miðvikudagur, október 31, 2007

Í tilefni af endurútgáfu bókarinnar 'tíu litlir negrastrákar'

Nú veit ég að 'búhú pólitísk rétthugsun er vond' kórinn mun ráðast allharkalega á mig. Þessi kór er nefnilega orðinn stærri en 'búhú þetta er svo politically incorrect' kórinn (sem ég tilheyri í þessu máli). Svona eru Íslendingar.

Anyway. Nýendurútgefin bók um dauða tíu negrastráka veldur þessa stundina miklu hugarangri á íslenskum heimilum. Foreldrar sem voru aldir upp við þessa yndislegu sögu um heimska blámenn skilja hvorki upp né niður í þessu, að hér sé vegið að þessum máttarstólpa barndóms þess, og raular háum rómi negrastrákalagið er það spásserar niður Laugarveginn í baráttuhug. Breytir það því svo snarlega í hósta þegar einhver svartur labbar hjá, muldrar 'já drullist til Afríku' og dregur hakakrossinn í lófa sinn með mjórri löngutöng.

Sá samanburður hefur verið gerður að ef bókin héti 'tíu litlar húsmæður' mundi hún aldrei fást útgefin í dag, þótt það hafi verið fullkomlega rétthugsandi þegar bókin kom út. En til að kunna fullkomlega að meta merkingu bókarinnar í nútímanum ættum við frekar að endurskrifa hana sem 'tíu litlir Hitlerjugend', enda eru til fáar betri táknmyndir fyrir hinn hvíta kynstofn. Ég er slappur í öllum rímfræðum en ef einhver hefur hugmyndir að versi um tíu litla Hitlerjugend sem deyja hver á eftir öðrum á sársaukafullan hátt væri það vel þegið. Það mundi a.m.k. kenna börnum sitthvað gagnlegt.

Aaaah!

PS. Frábær grein um þetta í fréttablaðinu í dag.