miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Líkt Lúkasi lifi ég lengur en af er látið


Andleysi ríkir. Ég er hvorki fyndinn né sniðugur né uppfullur af spennandi fréttum af jamminu. Hinsvegar er ég í nærbol.

Ég er feitt, loðið hubb í nærbol. Umvafinn gömlum matarskálum. Veggirnir eru fóðraðir öldnum núðlum og erfðaefni.

Sjaldan hef ég verið jafn óaðlaðandi og ástand bloggsins er birtingarmynd þessa. Ég á alla ykkar vorkunn skilda.

Ég sendi hérmeð guðunum beiðni; fyllið mig andgift eða varpið í mig eldingu sem snarast. Það væri líknardráp og heiminum til góðs.