undir og ætla að reiða mig á auxilium nokurra stærðfræðideildarfélaga minna.

hhhhhhhhoooooh...

Þá er það bara impetus difficilis.

sunnudagur, maí 15, 2005

Pink Floyd - Set The Controls for the Heart of the Sun

Little by little the night turns around.
Counting the leaves which tremble at dawn.
Lotuses lean on each other in yearning.
Under the eaves the swallow is resting.
Set the controls for the heart of the sun.

Over the mountain watching the watcher.
Breaking the darkness
Waking the grapevine.
One inch of love is one inch of shadow
Love is the shadow that ripens the wine.
Set the controls for the heart of the sun.
The heart of the sun, the heart of the sun.

Witness the man who raves at the wall
Making the shape of his questions to Heaven.
Whether the sun will fall in the evening
Will he remember the lesson of giving?
Set the controls for the heart of the sun.
The heart of the sun, the heart of the sun.


Fark, hvað ég elska Pink Floyd.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Laumulega og án þess að vekja athygli óargadýrsins fann ég mér leið að grárri, sakleysislegri byggingu sem átti eftir að bjarga lífi mínu.

Án þess að vekja skrímslið frá blundi þræddi ég mér hljóðlega leið gegnum myrkrið, og ég velti fyrir mér hverskonar meistari gæti bjargað mér frá hættunni sem hvíldi á höfði mínu og ógnaði framtíð minni svo illilega...

Skyndilega heyrði ég vindhviðu þjóta framhjá eyra mínu og ég rak upp óp; en fyrir framan mig stóð skyndilega samúræjakona ein, allillileg og ógurleg á svip. Samstundis vaknaði óargadýrið frá værum blundi og áttaði sig leiftursnöggt á ástandinu - ég hafði ráðgert á því morð!

Sannlega get ég sagt þér, lesandi góður, að líf mitt var hætt komið - en þá skyndilega stökk samúræjakonan fram með ægilegu öskri, reif upp sveðju mikla og tók að höggva að dýrinu.

Það reif og öskraði og ég með, en samúræjakonan sýndi enga miskunn, og hjó það hægri og vinstri; og þutu bitar þess út um allt gólf, og í brjósti mínu kviknaði vonarglæta um að ég skyldi laus vera við ok vættsins að lokum!

En dýrið átti enn mikla baráttu í sér, og hrein það gríðarlega og greip þegar síðustu höggin dundu á því og rifu burt illindisóvættinn; og settust leifar þess aftur á höfuð mitt, líflausar og stýrilátar.

Og þetta er sagan af því þegar tískuslysið og skrímslið, hár mitt, var vegið.

Og ég hef skrifað bloggpóst um það að ég hafi farið til rakara... hversu svakalega metró er ég.

sunnudagur, maí 08, 2005

Of Theories Reichian In Nature and the continuation thereof

WHILE the inter-conformal bubbles of spacetime which appear through-out the three-dimensional reality to which we spatially identify ourselves do indeed carry with them a possibility of contact with outer realities and even communication with another skerry of the multiverse, a protagonist of such an event would undoubtedly find himself embroiled an identity crisis parallel to the super-shift of consciousness between the universes; and feel the exposure to the very impetus behind which the fire of a thousand worlds was lit.

Með öðrum orðum er enskupróf á morgun.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Af MSN; partur II

Vegna vinsælda síðasta parts af seríunni 'Af MSN' hef ég ákveðið að mjólka hugmyndina áfram, og demba hér yfir saklausan almúgan næsta skammt af geðveikislegum, frauðkenndum froðufellingum stafrænum millum oss og Dodda hæstvirts. Njótið vel, og ekki prófa þetta heima hjá ykkur.

...

Þossi: All have an arse, but one must strive not to be an arse...

Doddi: but what is a man without his ass?

Doddi: full of shit, my friend

...

Þossi: Do you not recognize the oncoming onslought of a sentence formed, unifying the colossal meanings of thy twisted inner psyche!?

Þossi: Twisted maze of letters crammed together between tiny spaces with which we define communication we use to strife and to sunder and to conform and to seperate and to spastically electrify and halter the slow slimy crawl of time?

...

Þorsteinn: Ah, Doddi. Án stanslauss orðaflaums þess er hvín utan um talholu yðar væri lífið grátt og mykjulyktandi.

Doddi: haha

Doddi: ég þakka pent

Doddi: hei, ég var að pæla

Doddi: varadekk = hlébarði?

Þossi: :D:D:D:D:D:D:D

...


Doddi: og.....

Doddi: ég er ekki Homo Sapiens

Doddi: ....

Doddi: ég er...

Doddi: Krytztizorg, gelskrýmsl úr framtíðinni, sendur af hinum mikla slímguði, Dr. Phil!

Doddi: ....

Doddi: surrender your lives now... and be spared from...

