mánudagur, janúar 21, 2008

Heill, Sauron, borgarstjóri vor.

Ég var að horfa upp á dálítið magnaða atburðarás. Nýsnúinn aftur af geðdeild rænir Ólafur F. Magnússon völdum í borginni eftir að hafa verið mútað af Sjálfstæðismönnum.

Í því geðveiluæði sem fylgir svona fjandsamlegum yfirtökum á meirihluta þjóðarinnar birtast oft brestir í stálpúpunni sem stjórnmálamenn læra að vefja um sig í Hitlerjugend-hliðstæðum flokka sinna og athugull maður fær merkilega innsýn í líf og störf þessa formanna þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn, með ljótasta manngerpi borgarinnar í fararbroddi og þau myndarlegustu í eftirdragi, hefur víst alla þessa hundrað daga síðan þeir voru sviknir reynt allt til að ná völdum aftur og hafa boðið öllum í nú fyrrverandi borgarmeirihluta gull og græna skóga fyrir að taka upp með þeim, skv. Ólafi í Kastljósinu. Björn Ingi slapp þó líklega við það. Röðin hefur einfaldlega komið að Ólafi Magnússyni eftir að hann sneri aftur frá geðdeild (þetta er ekki stílýking hjá mér, þar var hann í marga mánuði og því var varamaður hans Margrét Sverrisdóttir með embætti hans) og hann varð á endanum keyptur fyrir geypilegt verð.

Ekki náðist í Geir H. Haarde til að kommenta á þetta. Af góðri ástæðu. Vilhjálmur er greinilega hefnigjarn og glottið á hans fyrirlitlega smetti þegar hann tilkynnti þessa þróun mála hinni gapandi alþýðu fullvissaði mig og alla sem einnig á horfðu að þetta væri persónulegt mál fyrir hann. Gísli Marteinn flissandi af kæti á bakvið hann. Þeir borguðu nefnilega allt, allt, allt, allt, allt of mikið. Þessi 'flokkur' sem Ólafur stendur fyrir hefur nær engin atvæði og ef Ólafur þessi átti sér yfirleitt einhverja stuðningsmenn missti hann þá í Kastljósviðtalinu, þar sem hann kom fram sem ofurkaldlyndur valdafíkill sem skildi ekki af hverju Margrét Sverrisdóttir mundi neita því valdi sem hann býður henni. Þetta er bein tilvitnun.

Allir menn með viti skilja að stjórnmál eru siðlaus og allt annað er blekking, en þó er óvanalegt að stjórnmálamenn viðurkenni það svona eins og Ólafur þessi gerði. Hann hefur líklega ekki næga reynslu.

En aftur að ríkjandi málum; allt það helsta sem Ólafur þessi vildi fá var svo sett á stefnuskrá og honum gefin titill borgarstjóra án þess að nokkur maður sé til sem vilji ekki fá einhvern annan. Báknið, Sjálfstæðisflokkurinn, er reiðubúinn til að leggjast ótrúlega lágt, alveg ótrúlega lágt, til að ná fram hefndum á Birni Inga og co. Og ég held að Geir viti að þeir hafa tapað fylgi og velvilja á þessu og sitji nú heima hjá sér með lúkurnar fyrir froskandlitinu og berjist við freistinguna að láta taka gamla góða Villa af lífi til að spara sér frekari hneyksli.

Og til að toppa þetta alltaman þá á Ólafur engan varamann; Margrét Sverrisdóttir mun ekki ganga með Sjálfstæðismönnum. Þ.e. ef Ólafur missir af svo mikið sem einum borgarstjórnarfundi er meirihlutinn fallinn. Öllu heldur, ef mér leyfist að nýta mér tjáningarfrelsi mitt svo lengi sem það endist, ef svo vel vill til að Ólafur þessi taki upp á því að tala tungum og froðufella í beinni útsendingu þá munu Sjálfstæðismenn missa þetta smápeð sitt af taflborðinu. Þetta er ótraustasti meirihluti í sögu alheimsins.

Eina spurningin sem er eftir er: Hvernig í heitasta helvíti datt Sjálfstæðismönnum í hug að selja sig svo dýrt fyrir svo ofboðslega, ofboðslega lítið? Ég hef ekki álitið þá heimska hingað til en þetta virðist ætla að breyta því áliti mínu til muna.

Endanlega niðurstaðan er einfaldlega sú að það þurfi eitthvað að gerast til að breyta skipulaginu eins og það stendur í dag. Stöðugar bakstungur frá örflokkum siðspilltra illmenna er vonandi ekki einhverskonar órjúfanlegur partur af lýðræðisfyrirkomulaginu; og þetta þarf að kæfa í fæðingu.

Í öðrum fréttum: Björn Bjarnason vill vopna lögregluna á tímum minnkandi glæpatíðni.

Framtíðin er svört.