þriðjudagur, september 01, 2009

Viðbrigði

Ég sit í fáránlega, fáránlega sætri íbúð í Berlín, nýkominn úr sturtu þar sem ég náði af mér fleiri lítrunum af svita, hafandi rogast með þetta absúrd magn mitt af eigum langa vegalengd, kynnst einni manneskju á stuttum tíma, horft upp á lestirnar stöðvast fyrir nóttina nokkru fyrir stöðina sem ég stefndi á, leiðbeint leigubíl á brotinni þýsku, rogast upp nær endalausan stiga án þess að muna á hvaða hæð ég ætti að stefna, og loks hafandi fyrir alla lifandis muni ekki orkað að fara út eftir mat, hent saman tvöfaldri bollasúpu með paprikum (allt sem var til í íbúðinni) bara til að lifa fram á morgundaginn. Ég er það sem kallast shellshocked.

Þessi póstur meikar ekkert sens en ég er örþreyttur svo bara fú ykkur öllum!

Ég bý í Berlín!