föstudagur, nóvember 19, 2004

Það er ekki ég, Þorsteinn, sem skrifar, heldur hinn persónuleikinn minn, Adolf. Taka það fram.

Ég er viðbjóðslega, hræðilega, ógeðslega fúll og reiður og pirraður þessa stundina. Tvöfaldur enskutími þar sem maður lærir ekkert nema hversu mikið er hægt að hata hávaðann sem stafar frá endalausum fjölda helvískra stelpuskjátna fyrir hverjum hugtakið þögn er ekki skortur á hljóði heldur vöntun á hávaða.

Já, það eina sem ég get sagt er eitt stórt 'fuck you' til alls heimsins, og sérstaklega eftirfarandi hópa heilalausra blaðursgelgna:

1)Helvítis artí-fartí týpurnar, í buxum af pabba og með meik-öpp frá mömmu til að fela bólugröftinn og ljótleikann sem þær halda fram að sé allur afurð þess hversu listrænar þær eru, með ljóð um blóð sem þýða ekki rassgat og ljósmyndir af laufblöðum og kökur á mánudögum, með bleikar fléttur í hárinu sem er í tíkarspenum og í pilsi sem er svo ljótt að meira að segja amman sem átti það fyrir gekk aldrei í því, í einhverjum doppóttum kjól sem þjónar þeim tilgangi að láta þær líta enn verr út auk þess að fela fitukeppina og sigin brjóstin sem myndast hafa undan kerlingarskap og ofáti viðkomandi, FARIÐ TIL HELVÍTIS!

2) Helvískar gelgjurnar sem flissa og hlæja og píkuskrækja allan liðlangan daginn, ósýnilegar undir farða hvers magn gæti drekkt Hollandi, allar í of litlum gallabuxum og með alveg eins ógeðslega ljót belti með hræðilegu glingri á, í svörtu peysunni þarna sem allir kannast við sem er of stutt að neðan svo að það rétt svo sjáist í tilvonandi krabbameinssmitaðann magann eftir mánuði undir ljósabekk, með litað hár ljóst og toppinn niður við augu í beinni línu, allar eins, nafnlausar heildir af massa hvers greindarvísitala er lægri en meðalkjósanda í Texas-fylki, FJANDINN HIRÐI YKKUR!

...

Adolf er farinn. Ég bið þá sem ofangreindur texti móðgaði afsökunar, og hengi höfuð mitt í skömm, og spila Half-Life 2...

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Það er yndislegt að eiga afmæli. Hingað til hef ég fengið þráðlausa mús og iþróttagalla í gjafir, auk gullfallegs nútímalistaverks teiknað af bekkjarfélaga.

Lag dagsins: U2 - Love is Blindness

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Þegar jólin ganga í garð fyllist ég kristilegum kærleik, og minnist þess hvað kristni hefur gert margt gott fyrir heiminn. Ég man sérstaklega eftir því að hafa gengið inn á vídeóleigu og rekið augun í teiknimynd fyrir börn, sem kallaðist Sódóma og Gómorra. Eitthvað stóð aftaná um að þessi mynd kenndi börnum að sjá muninn á vondu og illu og fylli þau af kærleiki Kriss.

Fyrir þá sem ekki við kannast, þá, skv. Gamla Testamentinu, gjöreyddi Guð borgunum Sódómu og Gómorru vegna villutrúar og rassriðlunar, og af þessu er orðið 'Sodomy' og 'Sodomite' komið.

Mig hálflangaði til að taka þessa mynd á leigu, en veskið sagði mér nei.

Lag dagsins: Pigs eftir Pink Floyd.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Á betri bloggum er oft sagt frá stórskemmtilegum atburðum sem gerst hafa í lífi einstaklingsins sem það skrifar. Þar sem afskaplega fátt gerist í mínu lífi hef ég þurft að velta mikið fyrir mér hvaða skemmtilega hlut ég gæti skrifað hér, og mig grunar að ég hafi fundið einn. Here goes:

Eftir fallegan skóladag gengu ég og nokkir bekkjarfélagar að Lækjartorgi, hvaðan við tökum strætó. Ég var þá nýbúinn að fá iPod, og þótti mér mikið gersemi, og var ég eitthvað að fikta við hann á gönguleið minni þegar skyndilega og algjörlega án viðvörunar fann ég þyngdarpunktinn hverfa undan mér og ég tókst á loft! Og orsökin?

Ég hafði gengið á steintyppi.

Ég skora á ykkur að sýna meiri hrakfarir en þetta. Ímyndið ykkur mig, hangandi af steintyppi niður í miðbænum, fyrir framan allan MR sem var nýbúinn í skólanum, að ekki sé talað um aðra notendur Lækjartorgs, búðarrápara og róna og svo er ég viss um að stjórnarráðsfólkið flykktist út í glugga að hlæja. Þá hef ég framið þann erkiglæp að skemmta stjórnvöldum Íslands, við hverju ætti að leggja dauðadóm.

Bekkjarfélagarnir sem horfðu á hafa böggað mig síðan, og ég veit að ég á það skilið eftir slíkan atburð.

Lag dagsins: Adagio for Strings eftir Samuel Barber

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Ég er í bloggstuði.

Ég var að vafra um í leiðindum eftir einhverskonar letiviku sem snerist um fátt annað en að liggja á rassgatinu (af hvaða ástæðum ég hef legusár núna, anal pains, ég grínast ei) og kom þá fram á bloggum eftir ýmsar kunningjastúlkur mínar úr MR. Og hvílíkt líf sem þær spýta á síður sínar eins og það sé ekkert merkilegra en tyggjóklessuNylonaðdáun af meðal folk.is síðu. Ég sit, les og hugsa að ég lifi ekkert svona viðburðamiklu lífi. Blogg er eitthvað sem er ekki ætlað fyrir fólk sem nýtur þess að gera ekki neitt...

Svo að ég ákvað að fara að blogga aftur, enda hef ég ávallt átt í vandræðum með að haga mér skynsamlega.

Heimurinn er ostran mín.

[Postscript] Hmmm. Á maður ekki að hafa 'á fóninum' eða eitthvað hérna, samkvæmt siðferðislögmálum bloggmenningarinnar? Ehm. Humm. Segjum:

The Church - Under The Milky Way Tonight