föstudagur, október 12, 2007

Raunveruleg tilviljun af bloggi bókstafstrúaðs Íslendings sem heitir Janus

Ég var orðinn um fertugt, þegar ég sá þetta og að ég þarfnaðist Drottins Jesú sem frelsara. Og þá skynjaði ég, að ég þurfti að gera iðrun og snúa frá mínum vondu verkum og það þurfi ég að gera hvern dag. Eins og Pétur postuli sagði: "Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar." Post. 2,38. Eftir þetta varð ég brennandi í trúnni og fór að boða Jesús sem frelsara minn. Og hvað gerðist þá? Flestir vildu ekkert með mig hafa. Þar á meðal börnin mín, sem litu á mig í fyrstu sem mann er hefði hreinlega ruglast. Þau forðuðust mig eins og heitan eldinn. Og ein dóttir mín, sagði við mig eftir að hún frelsaðist: "Pabbi, þegar þú birtist, þá reyndi ég strax að koma mér í burtu, því allt sem þú sagðir var svo óþægilegt að heyra. Allt þetta tal um Jesú og Guð fór bara í taugarnar á mér."

Úff.

Vesalings maðurinn. Hann veit hvernig hommum í Íran líður.

Bráðum munu þeir halda svona 'Christ-Pride' og marsera niður Laugarveginn í engu.