Doddi: .....

Doddi: BLOBULATION!!!!

Þossi: :D:D:D:D

Doddi: hahahaha

Doddi: ahh...

Doddi: i kill myself

Doddi: gelskrýmsl

Doddi: haha

Doddi: jæja

...

Doddi: Of course, horse.

...

Doddi: þetta er hneisa af kosmískri stærðargráðu!

Þossi: Deiling með núlli nær ekki að yfirgnæfa hneisu sem þessa!

Doddi: já. Og þá er mikið sagt, karlinn

Þossi: Svo sannarlega.

Doddi: deiling með núlli... já, hún... hún brýtur mannssálina! Eyðir ljósi og hylur gæsku heimsins heldimmum skugga órökrænna fjarstæðna og samkynhneigðar!

Þossi: En ekkert af þessu er líkt og rangur ablativus...

Þossi: Þegar einhver skussinn eyðileggur mátt og dýrð einfaldrar latneskrar setningar og gleymir stað og stund og lætur ablativus temporis í staðinn fyrir accusativus temporis!

Þossi: Eða þegar misskilinn er ablativus instrumenti, og í raun er hann ablativus modi!

Doddi: DAUÐI!!!!!!

Doddi: DAUÐI!!!!!

Doddi: ég heimta haus málníðinganna á gljáfægðu silfurfati!

...

Doddi: þorsteinn
Þossi: Það er ég.
Doddi: svo hef ég mér til getið
Þossi: Enda eru hæfileikar yðar til hugsunar framúrskarandi.
Doddi: ég þakka gott lof
Doddi: en raunsærra mat væri afturdragandi
Doddi: hvað viðgengst í rykugum hugskotum yðar?

...

Doddi: Gleðileg jól
Þossi: Sömuleiðis, þú loðni alihrútur þú!
Doddi: hoho
Doddi: þú skjallar mig
Þossi: Ef þú tekur líkingu við sauð sem skjalli, þá já... :P
Doddi: fjall af skjalli

...

Doddi Dómþefur: heill Stikli
Þossi: Heill, nasadæmir.
Doddi Dómþefur: Þrávaldur
Doddi Dómþefur: þú heitir hérmeð Þrávaldur

...

Þossi: How I love using asinine ways of communication. :P

Doddi: hahaha

Doddi: snillingur

Þossi: Takk fyrir, segi ég, undeserving...

Þossi: Asinine, tekið úr latínu; asinus, sem þýðir asni.

Þossi: As in dýrið. :P

Þossi: En þeir áttuðu sig á heimsku þes eins og við... :P

Þossi: En sauðkindin var hinsvegar í miklum metum, og heitir því mikilverða nafni agnus...

Doddi: hahaha

Doddi: agnine

Þossi: 'That was positively agnine, my lad!'

Þossi: :D

Þossi: Þetta er nýyrði til að muna eftir.

Doddi: haha

Þossi: Agnine, agninity, agnification, to agnify...

Þossi: The possibilities!

Þossi: 'The agnificent and severely agnine man agnified the agninity in the process of agnification.'

Doddi: hahaha

...

Doddi: Þorsteinn
Þossi: Aye?
Doddi: what news from the Mark?
Þossi: Full of horseshite, I'm afraid.
Doddi: aye, 'tis a vexation I am familiar with.
Þossi: In thine bowels, mayhap?
Doddi: The rumblings of mine bowels are like the breath of the great, many-headed dragon Tiamat in the deeps of time.
Doddi: And the gargantuan throes of rage he doth throw are not trifling, my lord.
Doddi: en hvernig var í skúlanum í dag?

...

Doddi: thou wouldst tear at the frayed threads of my moral fabric with these incenuations!
Þossi: Insinuations?
Doddi: no
Dodi: incentuations
Doddi: and fleblurgutronics

...

Doddi: Hear my plea, Kangaxx!

Þossi: I hearken to thee, O great Lord of Lazarkhazg!

Doddi: Well met, and hail to thee

Doddi: how fare the matters of mortals these years?

Doddi: hast thou recieved thine rightful share of blood sacrifice?

Þossi: Drunk am I on the bodily fluids of many a great beast, and satisfied therefore!

Þossi: But art thou not an inhabitant of skies, since Iron Maiden cometh to this land!?

Doddi: aye, i have acscended from my normal domain of the pits of Khazgaroth to the realm of the Firmament in the light of recent ec

Doddi: events

Doddi: what sayest thou of this coming of The great old ones?

Doddi: I rejoice for thee, yet I know not yet their mastery of the art of music...

Doddi: a right shame that is, my fellow dark deity of Chaos and slimy gelatinousness.

Þossi: :D

Þossi: Thy mastery of words surpasses even those of yours truly!

Doddi: Methinks that thou now smitest me with golden hammers.

Doddi: but i thank thee for this, for it is pleasing to my flatulent ego.

