laugardagur, september 05, 2009

Þunnur í Berlín, 1. hluti af mörgum væntanlegum

Bílaumferð í Berlín er einkar skynsöm, hæfilega hæg og nákvæm. Bílstjórarnir eru hið skynsamasta og kurteisasta fólk.

Hjólreiðafólk hins vegar er fokking kreisí. Allstaðar er gangstéttunum litskipt í tvennt, annar helmingurinn fyrir hjól, og guð hjálpi túristanum sem villist, starandi opinmynntur á fegurð borgarinnar, yfir á rangan helming. Sá mun deyja með hjólspóka í gegn um lungun.

Og ég á að fara að hætta mér út í þetta á hjóli? Fokk. Hef ekki hjólað lengi, tel það fararkost sem hæfir ekki beint hávöxnu fólki.

En Berlín og hennar menningarduttlungar eru um þessar stundir mín dictatrix, og ég lýt. Í Berlín hjóla fokking allir undir þrítugu, því enginn af yngri kynslóðinni hefur efni á bíl, og fáir voru nógu vitlausir til að taka fyrir þeim lán.

Því taka þeir þennan 'ég er 17, nýkominn með bílpróf og keyri eins og BATMAN' fasa út á hjólhestum sínum, og safna ferðamannahauskúpum á bögglaberann.

kaffi kaffi