sunnudagur, febrúar 21, 2010

Brecht var fyndinn kall

17. júní 1953 gerðu vinnumenn í hinu nýstofnaða A-þýska Alþýðulýðveldi uppreisn gegn sínum kommúnísku valdhöfum, sem hugðu á að auka vinnukvóta þeirra án nokkurs endurgjalds, auk annarra lífsgæðaskerðinga. Sovéskir hermenn og hermenn A-Þýskalands sölluðu uppreisnarmennina niður. Brecht var frægasti rithöfundur Alþýðulýðveldisins og þótt hans fyrstu viðbrögð væru stuðningur við ríkisstjórnina þá sá hann síðar að sér og skrifaði þetta:

Die Lösung

Nach dem Aufstand des 17. Juni

Ließ der Sekretär des Schriftstellerverbands

In der Stalinallee Flugblätter verteilen

Auf denen zu lesen war, daß das Volk

Das Vertrauen der Regierung verscherzt habe

Und es nur durch verdoppelte Arbeit

zurückerobern könne. Wäre es da

Nicht doch einfacher, die Regierung

Löste das Volk auf und

Wählte ein anderes?


Lausnin

Eftir uppreisnina þann 17. júní

lét formaður Félags rithöfunda

dreifa dreifibréfum á Stalinallee

þar sem lesa mátti, að þjóðin

hafi glutrað niður trausti ríkisstjórnarinnar

og gæti aðeins endurheimt það

með tvíefldri vinnu. Væri það þá

ekki öllu einfaldara, að ríkisstjórnin

leysti bara þjóðina frá störfum

og kysi sér aðra?