Þossi: Indeed, thine ego hath reached the size of a large clump, and so great is it in magnitude that it can only be shitten out of thine arse as a volcanic flow of defecations.

Doddi: Blaaaargzagazg!

...

Doddi: en hvernig gekk annars latínuprófið

Þossi: Glæsilega. :D

Doddi: hahaha

Þossi: Ég miða á 10.

Doddi: I thought you would, you nerdy old Lich

Þossi: Ég er svo glaður að ég nenni ekki að vinna skítlega stærðfræði.

Doddi: öss

Þossi: Pah, stærðfræði. Tungumál djöfulsins númer tvö, eftir dönsku.

Doddi: ég vil ekki sjá slíkan munnsöfnuð prentaðan á fögrum tölvuskjá mínum

Doddi: en ég neyðist víst til þess. Þetta er stóri gallinn við að eiga vin á málabraut. Afvegaleiddir sófasúfistar sem sötra mjöð forboðinnar og gleymdrar visku úr rykugum kaleik fornra forynja.

Þossi: Bah! Náttúrufræðiskreiðar, skraufþurrkaðar á hráum talnamysingi, reglur ýmsar í formi fiskstöppu með þránuðu eðlisfræðismjéri ofaná, auk eilítillar kökusneiðar, harðrar og illætilegrar, en aðeins nokkur sætukorn tungumála þrífast þar enn.

Doddi: ég lýsi megnum ímugust á fretkenndri framfleygingu þessarri. Vísindin efla alla dáð, þeir sem guðdómseldinn skæra með skörungi gagnrýninnar rannsóknar, frumleika og mannlegri hugsun!

Doddi: Vísindamenn!

Þossi: Pah! Allar lífsins lystisemdir leynast innan aldinna síðna Hómerskviðna, á tungum hverra vitneskja yfirstígur alla nútímavitund og endurnærir sálina með vísidómi og yndisleika!

Doddi: satt er það. Forn frit hómers rita frit í bit

Doddi: rözzl körff

Þossi: :D

Þossi: Sazzyfrazz.

...

Doddi: blessaður
Doddi: karl
Doddi: fýsir þig í dýrsleg mök við saumavél?
Doddi: ég dreg þá ályktun að þögn jafngildi samþykki.

...

Þossi: Doddmenni!

Doddi: menni?

Doddi: líkirðu mér við kyn flesklinga?

Doddi: ég

Doddi: er....

Doddi: goðmagn!

Þossi: Hverrar nærvera verður krafizt á hljómleikum járnfrúarinnar?

Doddi: Kynngiaukinn vættur visku og geislandi háspennu!

Þossi: :D

Doddi: allir munu skelfa fyrir ásýnd minni. Hjarðir tónleikagesta munu fletjast út, líkt og herir álfa og manna gerðu þegar Sauron var veginn í fornöld, þegar dýrð mín opinberast!

Þossi: Dansgólfið mun skjálfa undan bífum þínum.

Doddi: það mun skjálfa

Doddi: það mun glóa og gneista af stjarnfræðilegri orku minni

Doddi: brenna af bláum leisereldi

Doddi: en hvað segir þú, goð?

...

Hoho. Þetta er ein af ástæðum þess að ég er MSN sjúklingur - geðveiki lýsir sér best stafrænt.

mánudagur, maí 02, 2005

Til að vitna í Luther King:

'Free at last! Free at last! Thank God almighty, we are free at last!'

sunnudagur, maí 01, 2005

Had og vrede

Ég orga, hrín, væli, öskra, baula, hvæsi og krunka af leiðindum. Ég er að þræla mér í gegnum gagnvirk dönskuinnfyllingarverkefni á netinu - og svei mér þá, ég held að ég hafi aldrei gert jafn leiðinlegan hlut á ævi minni.

...stúdentspróf... verð að ná... aldrei aftur þarf ég að heyra eitt einasta danska orð ælt út úr spikhvylpnum skoltum dönskukennara með áhersluþungum hunangsrómi sem felur í sér alla þá vanþekkingu, brókarsótt og ljótleika sem danska þjóðin hefur náð að troða í tungutak sitt í gegnum tíðina og eitra fegurri þjóðir svo sem okkur með...

...ég mun aldrei koma úr höfði mínu... 'Det er noget SEKSUELT!' Alltaf, í öllu samhengi, við lestur á lesköflum, í Rend Mig I Traditionene, í öllum déskotans smásögunum, alltaf er eitthvað 'seksuelt' - og framburðurinn á þessu orði! Áherslurnar! Ég veit ekki af hverju, en danska orðið 'seksuelt' vekur upp í mér gríðarlega þörf fyrir að hefja langar öskurssamræður við næsta vask, og spýja í hann innyflum og innviðum þar til ég fell saman af líffæraskorti.

Ég hata dönsku.